Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 7
VIKAN 22. ágfúst. „Ég: hef ekkt hng:rekki til að slá leiðaiigrinum á frest öðrn siiiiii‘% sagði Salomon Andrée. ftlaun óttaðist al- menningsálitið og nmsagn- ir blaðanna. Lofthelgurinn fékkst aldrei til að halda gasinu. en samt var lagt af stað i afdrifaríka ferð. Lík þeirra télaga fumlnst eftir 33 ár. FEIGÐARFLAN SALOMONS ANDREE ir á fast land og i öruggt var og höfðu viðhlýtandi skjól, gnœgð vista, fatnaðar og skotfæra og annarra nauðsynja? Salomon August Andrée var sænskur, eins og þeir félagar hans. Fíann var karlmenni að burðum, atorkumikill, áltaflyndur og fram- gjarn, og kunni hvorki að liræðast né gefast upp. Hann var tuttugu og tveggja ára þegar hann kynntist fyrst loftbelgjaflugi sem starfs- maður við heimssýninguna í Pliiladelphiu. Eftir það átti sú íþrótt liug lians allan, en liann var þannig gerður, að liann hlaut að ein- beita sér að því sem liann tól< sér fyrir liendlir, svo að þar komst ekkert annað að. Gamlir og reyndir loftbelgjaflugmenn furðuðu sig jafnt á leikni hans og dirfsku, þefrar hann liélt sig í lofti við liin örðugustu veðurskilyrði og fataðist ekki hið minnsta á hverju sem gekk. Fyrsti loftbelgurinn, sem liann komst sjálfur yfir, hláut nafnið „Svea“. Hafði Andrée tekizt að fá útgefanda „Aftonbladets“ í Stokkhólmi til að kaupa hann og annast útgerð hans „í þjón- ustu vísindanna og til almenningsheilla". Upp frá því varð „loftbelgurinn ástmey" hans, loftbelgjaflugið trú hans og tilgangur Iífsins. Hann gerði og ýmsar markverðar athuganir á flugferðum sínum, einkum veðurfræðilegar og í sambandi við hraða og hreyfi- lögmál hljóðsins, og einnig tók hann margar merkilegar ljósmyndir úr lofti, sem í þann tíð vöktu hina mestu athygli. Árið 1890 vann hann það afrek sem hann varð víðfrægur fyrir, er hann lét loftbelg- inn bera sig yfir Eystrasalt, og það oftar en einu sinni. Og árið 1892. vakti það ekki siður undrun manna og athygli, er hann lýsti yfir því, að það væri ekki einungis „hugsanlegt lieldur og fram- kvæmanlegt að láta loftbelg bera sig yfir Norðurheimsskautið!“ Jafnvel þeir raunsæjustu og efagjörnustu lögðu við hlustir, þegar Andrée sýndi fram á það af ástríðubeitri mælsku og trú, að eftir til- komu loftbelgjanna sem farartækja væri það heimslcan einber að leggja á sig það erfiði og hættur að ferðast um isaþökin á hunda- sleðum eða jafnvel fótgangandi. „Vindátt er yfirleitt mjög stöðug á þessum slóðum,“ sagði hann. „Á Svalbarða stendur norðanáttin til dæmis sjaldnast skemur en hálfan mánuð í senn. Það mundi nægja til að bera loftbelginn örugglega yfir Norðurheimsskautið til Alaska.“ „En hvernig getur belgurinn haldizt svo lengi á lofti?“ spurðu þeir, sem fróðastir voru á þessu sviði. Og André lét ekki á svari standa. „Yfir sumarið eru allar aðstæð- ur hinar ákjósanlegustu. Vegna þess að þá skin þarna sól dag og • • • • VIKAN 34. tbl. — rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.