Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 9
eitt er kenning-annad reynd Hann var illa upplagður á morgnana og lítil bók með grænni kápu var orsök- in til þess. En konan hans, hin verðandi móðir, varð hraustlegri og hraustlegri með hverjum deginum — SMÁSAGA EFTUR MARIE JOSEPH. David hafði gert sér það ljóst allt frá byrjun, að Megan var frábrugðin öðrum stúlkum. f þau þrjú ár, sem hann hafði þekkt hana, hafði hún aðhyllzt skoðanir grasætumanna og fríhyggju- manna, kynnt sér andatrú og velt því fyrir sér að taka Búddha- trú. Einu sinni hafði hún af einskærri meðaumkun verið að því komin að gefa allan sinn fatnað, og var það svar hennar við þeirri áskorun að styrkia fátækar konur. Megan var eins ljós yfirlitum eins og David var dökkur; hún var eins fíngerð eins og hann var stór. David þótti mikið til um að lesa verk Tennysons, því að í þeim fannst honum hann heyra orðin syngja. Hann elskaði tónlist eins og „Pathetique“ Tschaikovskys, því að slíkt kom hjarta hans og tilfinningum til að hefjast til stjarnanna. Megan sagði, að Tennyson væri fullkomlega fornnorrænn og gaf Tschaikovsky þau ummæli að verk hans væru músíklaus hávaði. Sjálf las hún verki eftir John Betjman, og einasta tón- listin, sem hún yfirleitt hafði áhuga á, var djass. Eldheitur, auð- vitað! Ur því að þau voru svona algjörar andstæður, myndi maður varla hafa trúað því, að þau yrðu ástfangin hvort í öðru. En kvöld eitt, þegar þau gengu heim á leið og himinninn var stjörnubjart- ur, stönzuðu þau bæði skyndilega. David hafði strokið með fing- urgómunum yfir kinn Megans. Hann hafði kysst hana á undr- andi og uppvísandi munninn. Kossinn, sem hafði verið ætlaður sem vináttutákn, kom þeim báðum til að skjálfa, og þau urðu ringluð af þeirri ástríðu, sem greip þau bæði. Núkvæmlega þrem mánuðum eftir þennan koss gengu þau í heilagt hjónaband. Megan helgaði sig þegar algjörlega sínu nýja hlutverki sem eiginkona Davids, og starf hennar var óaðfinnanlegt. Dag nokkurn fann Megan nokkuð, þar sem hún yfirfór gamlan bókarstafla. Það var bók í grænni kápu, skrifuð af amerískum lækni, sérfræðingi í einhverju, og fyrsti kaflinn sagði einfaldlega frá því, að hugarástandið væri undirstaða líkamlegs heilbrigðis . . . Saina kvöldið las Megan kafla úr bókinni upphátt fyrir David. -— Enginn, útskýrði hún alvarleg, — enginn ætti að þurfa að vera sjúkur. Allir sjúkdómar stafa af röngum hugsanagangi, röngum lifnaðarháttum og rangri afstöðu til lífsins og vandamála þess. Jákvæður hugsanagangur er bezti læknirinn. Hugsið upp á við ... ekki niður ... og líkaminn svarar með því að vera fullkom- lega heilbrigður. Grá augu Megans glóðu og ljóst hár hennar þyrlaðist um lítið og svipmikið andlitið. David andvarpaði: Líkami hans varð mátt- laus af viðkvæmni, á meðan hann hlustaði á tæra rödd hennar. — Það er táknrænt að ég skuli hafa fundið þessa bók í dag. Því ... David ... ástin mín, ég held, að ég eigi von á borni. David sat grafkyrr. Hann skynjaði kolahljóðið í eldstónni, bíla- hljóð að utan og tifið í klukkunni á hillunni. Síðan tók hann Framhald á bls. 36 VIKAN 34. tbl. — ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.