Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 27
Þetta var svo óvænt og um leið svo ótrúlegt; þessi skyndi- lega tareyting, ekki einungis hvað röddina snerti, heldur og allan persónuleika hinnar hljóð- látu, dagfarsprúðu konu. Clar- issa skildi bersýnilega ekki neitt í neinu -— hló og kjökraði í senn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Off hættu þessu heimskulega vinnukonuflissi.. Clarissa spratt á fætur. Hún skalf og titraði, og ég láði henni bað ekki. „Mér er með öllu óskiljanlegt hvað um er að vera“, stamaði hún ráðþrota. „Alan er að öllu leyti sá sami og hann hefur ver- ið, og ég veit ekki annað en að ég sé það líka. Sama er að segja um pabba . .. en þú, það ert þú ein, sem hefur breytzt!“ hrópaði Clarissa í örvæntingu sinni. „Ég þekki þig alls ekki fyrir sömu móður...“ Og það var hún ekki heldur. Molly var ekki sú sama, og hún hafði verið. Þegar hún lyfti höfðinu andrá síðar og leit á okkur, var breytingin á henni svo alger orðin, að ég hefði get- að svarið, að það væri ekki hún, heldur einhver allt önnur mann- eskja. ,,Ef þú átt við það, að ég vil koma í veg fyrir að einkadóttir mín giftist bláfátækum skottu (< „Það er Alan ekki...“ greip Clarissa fram í fyrir henni. En nú reis George á fætur. Hann lét hallast upp að arin- hillunni og leit fast á konu sína. „Viltu þá ekki koma í veg fyr- ir að hún giftist, svona yfir- leitt?“ spurði hann hörkulega. „Kannski það“, svaraði Molly kuldalega. „Hvað rekur hana til þess? Og er það ekki fyrst og fremst skylda hennar að vera hjá móður sinni og annast hana?“ „Nei“, svaraði George, fast- mæltur og ákveðinn. „Þegar Clarissa er komin á þennan ald- ur, er það fyrst og fremst skylda hennar að giftast heiðvirðum manni og ala honum börn. Rétt- ur móðurinnar . . „Jæja, svo að þú viðurkennir þó, að ég hafi einhvern rétt“, mælti Molly og hækkaði raust- ina. „Og ég leyfi mér að halda því afdráttarlaust fram, að það sé réttur móðurinnar, sem eigi að ganga fyrir. Eða ól ég dóttur mína kannski í þennan heim til þess, að hún brygðist mér, þegar mér reið mest á, hlypist á brott frá mér veikri, þegar ég væri mest þurfandi fyrir ástúð henn- ar og umhyggju? Þið hljótið þó að hafa gert ykkur það ljóst, að ég er veik... sárþjáð mann- eskja ... Skiptir það þig kannski ekki neinu máli, Clarissa, að ég er veik; að ég þarfnast þín... dóttur minnar?" Það voru ekki eingöngu orðin, heldur röddin, þessi hvella, ofstækisþrungna rödd, sem kom okkur öllum svo á óvart, að okkur setti hljóð við. Og þó var það fyrst og fremst augnatillit- ið, eða nánara talað, augun sjálf. Það voru ekki augu Molly- ar lengur. Það var eins og þau hefðu meira að segja breytt um lit. í stað þess að vera ljósblá og skær, voru þau tinnusvört og myrk .. . augu konu, sem hvor- ugt okkar Clarissu bar kennsl á. En George, sem kynnzt hafði ömmu sinni og mundi hana ... Clarissa greip hendi fyrir munn sér og hljóp út úr stof- unni. 9. Ég veitti henni eftirför. Hún hafði hnigið niður neðst í stig- anum, og ég tók hana í faðm mér, eins og ég hafði gert svo oft áður á meðan hún var yngri, og ég þakkaði mínum sæla fyr- ir, að hún skyldi ekki amast neitt við því. Ég hafði ekki hug- mynd um hvað fram fór inni í setustofunni þessa stundina; fannst sem það skipti í rauninni ekki svo ýkjamiklu máli, en hitt vissi ég, að framtíð Clarissu var í veði og að ekki mátti neinu skeika. .. „Taktu nú eftir því, sem ég segi, Clarissa", mælti ég ákaft og innilega. „Sé móðir þín ... veik, við skulum að minnsta kosti orða það þannig, þá getum við séð um hana á allan hátt, faðir þinn og ég. Þú mátt því ekki fyrir nokkurn mun láta það verða til þess að koma í veg fvr- ir að þú giftist Alan“. Hún leit á mig, náföl ásýndum eins og vofa. „Hvers vegna þurfum við að orða það þannig, að hún sé veik?