Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 45
SÉRHVER SKAL NAFN BERA. Framhald af bls. 7. að á Alþingi 1912 báru þeir þingmennirnir Guðlaugur Guð- mundsson, sýslumaður, og Stef- án Stefánsson frá Fagraskógi fram frumvarp um nýnefni, þar með talin mannanöfn. Frumvarp þetta varð ekki útrætt, enda lýsti Hannes Hafstein, ráðherra, því yfir, að mál þetta yrði tekið upp af ríkisstjórnarinnar hálfu og hann myndi leggja fram nýtt frumvarp um málið fyrir næsta Alþingi. Sú varð og raunin. Stjórnarfrumvarpið var lagt fram, það samþykkt og varð að lögum nr. 41/1913 um manna- nöfn. Setning þessara laga var sigur fyrir fylgjendur ættamafnanna, því að um þau höfðu lögin ítar- leg ákvæði. Lögin veittu öllum ættarnöfnum réttarvernd, sem upp voru tekin fyrir aldamótin, en yngri ættarnöfnum með kon- ungsleyfi. Eftir gilditöku laganna varð það skilyrði til notkunar ættarnafna, að stjórnarráðsleyfi væri fengið fyrir þeim. Þótt andófsmenn ættarnafn- anna undir foryztu Bjarna Jóns- sonar frá Vogi hefðu reynzt í minnihluta á Alþingi árið 1913, voru þeir ekki af baki dottnir. Á Alþingi 1925 höfðu þeir náð meirihlutaaðstöðu, og núgild- andi lög um mannanöfn er ár- angurinn af starfi þess meiri- hluta. í þessum lögum er lagt bann við því, að íslendingar taki upp ný ættarnöfn. Spurninguna um notkun eldri ættarnafna leysa lögin þannig, að eldri ættarnöfn en frá aldamótum eru íslenzkum þegnum frjáls og niðjum þeirra. Saam gildir um ættarnöfn, sem upp voru tekin frá aldamótum til 1. janúar 1915, enda hafi verið aflað opinbers leyfis fyrir þeim samkvæmt lögunum frá 1913. Þeir íslenzkir þegnar og börn þeirra, er við gildistöku laganna frá 1925 báru ættamöfn, sem upp voru tekin eftir gildistöku lag- anna frá 1913, máttu halda þeim alla ævi. Þrátt fyrir bann laganna um upptöku ættarnafna var alls ekki girt fyrir þann möguleika, að ættarnöfnum fjölgaði í land- inu. Gat það aðallega átt sér stað með þeim hætti, að erlendir menn flyttust til landsins og gerðust íslenzkir ríkisborgarar, því að þeir héldu ættarnöfnum sínum fyrir sig og niðja sína sam- kvæmt lögunum frá 1925. Frá árinu 1952 hefur löggjaf- inn hins vegar reynt að setja undir þennan leka. Eins og kunnugt er, er íslenzkur ríkis- borgararéttur veittur með sér- stökum lögum hverju sinni. Eru gjarnan einu sinni á ári gefin út lög um veitingu ríkisborgara- réttar. Árið 1952 tók Alþingi upp þann hátt að setja í lög þessi svolátandi ákvæði: „Þeir, sem heita erlendum nöfnum, skulu þó ekki öðlast íslenzkan ríkisborgararétt með lögum þess- um fyrr en þeir hafa fengið ís- lenzk nöfn samkvæmt lögum nr. 54, 27. júní 1925, um mannanöfn". Þessi fyrirmæli hafa síðan verið gerð að skilyrði í lögum fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Að þessu harkalega laga- ákvæði verður vikið síðar, en á það skal bent, að ekki er með því að fullu komið í veg fyrir innflutning erlendra ættarnafna. Óskilgetin börn íslenzkra kvenna, sem þær eiga með erlendum rík- isborgurum, hafa rétt til að bera ættarnafn feðra sinna. Þá hefur og íslenzk kona, sem gifzt hefur erlendum manni án þess að glata íslenzkum ríkisborgara- rétti, heimild til að bera hið er- lenda ættarnafn manns síns. Þessi réttur konunnar fellur ekki niður, þótt lögskilnaður verði með