Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 49
FRAMLEIÐUM: INNIHURÐIR ÚR: Eik Mahogany Tekki Oliveraski Hvítaski Frado Rósaviði (indverskum. Avodire ÚTIHURÐIR ÚR: Tekki Afromosia Afzelia Oregon Pine Þyljur með álímdum spæni á harðplötur og striga. Tökum að okltur innréttingar íbúða, stórverk og minni framkvæmdir. BYGGIR h.f. Sími 34069. — Reykjavík. einhverju, þá var mér ekki til- kynnt neitt um það.“ „Keypti höfuðsmaðurinn nokk- urn tíma föt í Toronto?“ „Það er mjög sennilegt. Hann hefur oft farið þangað, og ensk ullarefni eru betri og ódýrari í Kanada.“ „Má ég rannsaka klæðaskáp manns yðar?“ „Nei! Hún bætti við, mildari röddu: „Ekki án hans leyfis, og hann er ekki hér.“ „Eruð þér að hylma yfir fyrir sjálfa yður, frú Blackwell? Eða fyrir mann yðar?“ Hún var þögul. Síðan sagði hún: „Ég hélt alltaf, að á milli okkar væri traust, jafnvel gagn- kvæm vinátta." „Yður líkaði vel við Harriet, yður líkaði vel við Ralph Simp- son, yður líkaði vel við Dolly Stone. Ég er ekki viss um, að mig langaði neitt til þess að vera einn af þeim, sem yður líkar vel við.“ „Hvað kemur Dolly Stone þessu máli við? Ég hef ekki séð stúlkuna í mörg ár.“ Ég sagði henni, að Dolly hefði verið kyrkt í maí. Hún sagði hvað eftir annað: „Nei, nei,“ og hendur hennar krepptust og opn- uðust á víxl.“ „Frú Stone sagði mér, að þér hafið verið Dolly sem önnur móðir, og að yður og fyrri manni yðar hafi þótt mjög vænt um hana, frú Blackwell." „Ég — ég reyndi að hjálpa henni. Hún þurfti styrkari hönd en móðir hennar gat gefið henni, og betri leiðsögn en faðir henn- ar veitti. Maðurinn minn, Ronald og ég reyndum að gefa henni hvort tveggja. Við áttum engin börn sjálf vegna sykursýki Ron- alds. Við vorum einnig mjög mikið fylgjandi því að aftra unglingum í að lenda á glapstig- um, og Dolly virtist vera vel á veg komin með að lenda í vand- ræðum. Unga fólkið beygist snemma inn á þá braut að verða morðingjar, og jafnsnemma inn á að verða fórnarlömb. Þar, sem þessar tvær leiðir mætast, verð- ur hræðilegur glæpur.“ „Þér talið eins og þér séuð í barnaverndarnefnd.“ „Ég var það áður en ég gifti mig. Jafnvel áður en Ronald dó, vissi ég, að við vorum búin að missa Dolly. Hún var í vondum félagsskap, ljúgandi, stelandi og beitti svo öllum brögðum til þess að komast undan hegningu. Já, Dolly kunni vel að beita fegurð sinni til þeirra hluta,“ sagði hún hörkulega. Ég hugsaði með mér, hvort Dolly hefði reynt eitthvað af þessum brögðum sínum við Ron- ald Jaimet. Eftir framburði mömmu hennar, var hún mikil pabbastelpa, og stundum falla miðaldra, barnlausir menn bæði langt og hart fyrir stúlkum eins og Dolly. „Ég kann ekki við það, sem þér eruð að hugsa,“ sagði Isobel Blackwell, lágri röddu. „Jú, Dolly reyndi að tæla Ronald, en það bar ekki árangur.“ „En hann dó hræðilegum dauð- daga líka.“ „Það var slys, sem ekki var hægt að gera neitt við, og það er allt annars eðlis. Reynið ekki að gera morð úr dauða Ronalds, herra Archer.“ „Sykursjúklingar eru nú ekki vanir að fara í fjallgöngur upp í Sierra-fjöllin." „Ronald gerði það nú samt. Það var honum mikilvægt sem karlmanni. Svo var Mark líka með honum til þess að líta eftir honum. Þeir voru náfrændur, en samrýmdir eins og bræður. Mark bar Ronald á bakinu marg- ar mílur eftir að hann fótbrotn- aði.“ Hún lyfti höfðinu, stolt. „Það var ekki honum að kenna, að Ronald dó. Það var engum að kenna.“ „Ef til vill kemur annað í ljós.“ „Þér eyðið tíma yðar til ónýt- is, herra Archer. Hvað með Burke Damis?“ „Rétt nafn hans er Champion. Hann er í varðhaldi í Redwood City fyrir að hafa myrt konu sína.