“ spurði hún svo lágt að varla heyrðist. „Hvers vegna segirðu ekki að hún sé brjáluð? Það er hún einmitt, og því þá ekki að viðurkenna það?“ „Ef móðir þín er. . . að minnsta kosti í bili... eitthvað öðruvísi en hún á að sér“, sagði ég, „þá getur þú ekki borið neina ábyrgð á því. Og eins og ég sagði, þá er þér óhætt að trúa okkur fyrir henni, föður þínum og mér. Þú lætur það því ekki á þig fá, Clarissa mín, og gift- ist Alan eins og ekkert hafi í skorizt...“ En hún greip báðum höndum um jakkabarm minn, og næstum því hristi mig til. „Skilurðu það ekki“, mælti hún og röddin titraði af ekka. „Skilurðu það ekki, að ef móð- ir mín er brjáluð, þá get ég ekki gifzt neinum .. .“ „Einmitt það“, hugsaði ég, „þetta er þá sú aðferð, sem gild- ir núna“. Hún sleppti tökum og hljóp grátandi upp stigann. Ég gat heyrt þung og sár ekkasogin, þó að hún lokaði hurðinni að herbergi sínu. 10. Ég mundi hafa veitt henni enn eftirför og farið inn til henn- ar, ef ég hefði ekki heyrt brest- inn. Brestinn, og síðan rödd Ge- orgs, þegar hann kallaði inni í setustofunni. Ekki veit ég með hvaða hætti málverkið hefur fallið niður af króknum yfir arinnhillunni. Sennilega hefur Georg rekið öxlina í umgerðina, þar sem hann stóð — en þegar ég kom inn í setustofuna, lá það á bál- inu á arinnristinni og logaði glatt. Það eitt, sem við gátum gert, var að sjá svo um að það rynni ekki logandi fram af ar- instæðinu, út á ábreiðuna, hvað við og reyndum, George og ég með glóðartöngum. Svo æstir voru logarnir, þegar þeir hámuðu í sig olíuborinn strig- ann, að hörundið á höndum okk- ar sviðnaði. og það mátti ein- kennilegt kallast hve gneista- flugið sótti í augun, en við létum hvorugt á okkur fá, lögðumst á eitt og héldum málverkinu kyrru í eldinum, þangað til ekkert var eftir af því annað en hálfkoluð umgerðin, en logarnir orðnir að meinlausum glæðum. Þá fyrst gafst mér tími til að hugleiða hvað eiginlega hafði gerzt. Og um leið mundi ég eftir Molly. Hún lá á legubekknum, með- vitundarlaus. Það hafði liðið yf- :r hana. 11. Ekki veit ég ... Molly hafði náð sér að fullu daginn eftir. Við George höfðum vakað yfir henni næturlangt, og hún hafði sofið án þess að rumska; opnaði ekki augun fyrr en undir morguninn, þegar Clar- issa laumaðist inn með te og kex á bakka. og nú voru það augu Mollyar, minnar gömlu og góðu Mollyar, sem á okkur störðu, bláskær, hreinskilnisleg og ást- úðleg... aðeins dálítið spyrj- andi. „Má það þá ekki koma fyrir konu einu sinni á ævinni að hún fái yfirlið, án þess að allt sé sett á annan endann?" spurði hún glettnislega. „Og hvernig stendur á því, að Alan skuli ekki vera viðlátinn •—• að hjúkra tengdamóður sinni tilvonandi?" Við George létum þær mæðg- ur einar, en fórum fram í setu- stofuna, og tókum að hreinsa til á arinristinni. Þegar við geng- um aftur að svefnherbergisdyr- unum, heyrðum við að mæðg- urnar voru að ræða um undir- búninginn að afmælinu, opin- beruninni — og giftingunni. Þetta var nú það sem gerðist. Ekki veit ég ... VXKAN 33. tbl. — ^7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.