Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 33
SJÖUNDI MAÐURINN. Framhald a£ bls. 9. Hann hefur bæði þekkingu og tæki til að ákvarða aldur bréfs- ins upp á ár og dag ... ÞEGAR Melton var farinn út með bréfið, reyndi Ransome að einbeita huganum að starfinu. En bréfið reyndist undarlega á- leitið. Hann lygndi aftur augun- um andartak og um leið lék heitur blær um vanga honum og annarlegan þef af rotnuðum gróðri lagði fyrir vit honum. Hann heyrði líka undarleg hljóð — skræki í fuglum og dýrum, klið og gný. Um leið og hann opnaði augun aftur hvarf hvort- tveggja, þefurinn og hljóðin. ímyndun, sagði hann við sjálfan sig. Ekkert nema ímyndun. Nú kom Melton inn aftur. — Johnson lofaði að athuga bréfið í kvöld. Þú færð að vita vissu þína á morgun. Venjulega svaf Ransome fast og draumlaust, en þessa nótt var ekki því að heilsa. Hann dreymdi án afláts. Hann var staddur í skógi, trén voru bæði há og þétt; stofnar þeirra umvafðir klifur- jurtum með afarstórum lauf- blöðum og moldin undir fótum hans var mjúk og rök og and- rúmsloftið svækjuheitt og þrung- ið sterkum daun af rotnandi jurtum. Hann gekk eftir þröng- um stíg eða slóða og umhverfið varð enn annarlegra fyrir daufa tunglsbirtuna, sem sáldraðist niður á milli trjákrónanna uppi yfir. Sem snöggvast sá hann ein- hvern skammt á undan sér, mann með brúnan, barðamik- inn hatt og klæddan kakískyrtu, rennblautri af svita. Maðurinn leit um öxl til hans og Ransome hrökk upp af svéfninum í einu svitabaði. Það var molluhiti þessa nótt, og Ransome taldi að þao væri orsök draumsins. Um morguninn var enn molluhiti og lágskýjað. Þegar hann kom í rannsókna- stofuna, var vinnufélagi hans; ekki mættur og um leið og Ransome kom inn, breyttist and- rúmsloftið og lyktin af efna- blöndunum vék fyrir hinum ann- arlega, sterka rotnunardaun frumskóganna og angan fram- andlegra jurta. Þetta stóð þó ekki nema andartak, hvarf eins óvænt og skyndilega og það hafði komið. Melton gekk inn í rannsóknastofuna, þungur á brún. eins og hann væri að glíma við- einhverja torráðna gátu. Hann hélt á bréfinu í hendi: sér. — Ég kem beint frá John- son, sagði hann. Það lítur út fyr- ir að þarna sé um einhvern ó- skiljanlegan leyndardóm að; ræða. Hann kveðst vera þess fullviss að bréfið sé skrifað fyrir fáeinum dögum, og hefur ekki aðra skýringu handbæra, en að einhver hljóti að vera að gabba Allt til bygginga! TIMBCR, allskonar Harðviður: tekk, eik, afromosia Steypustyrktarjárn Krossviður Þilplötur Spónaplötur Gaboon ' Linoleum-dúkar Harðviðarspónn Aluminium, einangrunarpappír Hljóðeinangrunarplötur Sorplúgur Saumur Plastpiötur á svalir Eikarparkett Tarkett-flísar og lím á gólf. Hagstæð innkaup, gerð beint frá framleiðslu- löndunum. Samband ísl. Bvggingaíélaga Símar 17992 — 17672. — Reykjavík. þig. Hann kveðst mun greinilega eftir þessum leiðangri Rumbolds og örlögum hans. Það hafi verið eitthvað leyndardómsfullt við dauða þeirra leiðangursmanna sex. Fyrst hafi verið álitið að eintrjáningsbátum þeirra hafi hvolft og mennirnir drukknað, en síðar hafi bátarnir fundizt á réttum kili. Johnson fann líka upplýsingar um Balsa Magna í bókasafninu. Það er þorpið, þar sem Rumbold bjó og sennilega býr ekkja hans þar enn. Hann heldur að ef til vill sé það hún, sem lagði bréfið í póst. — Skrifað fyrir fáeinum dög- um, endurtók Ransome. Nei, það er óhugsandi. Það eru tuttugu og fimm ár síðan maður hennar lézt. Johnson hlýtur að hafa skjátlazt. — Það er að vísu ekki útilok- að, enda þótt hann sé sérfræð- ingur á þessu sviði. Hann segir að Balsa Magna sé ekki nema nokkra kílómetra frá Chelms- ford. Þangað er því ekki svo ýkjalangt héðan. — Nei, varð Ransome að orði. Það er ekki svo ýkjalangt. — Kannski þú fengir lausnina á gátunni, ef þú skryppir þang- að, sagði Melton. Þú