hjónunum. Eins og að framan hefur verið leitt í ljós, hefur afstaða íslend- inga til ættarnafna jafnan verið verulegt áhorfsmál. Og þessi á- greiningur er enn ekki úr sög- unni. Árið 1955 vann ráðherra- skipuð nefnd að endurskoðun laga um mannanöfn. í nefndinni áttu sæti hæstaréttardómararnir Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson, prófessor Alexander Jóhannesson og Þorsteinn Þor- steinsson, fyrrv. hagstofustjóri. Árangurinn af starfi nefndarinn- ar var mjög vel samið frumvarp um málefnið. Var ekki vanþörf á slíkri löggjöf, því að lagastarf- ið að baki núgildandi lögum frá 1925 er vægast sagt lélegt. En þrátt fyrir gott starf nefnd- arinnar náðu nefndarmenn ekki samstöðu, þegar til ættarnafn- anna kom. Prófessor Alexander var eindreginn andstæðingur ættarnafna, en hinir þrír vildu leyfa upptöku þeirra með til- teknum skilyrðum. f meirihluta nefndarinnar hafði Þorsteinn Þorsteinsson þá sérstöðu, að hann vildi sýna ættarnöfnunum enn meira frjálslyndi en hæsta- réttardómararnir, en afstaða þeirra virðist hafa mótað frum- varpið. Röksemdir dómaranna, þeirra Jónatans Hallvarðssonar og dr. Þórðar Eyjólfssonar, eru mjög sannfærandi og skulu því raktar hér lítillega. Þeir segja m. a. „Við álítum það í sjálfu sér góð- an sið og æskilegan, að menn kenni sig til feðra sinna að forn- um hætti í stað þess að taka upp eða bera ættarnöfn. En um þetta eiga menn að hafa frjálsan á- kvörðunarrétt. Við fáum ekki séð, að íslenzku þjóðerni eða ís- lenzku máli sé neinn háski búinn af ættarnöfnum, sem gerð eru í samræmi við lögmál íslenzkrar tungu. Þau geta engu síður stað- izt í íslenzku máli en viðurnefni þau eða kenningarnöfn, sem bæði karlar og konur báru til forna, meðan íslenzk tunga var enn óspillt af erlendum áhrif- um“. Þá benda þeir á, að afstaða manna til ættarnafna fari frem- ur eftir smekk og tilfinningum en efnisrökum, og segja síðan: „En um smekk og tilfinningar er ekki unnt að deila, og á því sviði á persónufrelsi að ríkja, enda sé þess gætt, að mikilvæg- um þjóðarhagsmunum, svo sem vernd íslenzkrar tungu, sé ekki misboðið. Það þykir einum betur fara, sem annar telur til lýta, og smekkur manna á þessu sviði sem öðrum er auk þess breyting- um háður frá einni kynslóð til annarrar". Dómararnir bentu og á, að mjög óviðfelldið væri, að sum- um þegnum þjóðfélagsins sé leyft að bera ættarnöfn, en öðr- um sé það bannað, eins og nú er í lögum. Þetta töldu þeir brjóta í bága við grundvallarregluna um jafnrétti þegnanna gagnvart landslögum, sem viðurkennd er í íslenzkum rétti og rétti annarra lýðræðisþjóða nú á dögum. Samkvæmt manntalinu 1950 má ætla, að um 1100 ættarnöfn hafi þá verið borin af íslenzk- um ríkisborgurum. Og rannsókn á þessum tiltölulega mikla fjölda ættarnafna sýnir, að á fjórða hundrað þeirra hafa verið tekin upp algerlega leyfislaust, en þó óátalið af hálfu hins opinbera, í gildistíð núgildandi laga, sem leggja blátt bann við upptöku ættarnafna. Þessi staðreynd gef- ur til kynna, að lögin um manna- nöfn séu að miklu leyti dauður bókstafur. Ráðherrar og stjórnarráðsskrif- stofur hafa horft á borgarana þverbrjóta reglur laganna um ættarnöfn án þess að hafast nokkuð að. Fyrir þetta aðgerðar- leysi hafa valdhafarnir aldrei sætt neinni gagnrýni, svo