Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 16
Havana, annars verður þú clrepiri Enginn af starfsmönnum flugfélagsins tók það alvarlega, ‘þegar l>að heyrSist aS Kelly kaldi væri búinn aS fá nóg — hefSi ákveðið að setjast í helgan stein. Þvaður, ,jkaldur“ var ekki nema fimmtíu og eins! Hann hafði verið hjá flugfélaginu síðan stríðinu lauk og var einn af elztu flug- mönnum þess. Hafði ahlrei orðið fyrir neinu óhappi eða slysi. Hafði flogið í þijá áratugi og Hklegur til að ge-ta flogið í einn áratug enn að öllu forfallalausu. ,4’essi gamli krummi verður enn á lofti þegar við verðum komnir í mjólkurflutn- inga til tunglsins“, varð Lee Strange, ein- um af yngstu flugmönnun félagsins aS orði, og leyndi sér ekki beiskjan í rödd- inni, „en ég verð enn i hægra sætinu! Hvers vegna hætta þessir gömlu skarfar ekki og lofa okkur yngri mönnunum að komast að?“ Hann mælti orð þessi við annan af flugmönnum félagsins, nokkurn veginn jafnaldra sinn. þegar þeir gengu inn í afgreiðslusalinn, og hvorugur veitti því athygli, að Kelly stóð þar úti í horni og hlaut að heyra samtal þeirra. „Það gera þeir aldred“, svaraði hinn flugmaðurinn léttur í máli. „Ekki fyrr en þeir eru orðnir svo ellihrumir, að þeir verða að fara beint í ruggustólinn". „Ellimörkin eru strax farin að segja til sín“, sagði Lee hvatskeytislega. Hann var ekki nema tuttugu og fjcigurra ára; frá hans sjónarmiði skoðað var ekki svo ýkjamikill munur á fimmtugum manni og hundrað ára. „En þú þarft ekki að láta þér til hugar koma að hann fari nokkurn tíma í ruggustólinn, lagsmaður. Hann fer beint niður og tekur áhöfnina og far- þejrana með sér, skal ég segja þér. Og þess verður skemmra að híða en nokkurn grunar.“ „Ekki er ég svo viss um það,“ varð hinum að orði. „Ég hef flogið með hon- um sem aðstoðarflugmaður, og það oftar en einu sinni. Það eru ekki taugar til í hans skrokki, það get ég sagt þér. Ef væng- urinn færi af vélinni, mætti trúa honum til þess að stökkva fyrir horð, hlaupa með vélinni og lialda henni á réttum kili með öxlinni. Hann er svalur enn, liann Kelly kaldi.“ „Einmitt það?“ hreytti Lee út úr sér. „Jæja, ég hef flogið með honum sem að- stoðarflugmaSur líka, og ég er anzi hræddur um að taugakerfið hafi farið í baklás, þegar orrústuþotan stefndi beint inn í hliðina á okkur, þegar við komum inn yfir ströndina. Jú, sá hinn frægi Kelly kaldi varð miður sín af skelfingu —- sat eins og stjarfur við stjórntækin!“ „Hver fjandinn! Gafstu skýrslu um það?“ „Nei. Hvernig hefði ég átt að sanna það? Hann gaf ekki ncina skýrslu um það sjálfur, svo að framburður minn hefði staðið gegn hans — og hvað hefði ég haft upp úr þvi? En þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða að ég fái sannanir, sem ekki verða vefengdar, og þú getur hengt þig upp á það, að þá skal ekki standa á mér. Kannski það verði strax í kvöld.“ „Flýgur þú með honum?“ „Já.“ Lee Strange kinkaði kolli, þungur á brúnina. „Aðstoðarflugmaðurinn hans er eitthvað lasinn. Mér var skipað að hlaupa í skarðið.“ Evan Kelly, sem gekk undir nafninu „Kelly kaldi“, stóð enn úti í horni og reykti vindil sinn. Honum var það sjálf- um fyllilega ljóst, að Lee Strange hafði lög að mæla. Honum var bezt að hætta áður en það var um seinan. Hann var orðinn hræddur við að fljúga. Hann komst að visu ekki hjá því að fljúga vélinni 314 til Tampa í kvöld, samkvæmt áætlun, en að því búnu var hann staSráSinn í að hætta fyrir fullt og allt. Hafði medra aS segja ákveSið það, áður en hann varð heyrnarvitni að samtali ungu flugmann- anna tveggja, sem varð honum því eins- konar staðfesting þeirrar ákvörðunar. Kl. 2:25:10 síðd. Það var hálfrar klukkustundár flug eftir til Tampa, þegar til atburða dró. Flugvél 314 var með fjögurra manna áhöfn og fimmtíu og sjö farþega innan- borðs, og voru flestir þeirra flugliðar á heimleið úr sumarleyfi. Kelly sat undir stýri. Þrumuveður geysaði yfir flóanum suður undan, og Kelly hafði tekið sjálf- stýritækin úr sambandi og tekið stjórn- ina i sínar hendur, þegar vélin nálgaðist útjaðra óveðursvæðisins. Lee Strange sat til hægri við liann, í sæti aðstoðarflugmannsins. Mark Bender, vélstjórinn, var í sínum stað i vélstjórnar- klefanum, en Mary Burke, flugþernan, var Jg — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.