“ „Konu sína?“ „Dolly Stone,“ ságði ég. „Hann var kvæntur Dolly Stone. Viss- uð þér það ekki, frú Blackwell.“ „Nei, það vissi ég ekki.“ „Þetta getur ekki verið tilvilj- un ein. í fyrra giftist fósturdótt- ir yðar þessum manni. f ár hefur hann í huga að kvænast stjúp- dóttur yðar, og þér virðist þessu mjög fylgjandi.“ „Aðeins vegna þess, að Harriet hafði engan annan. Einmanaleiki hennar var hræðilegur, — ó- bærilegur.“ „Fannst yður kannski, að hún væri betur sett undir grænni torfu?“ Augu hennar breyttust. Þau urðu stór og fljótandi, og horfðu í gegn um mig. Hún reis á fætur, riðaði, og hljóp út úr herberg- inu. Ég heyrði fótatak hennar í stiganum, og svo var hurð skellt uppi á lofti. Ég gekk fram í for- stofuna. Nálægt útidyrahurðinni var fataskápur. Ég leit inn í hann. Hann var nær fullur af frökk- um og kápum. Sumir af henni, sumir af Harriet, og aðrir af höf- uðsmanninum. í einum þeirra var merki frá Cuttworth, Ltd., Toronto. Ég sneri mér við. Isobel Blackwell kom niður stigann. „Hvert eruð þér að fara?“ spurði ég. „Hvert sem er, bara héðan út.“ Hún gekk nær mér „Sjáið þér nokkuð merki á enni mér, herra Archer?“ „Nei.“ „Það er þarna. Merki ógæfunn- ar. Ég hefi haft það síðan ég fæddist." „Vitleysa.“ Hún gekk út, og hallaði sér upp að einni marmarasúlunni á tröppupallinum. „Fyrir ári síð- an var ég nærri búin að gleyma þessari ógæfu. Þá var ég ekkja, önnum kafin og sæmilega ánægð með lífið. Þá kom Mark í spilið. Hann vildi að ég giftist sér. Hann sagði, að ef hann fengi mín, þá væri það það eina, sem gæti bjargað honurn." „Frá hverju?“ „Almennri smán. Hann hafði komið ungri stúlku í vandræði, og hún hafði í hótunum við hann. Hann lét hana hafa peninga, en hún heimtaði meira, -— völd, stöðu í þjóðfélaginu. Hann hélt, að ef hann kvæntist mér, þá myndi honum borgið." „Og stúlkan var Dolly?“ „Já. Ég vissi það ekki þá, ann- ars hefði ég aldrei gifzt honum. Mér fannst lífið líka ekki hafa nógu mikinn tilgang, og það hafði sitt að segja. Mér var það nauðsynlegt að vita, að einhver þarfnaðist mín.“ Hún þrýsti enn- inu upp að súlunni, eins og til að kæla það. „Ég laug til um frakkann. Mark átti hann, hann keypti hann á brúðkaupsferðinni okkar. Síðast þegar hann var í honum, tók ég eftir, að efsti hnappurinn var að losna.“ „Ekki þegar hann var í hon- um síðast, frú Blackwell. Það voru Dolly og barn hennar, sem sáu hann í honum síðast.“ Ég hugsaði til þess, hve ein- kennileg atburðarásin í þessu máli var. Það var barn Dolly, sem upptökin mátti rekja til, og þegar málið yrði tekið fyrir í réttinum, þá myndi barn Dolly reka endahnútinn á málið, þegar hnappurinn yrði notaður sem aðalsönnunargagnið. „Mark var búinn að þekkja Dolly mjög lengi,“ sagði frú Blackwell. „f fyrstu var það allt saman mjög saklaust. Hún kall- aði hann frænda, og hann gaf henni gjafir, svona eins og frændur gera. Það var Ronald, sem fyrstur tók eftir breyting- unni. Hann batt endi á það með því að tala við Mark. Að minnsta kosti hélt ég, að honum hefði tekizt það.“ „Þér gefið höfuðsmanninum fulla ástæðu til þess að hafa drepið Ronald." „Ég er viss um, að það gerði hann ekki. Honum þótti vænt um Ronald." „Honum þótti líka vænt um Harriet," benti ég á. „Þér eigið þó ekki við það •— að hann hafi myrt Harriet? Það er útilokað, ómögulegt.“ „Það eru svo margir hlutir, sem eru ómögulegir, þangað til einhver gerir þá.“ Hún gekk burtu frá mér, burtu frá mér, og húsinu, sem henni VIKAN 33. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.