skilur hvað ég á við. Það er alltaf betra að hafast eitthvað að og reyna að komast til botns í hlutunum, en láta ímyndunaraf iíti hlaupa með sig í gönur. —1 Já, svaraði Ransome og ætl- aði víst að segja eitthvað meira, en síminn hringdi í sömu svifum. Melton tók talnemann. — Það er spurt eftir þér, sagði hann. Einhver Hollinger pró- fessor. — Konunglega rannsóknaráð- ið, mælti Ransome og gleymdi samstundis bréfinu. Ég sendi skýrsluna mína þangað. Hann tók talnemann. Halló — þetta -er Ransome, sem talar .. . Síðan hlustaði hann um hríð á þann, sem við hann talaði og svipur hans lýsti sívaxandi undr- un. Skýrsla hans hafði vakið gífurlega athygli. •— Rannsóknir þær, sem þér hafið leyst þarna af hendi, fullkomna það starf, sem við hérna höfum verið að fást við að undanförnu, sagði röddin með miklum myndugleik. Niðurstöður yðar brúa þar mikið bil. Okkur væri það kærkominn heiður, ef þér hefðuð tíma og tækifæri til að koma hingað sjálfur ... Og síðan tók röddin að ræða einstök atriði skýrslunnar. — Þér álítið þá að ég hafi ekki sóað tómstundum mínum til einkis í þessar rannsóknir, varð Ransome að orði, þegar hann loks komst að. Þér álítið með öðrum orðum, að þetta dundur mitt hafi borið árangur? Hollinger prófessor virtist að því kominn að springa. — Ham- ingjan góða; hvað eruð þér eig- inlega að fara? Þér hafið gert þá uppgötvun, sem hefur ómet- anlega þýðingu fyrir gervallt mannkyn. Ég hygg að ég kveði ekki of fast að orði þó að ég segi að sú uppgötvun geti bein- línis orðið til að bjarga því, þegar þar að kemur að við höf- um öðlazt kunnáttu til að hag- nýta hana að fullu! Þegar símtalinu var lokið, komst Ransome þannig að orði við Melton, vinnufélaga sinn: — í stuttu máli, þá hef ég reynt að einangra það efni sem hefur þau áhrif, að hinir ýmsu líkamshlutar humarsins endur- nýjast jafnóðum og hann missir þá, verði hann fyrir einhverju hnjaski. Skýrsla mín fjallar ein- mitt um þá aðferð, sem ég not- aði við að einangra þetta efni. Missi humarinn til dæmis kló, vex hún aftur af sjálfu sér fyr.ir áhrif þessa efnis. Veikist hann af einhverjum sjúkdómi hefur efnið aftur á móti önnur áhrif — það eyðir sóttkveikjunum. Efnið ver humarinn einnig gegn öðrum utanaðkomandi áhrifum — svo sem geislun. Væri unnt að dæla hæfilegum skammti af þessu efni í líkama mannsins, yrði hann ónæmur fyrir allri geislun á eftir. Það var þetta, sem prófessorinn átti við, þegar hann sagði að uppgötvun mín gæti orðið til að bjarga mann- kyninu þegar þar að kæmi. — Það er ekkert smáræðis af- rek, sem þú hefur unnið, varð Melton að orði. Ég vona að þú hljótir þá viðurkenningu fyrir það, sem þér ber. Þú átt það skilið eftir öll þessi ár. Öll þessi ár. Það var sem sig- urgleði Ransome fjaraði út. Hefði honum borizt bréfið í tæka tíð, mundi hann aldrei hafa unnið þetta afrek. Til þess hafði hann fengið þessi tuttugu og fimm ár að láni. Hann studdi höndunum á borðið til þess að ekki sæist hve þær titruðu. Nú hafði hann lokið þessu hlutverki, og hvaða ályktun mátti af því draga? Raunar hlaut þetta, þrátt fyrir allt, að vera tilviljun ein. Engu að síður varð hann að rannsaka uppruna bréfsins að svo miklu leyti sem það kynni að reynast kleift, annars fengi hann engan sálarfrið. ÞENNAN dag hætti hann störfum sínum í rannsóknastof- unni klukkustundu fyrr en hann var vanur. Hann dottaði öðru hverju í lestarklefanum á leið- inni til Chelmsford. Þegar hann hrökk upp, stóðu svitadropar á enni hans og lófarnir voru þvalir. Hann var móður og fann enn frumskógaþefinn í vitum sér. Klukkan var orðin sjö, þegar lestin náði til Chelmsford. Myrkt var yfir og engu líkara en að skýin hvíldu á húsþökun- um. Eftir langa bið kom svo hér- aðslest, sem gekk til Balsa 33 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.