Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 6
Hvítey er ekki blómleg ásýndum. Þar fundust síðustu leifar leiðangursins, 33 árum eftir að hann var farinn. Hásetinn, sem skar á festarkaðal loftbelgs- ins, blóðgaði á sér höndina og sagði: „Fari það nú til helvítis“. Um leið lyfti belgurinn sér og Andrée bætti við: „Já, það er einmitt þangað, sem við erum að fara“. í júll árið 1897, var lagt af stað frá Svalbarða og loftbelgurinn komst 325 mílur. Þaðan voru 490 mílur ófarnar á Pólinn. Hvíteyja er austur af Svalbarða. Þar báru þeir félagar beinin. Sumarið 1930 var óvenjulega heitt á norðurhveli jarðar. Korn skræln- aði á ökrum bandarjskra sléttubænda. Efnafólk á meginlandi Evrópu flúði baðstrendurnar við Miðjarðarhafið og flykktist norður á bóginn, til Svíþjóðar og Noregs, en þar reyndist lítið svalara. Jafn- vel í Rússlandi var ekki um annað meira talað en hitann. Og norðar enn, á hafinu milli Svalbarða og Franz Jósefslands, sigldi norski selfangarinn „Bratvaag“ auðan sjó, þar sem gamlir og reyndir ísbafsfarar um borð mundu varla vök. Þeim á selfangaranum var þetta óvenjulega veðurfar þó ólíkt kærkomnara en fólki í landi; fyrir bragðið mundu þeir komast i færi við hinar miklu rostunga- og selavöður norður undir Hvítey og Viktoríuey. Enginn um borð mun þó liafa verið öllu fegnari hitunum en land- fræðingurinn, dr. Gunnar Horn. Ásamt tveim öðrum visindamönnmn frá Svalbarðastofnuninni norsku hafði hann tekið sér far með „Bratvaag“ norður, i því skyni að dveljast við atbuganir og rannsóknir i einhverri af eyjunum á þessum slóðum, á meðan veiðimennirnir stæðu i styrjöld sinni við selina og rostungana. Dr. Horn var því að vonum glaður í bragði þegar selveiðarinn nálg- aðist Hvitey, en þess voru þá fá dæmi að skipum hefði verið siglt alla leið upp undir eyna, þar eð hinir sterkbyggðu og kraftmiklu ísbrjótar voru þá ekki komnir til sögunnar. Þann 5. ágúst, síðari hluta dags, lagðist selveiðarinn þar við akkeri, og bráðabirgðamæling sannfærði dr. Horn um að nokkru munaði að eyjan væri rétt staðsett á landabréfum. Þó að einungis það væri i sjálfu sér allþýðingarmikil uppgötvun, var það ekki þess vegna sem koma þeirra til Hvíteyjar átti eftir að vekja athygli, ekki einungis meðal visindamanna, heldur og almennings víða um heim. Þeir atburðir gerðust daginn eftir, þann 6. ágúst, þegar dr. Horn og nokkrir af áhöfninni gengu á iand í eynni. Það var árla morguns, og dr. Gunnar Horn var þegar önnum kafinn við að safna sýnishornum af bergtegundum og jarðvegi, sem jafn- vel öldum saman hafði legið undir is og hjarni. Það' var vissara að hafa liraðann á, því að vindátt var óstöðug og legan ótrygg, og því ekki að vila nema selveiðarinn yrði að sigla frá eynni þá og þegar. Altl i einu heyrði dr. Horn kallað á sig hástöfum eins og mikið lægi við. Voru það tyeir af áhöfúinni, Olaf Salén og Carl Tusvik, sem voru að svipast um þarna eftir drykkjarvatni og stóðu nú i klettalág spölkorn í hurtu. „Hvað er um að vera?“ spurði dr. Horn. „Við vorum að finna dálítið liérna,“ svaraði Tusvik. Þetta reyndist vera ryðgaður pjáturdunkur. Það var bæði óvænt og undarlegt að finna slíkan lilut þarna; að þvi er dr. Horn vissi bezt höfðu hvítir menn ekki gengið þarna á land í ómunatíð. Hann tók þvi að pjakka með staf sínum í krapakennda fönnina, sem enn fyllti lágina milli klappanna, og fann hrátt eitthvað fyrir honum, annað en grjót. Rótuðu þeir krapinu þar frá með höndum og fótum, og sáu þá hlut, sem vakti með þeim slíka furðu, að þeir ætluðu vart að trúa sínum eigin augum. Það var stefni á litlum sefrldúksbát og letrað á það efst við borð, ljóst og greinilega: ANDRÉE’S POLAR EXPEDITION 1897.“ „Andrée?“ Gat það átt sér stað að þarna leyndist lykillinn að lausn eeinhverrar hinnar dularfyllstu gátu Norðurlijarans — hvarfi Salomons August Andrée’s og félaga hans tveggja, sem týnzt höfðu fyrir þrjátíu og þrem árum, þegar þeir freistuðu að láta loftbelg bera sig yfir Norður- heimsskautið, og ekkert til þeirra spurzt síðan. Þeir dr. Horn og félagar hans tóku nú að leita af kappi í fönnunum þarna í kring, vitandi það að selfangarinn yrði að sigla á brott ef veður spilltist. En nú brá svo undarlega við, að gátan sýndist verða að sama skapi dularfyllri og torráðnari og meira fannst — gátan, sem ekki varð að fullu ráðin fyrr en tuttugu árum siðar. . . . Að visu fékkst þarna svarað spurningunni um það, hvar þeir Andrée og félagar hans hefðu horið beinin og hvenær. En það gerði gátuna einmitt svo torráðna, að jafnvel reyndustu landkönnuðir og íshafsfarar gáfust upp við að leita lausnar á henni. Hvað gat hafa orðið þessum þrem fílefldu og þjálfuðu görpum að aldurtila, eftir að þeir voru sloppnir heilir á húfi úr helgreipum liafs, íss og veðra, komn- g — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.