telj- andi sé, af hálfu þingmanna, blaða eða almennings. Allt þetta virðist benda til þess, að lögin séu ekki í æskilegu samræmi við réttarmeðvitund þjóðarinnar. Af þessum framgangi mála má draga þá ályktun, að afstaða al- mennings sé út af fyrir sig ekki eins íhaldssöm gagnvart notkun ættarnafna og stefna Alþingis bendir til með hliðsjón af lög- gjöfinni frá 1925 um mannanöfn og skilyrðinu fyrir veitingu rík- isborgarréttar frá árinu 1952 og síðan. Varðandi þetta síðarnefnda at- riði orkar stefna Alþingis mjög tvímælis. Það er í alla staði ó- eðlilegt, að löggjafi þjóðarinnar setji erlendum mönnum, sem hann að öllu leyti telur maklega þess að verða íslenzka ríkisborg- ara, það ófrávíkjanlega skilyrði, að þeir breyti um nafn. Hér er hreyft við mjög viðkvæmum og persónulegum hagsmunum ein- staklingsins. Það jaðrar við að segja megi, að skilyrðið sé ó- mannlegt. Alloft hefur mátt lesa í dagblöðunum viðtöl við út- lendinga, sem hér eru búsettir og virðast hafa öll skilyrði þess að öðlast ríkisborgararétt hér- lendis. Þetta fólk hefur unnið í langan tíma hjá íslenzkum at- vinnufyrirtækjum með góðum vitnisburði og kann hvergi í heimi betur við sig en einmitt hér. f blaðaviðtölunum furða fyrirspyrjendur sig á því, að við- komandi persóna sé ekki orðin íslenzkur ríkisborgari. Svarið er ávallt á einn og sama veginn: Ef ég verð íslenzkur ríkisborgari, þarf ég að leggja niður það nafn, sem ég hef borið frá fæðingu minni. Ég tel nafnbreytinguna það mkila fórn, að heldur vil ég vinna hér sem erlendur ríkis- borgari, þótt skattarnir verði þungbærari fyrir þá sök og önn- ur óþægindi í því sambandi. Þetta viðhorf er mjög skiljan- legt. Nafn eins manns er svo sam- slungið persónu hans og lífsferli, að það verður ekki á viðfelldinn hátt frá manninum slitið. Auk þess er slík nafnbreyting mjög til þess fallin að valda ruglingi og vandkvæðum. Eitt dæmi skal nefnt í því sambandi. Fyrir síð- ustu heimsstyrjöld dvaidi hér á landi þýzkur maður, Max Keil að nafni. Hann gerðist þekktur kennari í móðurmáli sínu og skrifaði á íslenzku námsbækur í þeirri námsgrein, enda hafði hann doktorsgráðu í málvísind- um. Vegna þjóðernis síns var dr. Keil meinuð dvöl hér á landi á stríðstímunum. Að þeim loknum kom hann aftur til íslands og fékk hér ríkisborgararétt með áðurgreindum skilyrðum. Hann varð því að kasta frá sér fyrra nafni sínu og tók upp nafnið Magnús Teitsson. Þeir, sem ekki þekkja þessa sögu, koma ekki auga á sambandið milli mann- anna Max Keil og Magnúsar Teitssonar. Meðan búið er við hina ófull- komnu löggjöf um mannanöfn, og þar með um ættarnöfn, hefði verið skynsamlegri lausn varð- anda útlendingana að leyfa þeim sjálfum notkun hinna fyrri nafna sinna, en skylda hins veg- ar börn þeirra og firnari niðja að taka upp íslenzk nöfn. IV. Að lokum skal vikið að sjálf- um eiginnöfnunum. Um þau setja lögin þrjú skilyrði, þau er nú skulu greind: 1) Enginn má bera fleiri en tvö nöfn. 2) Nafnið á að vera íslenzkt. 3) Það á að vera rétt að lögum íslenzkrar tungu. Það er mála sannast, að öll framangreind skilyrði hafa ver- ið þverbrotin. Sökin í þessum efnum er fyrst og fremst hjá prestunum, sem eftirlitsskylduna bera samkvæmt lögunum. Börn VIKAN 33. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.