Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 21
HOLLRÁD hefur ordið Sé settur heitur matur inn í ísskápinn, þarf að þíða hann oftar en ella. Það er gufan af matnum, sem þá myndar klakann. Það er heiliaráð að hafa hjá sér tímaglas, þegar tal- að er í landssímann. Það kemur manni alltaf jafn- mikið á óvart, þegar kallað er viðtalsbil, og þá er eftir að kveðja og þvílíkt. Sé haft auga með tímaglasinu, er hægt að fylgjast með hvenær þrjár mínúturnar fara að taka endi. Grænmeti, sem farið er að linast, er hægt að gera stinnt aftur með því að láta það liggja í vatni með svo- litlu ediki eða sítrónusafa í klukkutíma. HUGSIÐ VEL UM FŒTURNA Oft er það fyrst á sumrin, þegar konur fara að ganga í sandöl- um eða berfættar á bað- ströndinni, að þær fara að gefa útliti fótanna gaum. Það er auð- vitað skiljanlegt og sjálfsagt og mikið er hægt að gera til þess að laga ýmsa galla, þótt ekki sé byrjað fyrr, en í rauninni er ekki nóg að hugsa aðeins vel um fæturna á sumrin. Allan ársins hring verður að hirða þá vel, ekki að- eins til þess að þeir verði fallegir í opnum skóm, heldur líka til að losna við margvísleg ó- þægindi frá þeim. Fátt er jafn þreytandi og sárir og þreyttir fætur. Það þarf nú varla að taka það fram, að góðir og þægilegir skór eru eitt aðalatriðið til þess að halda fótunum heil- brigðum, en sokkar þurfa líka að vera nógu stórir, því að þótt þeir séu þunnir og virðist ekki veita mikið aðhald, geta þeir kreppt furðu- mikið að fótunum. Séu skór með örmjóum tám notaðir, eru þeir alltaf teknir það stórir, að tá- in á skónum sé öll fyrir framan fótinn. Annað mikilsvert at- riði er hreinlætið, og má segja að það sé und- irstaða allrar fóthirðu. Sokka á að þvo á hverju kvöldi (eykur líka endingu sokkanna). Fótabað á hverjum degi ætti að vera sjálfsagt, og er það ekki að- eins hreinlætisins vegna, heldur leysir það upp harða húð á fótum og styrkir þá. Ef fæturnir eru mjög þreyttir, virð- ist vel heitt bað vera bezta meðalið, en dag- legt fótabað á ekki að vera mjög heitt. Það þurrkar húðina um of og gerir hana svamp- kennda. Volgt bað með fótabaðsalti í 20 mínút- ur þegar nægur tími er fyrir hendi, styttri tíma þegar svo stendur á, er ótrúlega gott fyrir alla fætur, hvort sem þeir eru þreyttir eða ekki. Þar til gert baðsalt inniheldur súrefni og opnar svitaholurnar, hreinsar húðina og leys- ir upp harða húð. Ef það er ekki til, má nota 2 matsk. af sódaívenju- legt fat. Þegar hreinsa á dauða húð í burtu er það gert strax eftir bað- ið, en þurfi þess ekki, er mjög styrkjandi að fara í kalt fótabað eftir það volga og helzt nokkrum sinnum á víxl í heitt og kalt vatn. Eftir baðið á að þerra fæturna mjög vel. Þeg- ar húðin er alveg þurr á að slípa harða húð af með þjöl, annaðhvort úr málmi eða pappír. Sé málmþjöl notuð má hún ekki vera of gróf eða beitt, því að þótt Framhald á bls. 40. 1. Liggið á bakinu og teygið úr fótun- um með beinum hnjám. Beygið ristina fram á við og teygið síðan úr henni eins og hægt er. 2. Setjizt íraman á með fætur á gólfinu og réttið úr tánum og beygið þær á víxl. Sumir hafa litlar perlur, sem þeir taka upp með tánum, við þessa æfingu. 3. Standið með þungann utan á fæt- inum. 4. Standið á blátám. 5. Leggizt aftur upp i rúmið og slappið af á þennan hátt. 6. Standið upp og hafið fæturna beina fram. ■srr Nokkrar fóíaæfingar, sem heppilegt er að gera um leið og farið er framúr 7. Færið allan þungann yfir á hælinn og reynið að standa þannig litla stund. 8. Standið svo í allan fótinn. 9. Leggizt aftur í rúmið og teygið úr fætinum og teiknið hringi í loftið með tánum. 10. Slappið svo aftur af. l-'W.H.-.i.1.’.ÍW' VIKAN 34. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.