Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 29
GISSUR ÞJÓÐÓLFSSON STÖRðTGERDARMAIUR í SPÉSPE6LI Sjá forsíðumynd Myndin er tekin nú fyrir skömmu, á „Hótel Ástarsögu", nánar til tekið í „kúlnasalnum“. Fallega rauðhærða stúlkan, sem er að laga gleraugun á Gíssuri, er þekkt sýningardama í borginni og „sumir segja að hún hafi sézt á hærri stöðum“. Fólkið í baksýn þekkjum við því miður ekki, en það var statt þarna af tilviljun þegar myndin var tekin. Gissur Þjóðólfsson, er með um- svifameiri útgerðarmönnum aust- anlands. Hann er einn af þess- um ódrepandi athafnamönnum sem hafa þotið upp, eins og gor- kúlur, hér og þar á velsæld und- anfarinna ára, hafizt upp úr sár- ustu fátækt í góð efni, vegna eindæma dugnaðar og framsýni. Það vita fæstir, núorðið, hvað Gissur á marga báta, eða báts- hluta, frystihús eða frystihúsa- hluta, fiskverkunarstöðvar eða fiskverkunarstöðvarhluta, síldar- söltunarplön eða síldarsöltunar- planahluta. En það vita allir sem Gissur þekkja, að í honum eru samankomnir allir þeir höfuð- kostir sem góðan dreng mega prýða. Gissur Þjóðólfsson er fædd- ur að Suðurhveli í Hljómsveit í Hrafnaþingi eystra, þann 12. ág- úst 1912 og er því á sextugsaldr- inum um þessar mundir. Aldrinum myndu fáir trúa, sem manninn sæju, svo vel ber hann þessa hálfu öld. Þó hárinu sé ekki lengur fyrir að fara og vöxt- urinn sé ekki jafn spengilegur og fyrr, er Gissur glæsimenni hið mesta, þéttur á velli og þéttur í lund og raungóður á þrauta- stund. Strax á unga aldri komu í Ijós einstakir hæfileikar hans til for- yztustarfa. Ætíð stóð hann í far- arbroddi skólasystkina sinna, fyrst í barnaskóla, síðan í hér- aðsskólanum á Veiðum og að lokum í Útgerðarmannaskólan- um. Ekki var Gissur neinn af- burða námsmaður á bóklega vísu, en sízt mun það hafa stafað af vöntun á gáfnaskorti, öllu held- ur af þeim lifandi áhuga, sem hann hafði á lífinu sjálfu. Hann var strax með þeim fremstu í íþróttum og fáir stóðu honum á sporði í hinni íslenzku glímu. Varð hann frægur fyrir hið snilldarvelútfærða fang- bragð sitt. Þrátt fyrir allt þetta, lauk Gissur prófi frá Útgerðarmanna- skólanum og fékk hæstu einkunn af þeim sem fengu þriðju einkunn. Strax í héraðsskólanum, fór að bera á því sérkennilegasta í fari Gissurar, en það er lauslætið, ef svo má að orði komast. Hann gerðist þá alldjarftækur til kvenna og hefur verið það síðan. Hann hefur aldrei lagt í þá „hættu“, að binda sig einum kvenmanni sérstaklega og segir sjálfur, aðspurður, um það mál: „Mabur á ekki að binda sig of ungur, slíkt gerir mann gamlan um aldur fram“. Gissur Þjóðólfsson, er ákaflega félagslyndur maður, enda hrók- ur alls fagnaðar þeirra sam- kvæma, sem hann á annað borð fæst til að heiðra með nærveru sinni, en hann er sérdeilis vand- fýsinn á allar skemmtanir. Hann vill ekki nema það allra bezta í þeim efnum sem öðrum. Gissur er hófsmaður á vín, og segir um það mál að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta, en óhóflega drukkið vín geri sálina svarta. Aldrei hefur Gissur látið draga sig í pólitíska dilka, og segir all- ar