Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 15
HÚS FRÁ GRUNNI 2. ÁFANGI Nú er hálfur mánuður liðinn síðan Vikan byrjaði að fylgjast með byggingu einbýlishúss i Garðahreppi. Við sögðum frá því, hvernig hjónin, sem byggja hús- ið, Haukur Sævaldsson og Bára Þórarinsdóttir, fengu lóðina. Við sögðum frá byrjunarframkvæmd- um, mælingu og greftri. Á þessum tveim vikum, sem liðnar eru, hefur ýmislegt gerzt. Og það hefur verið argsamt hjá húsbyggjandanum, Hauki verk- fræðingi. Það kemur víst engum á óvart, sem staðið hefur í bygg- ingu. Það samdist svo um, að Hauk- ur sikyldi sjálfur útvega timbur í mótauppslátt. Byggingameistar- inn áætlaði, að hann þyrfti 20 þúsund fet af 1x6 tomniu og 5 þúsund fet af 1x4 tommu i uppi- stöður. Auk þess mundi þurfa 80 kg. af nöglum strax og líklega 200 kg. af nöglum siðar. Líka þurfti vinnuskúr á staðinn og það strax. Hauki geklc illa að útvega timbrið, Þó keypti hann hluta þess notaðan, liluta þess í Bygg- ingavöruverzluninni Björk og að lokum fékk hann það, sem á vant- aði í Byggingavöruverzlun Kópa- vogs. Engan vinnuskúr gat hann fengið hér um slóðir og það gat heldur enginn tekið að sér að smíða hann. En Haukur er kunn- ugur i Slippnum 1 Njarðvíkum suður og þeir smíðuðu vinnuskúr- inn fyrir hann. Haukur fékk vöru- bil og flutti skúrinn á honum. Lika flutti hann timbrið á stað- inn. Nú þurfti sérstalka teikningu af grunni hússins og sökklum. Þar hafði Haukur góða aðstöðu, því hann gat einfaldlega gert þá teikningu sjálfur. Ekki er hægt að gera neitt, fyrr en gert liefur verið ráð fyrir skolplögn, vatns- lögn og rafmagnsinntaki. Þá var allt tilbúið fyrir móta- uppslátt aðeins var eftir að jafna með skóflum fyrir mótin. Það gerði Haukur sjálfur ásamt mönn- um frá Einari byggingarmeistara. Það voru oftast þrir og fjórir menn í uppslættinum og þeirslógu upp fyrir sökklum hússins á sex vinnudögum. Sökklarnir voru hafðir 1,30 m á liæð. Þegar búið var að slá upp fyrir Framhald á bls. 50. Hér hefur verið grafið fyrir sökklum, jafnað með skóflum fyrir veggjum, snúrur strengdar og allt gert klárt fyrir mótauppslátt. Húseigandinn lét byggja vinnuskúrinn suður í Njarðvíkum og flutti hann á staðinn ásamt timbrinu, sem sést á myndinni. ' Byggingameistarinn taldi, að þurfa mundi 50 þúsund fet af mótatimbri fyrir utan 15 þús- und fet í uppistöður. Þar að auki 2—300 kg. af nöglum. Hér er uppslátturinn fyrir sökklunum kominn vel á veg og búið er að draga að stein- rör í skolplögn. Hörður Þórhallsson er að byrja að slá upp fyrir sökkl- um hússins. Mótauppslætti fyrir sökklana var lokið á sex vinnudögum. Næsti áfangi er að fá ýtu til að jafna að mótunum fyrir steypubílana.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.