Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 41
japönsku hjólbarðarnir í öllum stærðum og gerðum SÖLUUMBOÐ: Reykjavík — Gúmmívinnustofan sf. Akranes — Bílaleigan sf. Búðarðalur — Jóhann Guðlaugsson Blönduós — Zóphonías Zóphoníasson Sauðárkrókur — Bjarni Haraldsson Akureyri — Dalvík — Gunnar Jónsson Egilsstaðir — Bílabúðin Breiðdalsvík — Elís Sigurðsson Selfoss —- Verzlunin Ölfusá. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI : GROTTAh/f Þórsgötu 1, Reykjavík. Símar - 23606 - 24365. ÞEIR SAKNA MARGS AÐ UTAN ... Framhald af bls. 11. að varðveita, viðhalda og fegra, það sem fyr- ir er af verðmætum í landi okkar. Mjög ánægjulegir lilutir eru sem betur fer að gerast i þéssum efnum á meðal okkar. Til hreinnar fyrirmyndar eru t. d. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund við Ilringbraut og: Osta- og smjörsalan s.f., við Snorrabraut. Forráðamenn margra annarra stofnana og: fyrirtækja gætu fengið sitthvað um að hugsa við heimsókn á þessum stöðum. Unun er að ganga fram hjá mörgum görð- um og húseignum einstaklinga liér í Reykja- vík yfir sumartímann — en allt of margar eignir eru samt í vanhirðu. Við sameignir borgaranna er sums staðar vel unnið, hvað útlit, frágang og hirðusemi snertir, en of víða vantar mikið á að við- unandi sé. Dæmi: Frá liitaveitugeymunum á Öskjuhlíð er fagurt útsýni yfir borgina og nágrenni hennar. Á björtum sumarkvöldum leita margir borgárbúar þangað upp til að njóta útsýnisins og fegurðarinnar. Rangað fer maður einnig gjarnan yfir sumartímann með erlenda gesti, sem sjá vilja viðáttu borg- arinnar, fjallahringinn og sólarlag í Reykja- vík. Vel hefur verið unnið að því að auka gróður í hliðinni umhverfis geymana og er hann er til mikillar prýði. En hver befur stjórnað vinnu við lagningu vegarkaflans frá Reykjanesvegi og upp að liitaveitugeymunum og frágangi á hringtorgi þar? Þar getur að lita bæði hroðvirkni og smekkleysi. Vand- virkur verkstjóri gæti gjörbreytt útliti þarna á stuttum tíma með sáralitlum tilkostnaði. Annað dæmi: Nauthólsvík er sumarbað- staður Reykvíkinga — að visu fátæklegur samanborið við baðstaði höfuðborgarbúa í hinum Norðurlöndunum — en sá eini sein völ er á nálægt borginni. Þessi staður var nýverið auglýstur opinn almenningi — og nú með nýaðfluttum skeljasandi m. m. Við fyrsta tækifæri elcur maður eftir malbikuð- uin Bretaveginum suður i N'authólsvikina til að nota sjóinn og sólskinið — og hvita sand- inn. Kolbrunnar braggarústir eru það fyrsta, sem mætir manni á þessum sumarskemmti- stað Reykvíkinga og síðan áfram vanliirt og ryðgað braggadrasl striðsmanna — 18 árum eftir að þeir yfirgáfu staðinn. Er þetta hægt? Enn eitt dæmi: Aðkoman til höfuðborg- arinnar frá Reykjanesi — næsta nágrenni vegarins frá Fossvogsbrú að Miklatorgi er ljótleikinn uppmálaður vegna vanliirðu. Ryðgaðar, niðurníddar gaddavírsgirðingar. Framtakssemin og snyrtimennskan hjá NESTI við Fossvog — og Elliðaár — stingur í stúf, en nægir þó auðvitað ekki til að breiða yfir syndir annarra. Þurfum við að búa við þessa niðurlægingu öllu lengur? Vonandi ekiki, því nú liefur ungur borgarstjóri látið í ljós „að engu mannvirki er fulllokið, fyrr en það liefur verið tengt landslaginu og umhverfinu með frágangi lóðar og lands“. Hér þarf meira til að koma. Hver sem yfir mannvirki ræður, þarf að komast til sama skilnings á skyldum sínum við um- liverfi sitt og þjóðfélag og forráðamenn Grundar, Nestis og Osta- og smjörsölunnar. Við svo búið má ekki lengur standa — það er alveg augljóst. ☆ VIKAN 33. tbl. — ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.