Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 29
Það er um að gera að nota grænmetið vel þann stutta tíma, sem nóg er af því. Bezt er auðvitað að borða það hrátt, því að þá glatast ekkert af bætiefnunum, en soðið er það líka hollt og ljúffengt, og fara hér á eftir uppskriftir af hvort tveggju. Við hrátt grænmeti er mikilvægt að hafa góða sósu, og er auðvitað um ótal slíkar sósur að velja, fyrir utan venjulega majonessósu. í margar salatsósur er notað kryddedik, en það er gert þannig: KBYDDEDIK. 1 matsk. dökkur púðursykur, 2 lauf úr hvítlauk, 1 hakkaður laukur, 2 lárviðar- lauf, 1 búnt dill, 1 búnt söxuð persilja, 1 matsk. hakkað, grænt lauf af selleristöngl- um, 2—3 fennekellauf eða sem því sam- svarar í dufti, 2—3 blöð salvie eða u. þ. b. lítil tsk. af salviedufti, 1 tsk. merian. Þetta er allt sett á venjulega þriggja pela ediks- flösku og ediki hellt yfir. Flaskan síðan látin standa í birtu og helzt í sólarljósi í 3—4 vikur og þegar edikið er tilbúið verð- ur að sigta það. Líka má búa til estragon- edik, sem oft er notað í salatsósur og er það gert þannig, að flaskan er hálffyllt af nýjum estragonlaufum, eða ef þurrkuð lauf eru notuð, er flaskan fyllt að V\ og veniulegu ediki hellt á og flaskan látin standa í góðri birtu í 3—4 vikur. í stað estragons, má nota rauðan pipar, skorinn 5 iengjur. SALATSÓSA. V-i lauf úr hvítlauk, 1 tsk. franskt sinnep, 1 matsk. kryddedik, 4 matsk. olía, 1 matsk. saxað dill eða persilja, 1 matsk. súr eða mjög þykkur rjómi, 1 tsk. fínt salt. Bezt er að nota tréskál fyrir hrátt salat og þá skálin nudduð með hvítlauknum. Fyrst er svo sinnepið sett í og þar næst edikið, og er sinnepið látið bráðna vel í því. Svo er allt annað sett í eftir röð. Hrært vel saman. Þessa sósu má búa til löngu áður en salatið er borið fram, en grænmetið sjálft má ekki setja í hana fyrr en um leið og það er borið fram. Allt grænmeti verður að vera vel þurrt, þegar það er sett í sósuna, og gott er að hafa í huga, að eftir að búið er að rífa og saxa grænmeti, tapar það fljótlega bætiefnunum. Þó má ætla, að þau haldist í upp undir 12 tíma, ef grænmetið er geymt lokað 1 ísskáp, en bezt er auðvitað að skera það ekki fyrr en á að nota það. SALATSÓSA FYRIR BÖRN. 1 matsk. hunang, 2 matsk. sítrónusafi, appelsínusafi eða annar ávaxtasafi, 1 matsk. rjómi eða þeyttur rjómi. Epli og gulrætur er gott í þannig sósu. BARNASALAT. 2 matsk. hunang, Va tsk. borðsalt, Vz tsk. rauð paprika, 3 matsk. sítrónusafi, 6 mat- sk. matarolía, 2 rifin eþli með hýðinu, 2 rifnar gulrætur, 1 smásaxað hrátt blóm- kálshöfuð, eða ef óskað er eftir sætu sal- ati, má nota rúsínur í stað blómkáls, og má þá nota salatið sem ábætisrétt. FYLLTIR TÓMATAR. 12 stórir tómatar, 4 matsk. mango- chutney (fæst hér í dósum), 2 matsk. riómi, 1 matsk. rasp. Tómatarnir verða að vera stórir og jafn- ir. Þeir eru skornir í tvennt og skafnir að innan með skeið. Chutney, rióma og raspi er blandað saman við það sem kom innan úr tómötunum og allt sett í tómat- hulstrin aftur. Steikt í ofni í ca. 15 rhin. Góðir sem sérréttur, en líka má nota þá með steiktu kjöti og setja þá í ofninn rétt áður en kjötið er fullsteikt. GRASLAUKSSMJÖR. 100 gr smjör, 4 tsk. saxaður graslaukur, 2—3 tsk. saxaðar hreðkur. Smjörið er hrært vel, graslauknum blandað í og þessu smurt á brauð, helzt rúgbrauð. Söxuðum hreðkunum stráð yfir. Graslaukssmjör er einnig ljúffengt með kjöti og fiski. Skarfakálssúpa. 125 gr skarfakál, 125 gr gulrætur, IV2 1 kjötsoð, 30 gr smjörlíki, 30 gr hveiti, salt. Gulræturnar skornar í sneiðar og soðn- ar i kjötsoðinu. Saltað og gulræturnar settar í. Skarfakáiið hreinsað vel og þerr- að, skorið í þunnar lengjur og látið í súpu- skálina. Sjóðandi súpunni hellt yfir og harðsoðin egg eða hrá eggjarauða látin í hvern disk. Skarfakálið er einhver C-vítamín auð- ugasta planta, sem hér er að finna, og má helzt ekki sjóða kálið, svo að bætiefnin haldist í því. Það er ágætt saxað út í skyr og sem salat í súrum rjóma. Líka er gott að smásaxa það og blanda í smjör, eins og graslauknum. TÓMATCHUTNEY. Chutney er mjög vinsælt með ýmsum kjötréttum, sérstaklega suðrænum mat. Það er hægt að geyma það lokað í dósum á fremur köldum stað í marga mánuði, svo að þessi uppskrift er mjög stór, en auðvitað má minnka hana. 6 kg vel þroskaðir tómatar, 10 gr kanil- stengur, 10 gr heill pipar, 10 gr negul- naglar, 10 gr múskathneta, salt, % tsk. caynnepipar, V\ tsk. paprika, V2 1 edik, •% kg svkur. Kanillinn, piparstengurnar, negulnagl- arnir og múskathnetan sett í l'tinn gas- poka, sem er soðinn með edikinu nokkurn tíma og síðan látinn liggja í því í 2 tíma. en þá er pokinn tekinn upp úr. Tómnt- arnir þvegnir, þurrkaðir og hakkaðir ; vél. Settir ásamt sykrinum í krvddedikið og allt soðið þar til það er orðið að þykku mauki. Sett á flöskur eða í glerdósir og geymt lokað á köldum stað. BAKAÐ BLÓMKÁL. Blómkálshöfuð er hálfsoðið og sett á eldfast fat. Brauðmylsna brúnuð í smjöri og hellt yfir blómkálið, sem er svo bakað Framhald á hls. 41. VIKAN 34. tt>l. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.