Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 17
Æsileg saga aí viðureign við bófa í áætlunar- flugvél Eftir William Chamberlain á stundinni stödd inni í áhafnarklefanum og tók til kaffi handa þeim þremenningum. Hún sá það út undan sér, að dyrnar að áhafnarrýminu voru opnaSar og há- vaxinn maSur í einkennisbúningi flugliSs- foringja stóS á þröskuldinum. Án þess að' lita um öxl, sagSi hún: „Ég bSi ySur af- sökunar, en farþegum er ekki leyfSur aSg'anrvur, nema . . .“ í sömu svifum var þvi sem hvislaS aS henni, aS þarna væri ekki ailt meS felldu, og um leiS og há- vaxni maSurinn steig inn fyrir þröskuld- inn veitti hún því athygli, aS hæSi ein- kennisjakkinn og buxurnar voru honum alltof stuttar og aS hann hélt á skamm- hyssu í hendinni. Á hak viS hann stóS iág- vaxinn náungi, sem einnig hafSi byssu í höndum. „Taktu þessu rólega, systir,“ sagSi há- vaxni maSurinn, „og komdu hingaS fram fyrir, svo aS þú verSir ekki fyrir neinu hnjaski.“ Nú skyldi María allt i einu hvaS um var aS vera. Án þess aS hún trySi því fyllilega sjálf, hugsaSi hún meS sér: „ÞaS er veriS aS ræna flugvélinni. Okkur hefur veriS rænt . . .“ Um leiS hrópaSi hún: „Kell5r . . . Kelly . . .“ En þó aS hrópin létu hátt í hennar eijvin eyrum, drukknuSu þau í gný hreyflanna. „Þá verSur, því miSur ekki hjá því komizt,“ mælti hávaxni náunginn afsak- andi. Um leiS brá hann hendinni leiftursnöggt og lauzt Maríu hart viS gagnaugaS meS byssuskeftinu — klofaSi síSan yfir hana, þar sem hún lá meSvitundarlaus á gólf- inu. Mark Bcnder laut yfir mælitækin; fann þaS einhvernveginn á sér, en þó ekki fyrr en andrá of seint, að einhver hætta var á ferSum, rétti úr sér og leit um öxl. Hann reyndi aS bera hönd fyrir höggið, en skammbyssuskeftiS skall á höfSi hans, rétt fyrir aftan eyrað, svo hart aS blóSið spýttist út um brostinn hársvörðinn um leiS og hann hneig niSur . . . Kl. 2:25:26 síðd. ' Hávaxni maSurinn þrýsti köldu byssu- hlaupinu að hálsi Kellys, rétt fyrir neð- an hnakkagrófina. „Vertu rólegur, kunn- ingi,“ sagði hann, næstum þvi vingjarn- lega. „Þið verðið rólegir, báðir tveir. Það er ekki af þvi, aS ég sjái eftir blýinu, lieldur þarf ég á ykkur að halda til að sigla skútunni lil Havanna, skiljiS þiS . .“ Sá lágvaxni, sem var nú kominn inn i áhafnarklefann, skellti liurSinni að stöf- um og læsti henni með einhverju málm- áhaldi, sem hann dró upp úr vasa sínum. Þvi næst laut hann aS Maríu, tók hana upp af gólfinu, rétt eins og um einhvern dauSan hlut væri aS ræSa, og varpaSi henni upp á lægri svefnbálkinn. AS því búnu dró hann Mark Bender úr sætinu, yfir þvert gólfið svo aS blóSrákin lá eftir. Regnið buldi á framrúðum flugvélarinn- ar, sem skall til, um leiS og hún nálgaSist óveðurssvæSiS. Ósjálfrátt hafði Kelly gripið hljóSnem- ann til aS ná sambandi viS flugturninn í Tampa. Byssuhlaupinu var þrýst fast- ara aS hálsi hans og rödd hávaxna manns- ins varð eilitið hranaleg. „Láttu þetta ógert, kunningi, viS töp- um allir jafnt á því,“ sagSi liann. Nú tekurSu stefnuna beint til Havanna, og þá verSur samkomulagiS eins gott og hugsazt getur.“ A3 svo mæltu sneri liann sér að félaga sinum, lágvaxna mannin- um. „Gaztu læst hurðinni, Joe?“ „Já,“ svaraSi Joe aftur i áhafnarklef- anum, og Kelly veitti því athygli aS hann talaði öllu hærra en honum lá rórnur til og nokkurrar taugaspennu íiætti í radd- hreimnum. „Hurðin er lokuð og læst. HvaS á ég aS gera viS þessi skötuhjú, sem þú rotaðir, Morelli?