Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 23
\ Andlit hans var fölt, og þakið skeggi. Hann sagði dauflega: Það er hlóð í haðherbergjnu. Ég var að raka mig, og skar mig. þess að hún var dóttir Marks. Hann grunaði Mark um að hafa drepið konu sína, og þóttist vera ástfanginn í dótturinni, til þess að komast nær honum. Hann hefði ábyggilega ekki komið til baka frá Mexico með morðkæru hangandi yfir sér, nema því að- eins að hann héldi, að hann gæti hreinsað sig af gruninum.“ „Hvað skeði þá í bústaðnum?“ „Hann hefur sennilega orðið óþolinmóður, og gloprað út úr sér við Harriet, að hann héldi að faðir hennar hefði myrt Dollv. Það hefur hún ekki þolað. Þetta hefur algerlega eyðilagt mynd- ina, sem hún vildi hafa af föð- ur sínum. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir hana, að fá það líka beint í andlitið, að Champion hafi aðeins verið að nota hana sem skálkaskjól til þess að graf- ast fyrir um morðið á konu sinni. Þau rifust, ofsalega. Hún kiór- aði hann í framan, en fékk í stað- inn högg á höfuðið, einhvern- veginn datt hatturinn hennar í vatnið. Hún getur ekki hafa ver- ið hættulega særð, — hún var allavega fær um að aka til Malibu — en Champion vissi það ekki. Ef dæma má eftir háttalagi hans þegar við yfirheyrðum hann, þá held ég að hann hafi ímyndað sér, að hann hafi drep- ið hana, eða að minnsta kosti sært hana mikið.“ „En ók hún sjálf frá Tahoe til Malibu?“ „Bersýnilega. Það tók hana rúmar 24 klst. Kannski lét hún líta á höfuðsár sitt á leiðinni. Hún kom til strandbústaðarins snemma í gærmorgun og hringdi í föður sinn. Ef til vill ákærði hún hann um morð í gegn um símann, eða gaf honum tækifæri til þess að neita því. Hann sagði yður, að hann ætlaði til Tahoe- vatnsins, til þess að villa yður sýn. Síðan fór hann til strand- bústaðarins og myrti hana. Hann bar lík hennar niður í flæðar- málið, og lét flóðið um að bera hana frá landi. En hann hafði myrt einu sinni of oft. Það blæddi úr þessari dúkku. Það var blóð dóttur hans, raunverulegt blóð.“ Allt of raunverulegt. Þefurinn af því var enn í nösum mínum, eins og af gerjaðri saft. Ég fór í flugvél til Redwood City. Champion hafði verið fluttur úr sjúkrahúsinu í héraðs- fangelsið í San Mateo. Hann vildi enn ekki segja neitt, frétti ég hjá Royal lögregluforingja. Ég fékk leyfi til þess að tala við hann einan í heimsóknarherberginu. Champion sneri baki í dyrnar. Hann heilsaði ekki, né kinkaði kolli. Hann var fölur og tekinn eftir langar nætur í fangelsinu. Ég sagði: „Hvernig hefurðu það, Bruce?“ „Er það nú bara Bruce.“ Hann gretti sig. „Síðan hvenær urðum við dús?“ „Mark Blackwell hefur játað á sig morðið á Dolly. Var Royal búinn að segja þér það?“ „Hann sagði mér það. Hún kom heldur seint sú játning.“ „Sérstaklega þó fyrir Harriet," sagði ég. „Ef þú hefðir sagt okk- ur sannleikann á sjúkrahúsinu um daginn, þá gæti verið, að Harriet væri enn á lífi. Þú lézt okkur halda að hún væri dáin, og að þú hefðir drekkt henni.“ „Ég gat ekki sannað, að svo væri ekki. Ég hélt, að hún hefði drukknað. Hún slapp frá mér í myrkrinu. Ég reyndi að stöðva hana, en ég er ekki góður sund- maður. tlún varð alveg viti sínu fjær af reiði eða sorg, eða hvort tveggja, þegar ég sagði henni, að ég héldi, að faðir hennar hefði myrt Dolly. Hún rauk á mig, klórandi og argandi. Ég varð að slá hana, til þess að ná henni af mér. Áður en ég gat áttað mig á hvað var að ske, rauk hún út, og niður að vatninu. Ég stakk mér á eftir henni, en þá var hún horfin. Ég er hræddur um að þá hafi skelfingin gripið mig helgreipum.“ Alls konar tilfinningar lýstu sér í andliti hans. Meðaumkvun, eftirsjá, sjálfsóbeit. „Ég virðist aðeins vera góður í hugarheiminum. Hvenær sem ég reyni að gera eitthvað í hin- um raunverulega heimi, þá fer allt í bál og brand. Aðeins einu sinni — ein stúlka — þá virtist mér ég geta aðlagað mig raun- veruleikanum.“ „Anne Castle?" Hann leit á mig með undrun í svipnum. „Hver sagði þér frá henni?“ „Hún gerði það sjálf. Ég var í Ajijic fyrir nokkrum dögum. Hún talaði um þig af mikilli ástúð.“ „Jæja,“ sagði hann. „Það er tilbreyting að heyra þetta. Hvernig líður henni?“ „Henni liði sennilega vel, ef hún hefði ekki svona miklar á- hyggjur af þér. Hún hefur ekki á heilli sér tekið síðan þú stakkst af með Harriet. Það minnsta, sem þú getur gert, er að skrifa henni." Hann sat, hljóður. Ég held, að hann hafi verið að semja bréf- ið í huganum. „Ef þér þótti svona vænt um Anne, hvers vegna fórstu þá með Harriet?“ „Ég var þegar bundinn af lof- orði.“ Hann virtist enn vera að rýna sjálfan sig niður í kjölinn. „Ég er ekki alveg með.“ „Ég kynntist Harriet ekki í Mexico, eins og þú virðist halda. Ég hitti hana hér í mínu eigin húsi, í Redwood City, nokkrum vikum áður en ég fór til Mexico. Hún kom að hitta Dolly og barn- ið. Hún og Dolly voru gamlar vinkonur. En Dolly var ekki heima þennan eftirmiðdag. Hún hafði farið með barnið í læknis- skoðun. Harriet stóð og horfði á mig mála. Hún var áhugamál- ari sjálf, og var alveg yfir sig hrifin af því, sem ég var að gera. Hún var mjög áhrifagjörn." „Og hvað svo?“ „Nú, hún féll fyrir mér, og ég féll líka. Ekki fyrir Harriet, heldur fyrir framtíðinni, sem ég Framhald á bls. 49. VIKAN 34. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.