Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 32
KLEOPATRA sólgleraugu eru komin til landsins. Á vörusýningunni síðustu í Frankfurt voru sýndar ýmsar gerðir af sólgleraugum. ★ Kleopatra sólgleraugun (sjá mynd) vöktu einna mesta athygli og voru almennt talin Evrópustíll 1963. Kleopatra sólgleraugu eru framleidd af V.-þýzka firmanu ECHTENIA. ECHTENIA de luxe models (plagué). EINKAUMBOÐ: H. A. TILIMIUS - Heildverzlnn iiii í ÖHrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Vikunni verður bezt varið með því að ljúka verk- efni sem þú hefur með höndum. Þú ert 1 tygjum við einhvern félagsskap sem mikil leynd hvílir yfir. Ef þú ert í tilhugalífinu er þér fremur hag- stætt að tjá tilvonandi maka ást þína. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Vikan verður happasæl og muntu verða mjög af- kastamikill. Möguleikarnir á því að þú öðlist það sem þig langar mest til nú um þessar mundir viroast þó nokkrir ef þú beitir kænsku þinni. kunningja þinna verður þér til mikillar ánægju. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú munt verða að leggja þig allan fram við að koma áætlunum þínum í framkvæmd, gættu þess vel að í undirbúningnum sé enginn veikur hlekkur. Hagstæðir straumar eru virkir á fjármála- og at- vinnusviði þínu. Laugardagurinn verður eitthvað dularfullur. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú getur vænt þér hagnaðar af starfi leyndra mála- miðlara við þá sem skipa ábyrgðarstöður. Þú þarft að leggja hart að þér til að ná settu marki, horfur eru á því að þér muni farnast vel í því efni. Þér munu berast óvæntar fréttir. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Miðvikudagurinn verður þér sérstæður á ýmsan hátt og muntu lengi minnast hans. Þér ríður á að fá tækifæri til að láta ljós þitt skína, þar eð starf þitt veitir ekki mikla tilbreytni. Hafðu augun vel opin fyrir því sem í kringum þig er. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þú gerir mjög háar kröfur til lífsins og alls er þú W jK tekur þér fyrir hendur og ert ekki ánægður nema lmeð það allra bezta. Réttast væri að þú létir ein- hvern bágstaddan njóta krafta þinna núna. Smá breyting verður á högum þínum samkvæmt ósk þinni. Vogarmerkið (24. september—23. október): Blandaðu þér ekki af deilu sem risið hefur upp innan fjölskyldu þinnar. Þú þarft að ná einhverju ákveðnu marki fyrir ákveðinn tíma og skaltu þvi nota dagana vel og ekki draga af þér. Hagnýttu þér til hins ýtrasta góðan árangur gerða þinna. Drekamerkið (24. október—22. nóvember): Náinn samstarfsmaður þinn verður mikið sam- vinnuþýðari ef þú krefst þess ekki að hann fari í einu og öllu eftir þínu höfði. Reyndu að finna meðalveginn fyrir ykkur báða. Eitthvað er lík- legt til að koma þér úr jafnvægi svo þú skalt vera fremur varkár. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. desember): Það er undir sjálfum þér komið hvort heimilislíf f^ll þitt færir þér ánægju eða gagnstætt. Vertu dálítið ¥ § y samningsliprari og sáttfúsari en hingað til. Skyldu- störf þín verða dálítið þreytandi. Um helgina ætt- irðu að létta þér upp í hópi kunningja þinna. Ef til vill ferðu í smá ferðalag, mjög skemmtilegt. Gcitarmerkið (22. desember—20. janúar): Leggðu ekki út í neitt áhættuspil því ekki er lík- legt að þú hagnist á því. Þú ættir að nema andartak r staðar og átta þig á öllum aðstæðum. Vandaðu þig sérstaklega við störf þín. Einhver ráðamaður reyn- ir að bregða fyrir þig fæti. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. fcbrúar): Efastu ekki um framgang mála þinna. Haltu fyrir- ætlunum þínum sem mest leyndum fyrir óviðkom- andi. Forðastu að skipta þér af verknaði sem er þér undir niðri mjög á móti skapi, ellegar gæturðu flækzt út í einhver vandræði. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Farðu ekki of geyst til að ná markinu, má vera að allt hripist út úr höndunum á þér ef þú ert með eitthvað flaustur. Byrjaðu á að ryðja hindrununum úr vegi þínum og taktu svo til óspilltra málanna. Sunnudagskvöld verður leyndardómsfullt. 32 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.