Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 31
Hér áður fyr hefðu menn álitið það miður góðan fyrirboða, hvern- ig veðrið umhverfðist einmitt daginn, sem hin nýja kirkja í Skálholti var vígð. Nú eru menn orðnir svo skynsamir að þeir hugsa ekki um fyrirboða, reiði guðanna eða neitt slíkt, heldur bölva bara veðrinu á gamla og góða íslenzka vísu, og láta við það sitja. Einna verst fór veðr- ið með kvenfélögin fyr- ir austan, sem fengu þetta gullna tækifæri upp í hendurnar ,til að vinna sér inn dálitla fjárupphæð. Það var búist við 20—30 þús- und manns á staðinn, og allar ráðstafanir gerðar til að fæða þann hóp með flatbrauðum, pylsum og tyggigúmmí eftir þörfum. Veðrið gerði það að verkum að 4—5 þúsund manns voru á staðnum þegar mest var, og jafn- vel það fólk hafði troð- ið bíla sína út af mat- föngum og lagði varla í það að lilaupa eftir karamellum í þessum kulda. Árangurinn varð sá að sagt er að flat- kökur með kæfu verði stanzlaust á borðum þar eystra næstu tvö árin, þegar tekizt hefur að koma niður öllum pylsubrauðunum, sem verða látin ganga fyrir. Fréttum við að piltur af einum bæ hefði kom- ið heim með þúsund pylsubrauð eftir hátíð- ina Um það eru allir sammála, að kirkjan sé ein hin fegursta á landi hér, og á Hörð- ur Bjamason sérstakan heiður og lof skilið fyrir sinn þátt í því. Emil Jónsson, kirkjumálaráð- herra og frú, berjast móti rokinu. Forðum fuku hausar af fs- lendingum við Skálholt. Nú fuku hattar erlendra sendi- herra ... STÖR- MENNI í STORMI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.