Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 24
HIÐ LJUFA LÍF BREZKA AÐALSINS ENDURMM Ungfrú Christine Keeler gerði sér yfirieitt ekki mannamun og gekkst ekki upp við titla, að því er hún hefur sagt. Þess vegna voru jafnt í kunningjahópi henn- ar snauðir Vestur-Indíumenn, forskrúfaður lýður úr Soho, frægur læknir, slyng- ur diplomat og faglærður njósnari og loks sjálfur hermálaráðherra hennar hátignar. En njósnarinn var „sannur karlmaður“ og hermálaráðherrann „mjög þægilegur maður“ og þá var Christine Keeler sama, hvaða stöður þeir skipuðu í þjóðfélaginu. En nektarsundið í Chliveden og partíin hjá Ward urðu ekki einkamál þessa fólks; þar kom kalda stríðið til sögunnar. Sjálfur hermálaráð- herrann gat hafa stofnað öryggi landsins í hættu. Hér birtist fyrsti hluti end- urminninga ungfrúarinnar, sem er sú eina, sem sleppur heilskinnuð úr ævin- týrinu með vafasama heimsfrægð að launum og gnægð fjár fyrir kvikmynd og endurminningar. Þetta eru hjónin John Dennis Profumo og Valerie Hobson. Hann er 48 ára, var nýlega orðinn hermálaráðherra og hafði í árslaun kr 700.000. Hann er af ítölsk- um aðalsættum og hefur rétt til að kalla sig barón. John Dennis (Jack) nam við Harrow og Oxford. Var um tíma yngsti þingmaður Englands. Kvæntist 1954 Valerie Hobson. Þau eiga einn son, David. Aðalhobby: Hundasport. Valerie, kona hans er 46 ára, kvikmynda- og leikhússtjarna síðan hún var 15 ára. Var gift kvikmyndaframleiðanda og á með honum tvo syni. 24 — VIKAN 34. tbl. Þegar ég fyrst hitti Jack Profumo var hann íldæddur smoking. Ég var sjálf umsveipuð hand- þurrku einni saman. Hár mitt liékk rennblautt Hm herðar mér, og vatnið draup af mér allri. Og ég varð mjög undrandi — um stundarsakir. Þessi sérstæðá júlínótt árið 1961 var mjög ó- venjuleg sem ensk sumarnótt. Hún var bæði heit og rök. Ég hafði verið á skemmtistað inni í London með ungum manni. Ég man ekki einu sinni hvað hann heitir. Ég hafði farið inn á skemmtistað- inn um það bil einni ldukkustund áður en ég átti heimboð til vinar míns, doktors Stephen Ward, sem bjó um þessa helgi í sumarbústað sínum í landareign Astors lávarðar við Cliveden í Buckinghamshire. Einhvern vegin æxlaðist það þannig, að ég ákvað að taka unga manninn með mér til Stephen, og við héldum af stað. Á strætisvagnabiðstöð tók ég unga stúlku upp í bílinn. Ég stöðvaði bara bil- inn og spurði hana hvort hún vildí ekki fá far með okkur. Og þegar við ókum áfram, spurði ég hana Iivort hún liefði nokkuð á mótí því að koma með í smá gleðskap. Hún tók því með þökkum, og slóst i fiirina. Þegar við komum til sumarbústaðarins, var þar fyrst ekkcrt um að vera. Doktor Stephen Ward var þar einsumall. En það gerði ekfeert til. Við röbbuðum saman um daginn og veginn, og dreypt- um á nokkrum drykkjum. En sumarnóttin var alveg dásamleg. Skamrnt frá sáum við glampa »á sundlaug Astors lávarðar í tunglsljósinu. Laiigin var ómótstæðilega freistandi. Því var þar með sícgið föstu að fara í miðnætur- sund. Það skipti engu rnáli þótt við hefðum engin sundföt meðferðis. Bill Astor lét alltaf sundföt hanga úti í laugarldefunum til þess að vera búinn undir óvænta sundgesti. Það var enginn nálægur þegar ég stakk mér í laugina. Ég hreint og beint elska að synda. Síðan ég var smástelpa, hefur alltaf verið tekið til þess

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.