“ „Þú skalt binda þau,“ svaraSi hávaxni maðurinn, Morelli. Kelly hvarflaSi augum um mælaborSið og reiðin sauS í honum. Hann hleypti brúnum og drættirnir á andliti hans dýpkuSu og hörnuðu. Svo aS þeir liöfSu rotað þau, Maríu og Mark, þessir bölv- aðir fantar. Já, einmitt það! Um leiS varS honum hugsaS til farþeganna fimmtiu og sjö, og þessi kaldi þrimill, sem hann liafði fundiS til undir bringspölunum sið- astliðna tvo mánuði, olli honum aukn- um óþægindum. ÞaS kom á hann dálítið hik, en þaS hafði hann ekki vitað hvað var fyrr en nú aS undanförnu, og um leið varð liann undarlega þurr i kverk- unum. Hann leit til liliðar og niður fyrir sig og um leiS sá hann aS huxurnar, sem sá einkennisklæddi var i, náðu ekki nema ofan á öklann. í einhverri hliðargötu í einhverri Texasborginni, liugsaSi hann með sér, láu tveir ungir flugliðsforingj- ar rotaðir og bundnir á nærklæSunum eeinum saman, en einkennisbúningar þeirra höfðu gert þessum bófum auðvelt fyrir að komast um borð í vélina meS marghleypurnar við belti sér. „Við höfum ekki nóg bensin til að kom- ast til Havanna," heyrði hann sjálfan sig segja, og honum til mikillar undrunar var röddin róleg og sannfærandi. ,,0g ég er með farþega um borð, sem ég kæri mig ekki um að drekkja í Mexikóflóanum.“ „Þér er þýSingarlaust að vera aS þvaðra um bensínleysi kunningi,“ sagði Morelli hranalega. „Ég veit eins vel og þú að vélin er með varageyma. Taktu stefnuna á Havanna, strax og orðalaust!“ „Það er óveðurssvæSi yfir Mexikófló- anum,“ svaraði Kelly þvermóðskulega. „Þrumur og eldingar. Ef við reynum að fljúga þar í gegn, er eins vist að væne;- irnir fari. Ef við krækjum fyrir óveðrið, jirýtur bensiniS. Hvorn kostinn, sem við tökum, verðum við jafnilla settir.“ „Þú verður afgreiddur samstundis, ef þú breytir ekki um stefnu,“ sagði Morelli, og fólskan í röddinni sannaði, að honum var full alvara. „Ég þori að fullyrða, að aðstoðarflugmaðurinn maldar ekki í mó- inn, þegar hann sér heilann spýtast út úr hausnum á þér . . . HvaS segirSu um það, ungi maður?“ Kelly skotraði augunum til Lee Strange. Lee sat eins og stjarfur í sæti sínu, bærði varirnar, en kom ekki upp neinu orði, starði framundan sér eins og svefngeng- ill, en svitinn rann í stríSum straumum niður enni hans og vanga. Einu sinni hafði hann séð annan aðstoðarflugmann sitja við hlið sér öldungis eins ásýndum. Það var einmitt svipur hans, sem siðan hafði livað eftir annað ásótt hann i mar- traSardraumuin að undanförnu, sótt aS honum svo harkalega, að hann hrökk upp af svefnlyfjadáinu. Lee bærði enn varirnar í sífellu, og loks lieyrSist í honum, og röddin var hás og gargkennd. „ÞaS er bezt að hlýðnast skipun hans,“ sagði hann biðjandi. „Við eigum ekki um annað að velja.“ „ASstoSarflugmaSurinn er ekki svo vit- laus,“ urraði Morelli og þrýsti hlaupinu enn í hnakkagróf Kellys. „Breyttu stefn- unni, eða ég hleypi af . . .“ Efinn sótti á Kelly, enn sterkari en fyrr. Hann átti ekki neinnar hjálpar að vænta frá aðstoðarflugmanni sinum. Þegar bófinn hefur rotað mig eða drepið, gerir strákurinn það, sem þeir skipa honum, hugsaði Kclly. Og einhvers staðar þarna inni á óveSurssvæðinu, mundi bensínið þrjóta og vélin steypast í sjóinn. Þar mcð voru ífarþegarnir dauðadæmdir. Sæti Kelly sjálfur undir stýri, og tækist með ein- hverjum hörkubrögðum, eða sinni venju- legu heppni að lenda í Havanna, var ekk- ert liklegra en að þeir yrðu allir settir í fangelsi — að minnsta kosti þeir, sem voru i einkennisbúningi, og síðan yrði hrópaS og æpt um undirbúna innrás! „Þú þarft á flugvélinni að lialda“, heyrði Kelly sjálfan sig segja. „Þér stendur á sama um farþegana, er ekki svo? Leyfðu mér þá að lenda í Tampa, þar sem þeir fara úr vélinni, og um leið get ég tekið þar benzín. Síðan flýg ég ykkur til Hav- anna“. Kelly fann að skammbyssuhlaupið var tekið úr hnakkagróf hans, en i sömu and- rá var hann lostinn svo hart aftan við gagnaugað, að honum sortnaði fyrir aug- um og sem snöggvast sljóvgaðist tilfinn- ingin í höndum háns á stýrinu, svo að fíugvélin tók dýfu. „Heyrðu mig nú, kunningi“, sagði Mor- Framhald á bls. 33. VIKAN 34. tbl. — JY

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.