Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 10
 i I ■ $ f Wmwím ■ i \ ; ' .. 'i /’■ m Wmwm HANN HEFUR ÞREK A RORÐ VIÐ TVITUGAN MANN JQ — VIKAN 34. tbl. Fyrir rúmlega ári, gekkst Vikan fyrir þrekprófun á nokkrum mönnum úr ýmsum starfsgreinum. Benedikt Jakobsson, íþróttakennari, framkvæmdi þessa prófun og vakti hún mikla athygli, ekki hvað sízt vegna þess, að þessir menn reyndust vera í meira lagi þreklitlir. Nýlega sáum við í sænsku blaði árangur af samskonar þrekprófun, sem þar hafði farið fram. Mæld var súrefnisupptaka líkamans við ákveðið erfiði. Að því búnu er hægt að finna út hinn raunverulega, líkamlega aldur. Það getur verið að tvítugur maður hafi aðeins þrek á borð við það, sem eðlilegt má kalla um sextugt. Útkoman hjá Svíun- um varð miklu betri en hér. Menn reyndust yfirleitt hafa þrek á borð við þann aldur, sem þeir stóðu á. Flesta vantaði þó aðeins uppá bað. Svo settist einn 45 ára gamall maður á hjólið. Hann var mjög venjulegur í útliti, fremur hávaxinn, en talsvert farinn að fitna. Og viti menn; hann reyndist standa á tví- tugu líkamlega, það er, hafa eðlilegt þrek tvítugs manns. Þessi maður var Gunder Hágg, hinn heimsfrægi og frábæri sænski hlaupari. Hann var dæmdur frá keppni ævi- langt árið 1944, vegna þess að hann hafði brotið áhugamannareglurnar. Hann steinhætti að hlaupa og æfa litlu seinna og hefur ekki hreyft sig að kalla í 16 ár. Þetta dæmi sýnir ljósar en margt annað, hversu lengi menn búa að góðri æfingu. Maður, sem kominn er í mjög góða líkamlega þjálfun, býr að henni áratugum saman. Og með ótrúlega lítilli æfingu, er hægt að halda sæmilegri þjálfun við. Jafnvel þótt menn gildni ofurlítið um miðjuna, eins og Gunder Hágg virðist hafa gert, þá heldur þrekið áfram að búa í vöðvum og sinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.