tíkur neðan sinnar virðingar. Um pólitík kvað Gissur eitt sinn vísu, á góðra vina fundi, en honum veitist létt að kasta fram stöku, eins og svo mörgum sam- sýslungum hans; Vísan er svona: Illskufull er pólitík alla blekkir, hrekkir, ýmist fátæk eða rík öllum með hún rekkir. Þessi vísa ætti að nægja til útskýringar á óbeit hans á póli- tísku þrasi. Vegna þessarar afstöðu sinnar, á Gissur enga pólitíska óvini, og væri betur að fleiri menn í hans stöðu, gætu sagt hið sama. Aíturámóti hefur þessi afstaða, komið honum að ómetanlegu gagni í umsvifum hans á opin- berum vettvangi, Gissur er einn af þessum þörfu þjónum þjóðarinnar, og væri betur að við ættum fleiri slíka. Óhætt er að fullyrða, að endist honum aldur, (sem engin ástæða er til að efa), á hann eftir að láta enn meira til sin taka á at- hafnasviðinu, svo framarlega sem síldin syndir og þorskurinn þraukar. Til nánari útskýringar á myndinni sem prýðir forsíðu <okkar að þessu sinni látum við fylgja með, eina smá frásögn, sem táknræn er fyrir umsvif og árangur Gissurar Þjóðólfssonar meðal kvenþjóðarinnar. Eins og tekið var fram í upp- hafi þessarar greinar, er daman, sem lagar gleraugun hans Giss- urar, þekkt sýningardama hér í höfuðborginni, en nafn hennar er Kristín Jónsdóttir. Hún er oftast kölluð Kristín Kýlir, þar sem hún slær alveg hiklaust frá sér, ef með þarf, en það er ó- sjaldan og þarf engan að undra, þar eð stúlkan er hin þokka- fyllsta og þess vegna „umsverm- uð“. Gissur var einn af þeim sem boðið var á samnorrænu stór- útgerðarmannaráðstefnuna sem haldin var á Hótel Ástarsögu, og skyldi hann koma með dömu með sér, eins og venja er í slík- um boðum. Eins og áður er sagt, er Gissur maður vandlátur á kvenfólk sem aðra hluti og bauð þess vegna Kristínu Jónsdóttur með sér. Þá hún boðið, þar eð hún þekkti Gissur persónulega og hefur þekkt hann allt frá því hún man eftir sér, en Gissur hefur verið heimagangur á hennar heimili frá því hann var í Útgerðar- mannaskólanum og enn eru þau jafnaldra, móðir Kristínar og hann. Eftir þetta boð á Hótel Ástar- sögu, hafa þau Gissur og Krist- ín sézt saman á ýmsum stöðum, og gengur ekki hnífurinn milli þeirra. Því hefur og verið fleygt, að nú loksins ætli Gissur Þjóð- ólfsson að festa ráð sitt, og rugla reytum sínum með Kristínar og munu margir verða til að líta hann öfundaraugum ef það skeð- ur. Heyrt höfum við því fleygt að brúðkaupsferðin verði ekki neinn smárúntur, heldur muni þau aetla umhverfis jörðina á átlatiu dögum. Kristín .,kýlir“ virðist mjög hamingjusöm og þykir heldur betur hafa dottið í lukkupottinn. Ef svo fer sem á horfir, mun ferli hennar sem sýningarstúlku senn lokið og mun hún nú þegar vera búin að selja útgáíuréttinn á endurminningum sínum og þar að auki mun „Gedda film“ hafa keypt sýningarréttinn og þegar látið semia kvikmyndahandritið. Að lokum viljum við óska þeim báðum, Kristínu og Gissuri, allrar beztu „lukku“ í framtíð- inni. Skrifað í júlí 1963. R. L. VIKAN 33. tbl. — OQ Hún þykist hafa dottið i lukkupottinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.