Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 40
EITT ER KENNING ... Framhald af bls. 37. sýnilega verið kastað þangað í flýti . . . Lág og snöktandi hljóð bárust niður og hann stökk upp stigann í fáum skrefum. Hann fann hana liggjandi þvert yfir tvíbreiða rúmið, ekki í slakandi stöðu eins og hún var svo iðin að æfa, heldur samanhnipraða og fulla örvæntingar. David áttaði sig á því, að hann hafði aldrei áður séð hana gráta. Hann settist við hlið hennar og tók hana í fang sér. Lengi sat hann þannig og reri með hana fram og aftur eins og væri hann með lítið barn. Hann strauk hár- ið frá heitu enni hennar og hug- hreysti hana með ástríkum hvísl- andi orðum. — Segðu mér, bað hann. •— Hvað sem það er, skal ég reyna að gera gott úr því. Þessi vin- gjarnlegu orð virtust hafa slæm áhrif á Megan, hún grét eins og hjarta hennar ætlaði að bresta ... David þrýsti henni að sér, hann tók sængina og breiddi yfir skjálfandi líkama hennar. Og að lokum kom það: — Ég get ekki alið barnið á eðlilegan hátt. Þeir segjast verða að taka það með keisaraskurði, því að ég hafi of þröngan fæðingarveg ... Rödd hennar dó út í hræðilegu andvarpi. — Og allar þessar æf- ingar, stundi hún. — Öll þessi afslöppun og allt þetta um rétt- an hugsanagang. Nú verður bara stungið í handlegginn á mér og svo ekki neitt ... alls ekki neitt. Ég fer á mis við sælustu stund sérhverrar konu. Þetta er hræði- leg minnkun . . . vonlaust .. . gagnslaust. David kyssti skjálfandi munn hennar, sem var ataður söltum í hverjum mánuði. _ VIKAN 34. tbl. tárum. Honum var ljóst, að nú varð hann að finna réttu orðin, og hann bað þess að honum mætti heppnast það. — Þetta er engin minnkun, Megan, byrjaði hann og lág rödd hans var enn frekar hughreyst- andi, þegar hann hélt áfram. — Enginn kemst af alveg hjálpar- laust. Þeir tímar koma, sem allir þarfnast hjálpar frá öðrum . .. og nú þarfnast þú hjálpar til að fæða barnið okkar í þennan heim. Hann þágði andartak. — Það dásamlegasta við þetta er það, að hægt er að snúa sér til einhvers ... skurðlæknisins, sem framkvæmir skurðaðgerðina, og mín, sem hef sterkar axlir til að gráta við. Megan leit til hans með augun full af tárum og hann brosti til hennar. —- Og nú fer ég niður og bý til þá ljúffengustu eggja- köku, sem þú nokkru sinni hsfur bragðað .. . Megan gaf frá sér þvingaðan hlátur. — Veiztu, hvað mig langar mest af öllu til að borða? spurði hún hægt. David kyssti hana á nefbrodd- inn. — Segðu bara, hvað það er, og þú skalt fá það ... — Rauðrófur, hvíslaði hún og opnaði bólgin augun. — Sýrðar rauðrófur, sterkar. Ég get alveg séð þær fyrir mér, en bókin seg- ir, að matargrillur sé tákn um taugaveiklað hugarástand. David langaði mest til að hlæja hátt. Megan, yndislega litla gáf- aða Megan . . . Hún var þrátt fyr- ir allt eins og aðrar stúlkur ... — Þú skalt treysta því, að þú færð rauðrófur, lofaði hann og læddist út úr herberginu. Rödd hennar var þegar yfir- buguð af svefni. — Ég held, að við eigum engar, tautaði hún. En David hlustaði ekki á hana. Ein- hvern veginn, einhvers staðar ætlaði hann sér að ná í sýrðar rauðrófur í matinn. Megan þarfnaðist hans, og sérhverjum manni er nauðsynlegt að einhver þarfnist hans. Sérstaklega verð- andi föður. Hann gekk fram í eldhúsið yfirfullur af jákvæðum hugsun- um og leitaði eins og óður mað- ur að steikarpönnunni. ★ PEYSA - INNISKÓR - HÁRBAND. Framhald af bls. 20. sm. Fellið af 3 1. í byrjun prjóns næstu 3 sm, og fellið þá af í einni umferð lykkjurnar, sem eftir eru. Takið nú stykkin, gangið frá endum, leggið þau á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið saman hægri axlarsaum og takið upp fyrir hálslíningu 78 — 82 — 82 —- 86 1., og prjónið stuðla- prjón á prj. nr. 4% um 4 sm. Fellið laust af. Saumið saman vinstri axlarsaum og hálslíning- una. Brjótið hálslíninguna tvö- falda inn á röngu, og leggið nið- ur við í höndum með lausum sporum. Saumið hliðarsauma og ermar í handvegi. Búið að lokum til 7 dúska, og festið við hálslíninguna. HEKLAÐIR INNISKOR úr fremur grófu gylltu gami. Heklunál nr. 3%. Mynztur. Loftlykkja: Búið til lykkju * látið nálina í lykkjuna, og dragið garnið í gegn #, endurtakið frá * til *. Fastaheki: Látið 1 1. vera á náiinni, dra^ið upp 1 1. úr fyrri umfero, og dragið slðan garnið í gegn um báðar lykkjurnar í cinu. Stuðiahekl: Látið 1 1. vera á nálmni, bregðið bandinu um nál- ina, dragið upp 1 1. úr fyrri um- íerð, og dragið síðan garnið í gegn urn 2 1. og aftur 2 1. Mynztur: 1. umf. 2 loftl., 2 stuðlar í fyrstu 1. * sleppið 1 1., 2 stuðlar *. Endurtakið frá * til * umferðina á enda. 2. umf. (og ailar umf.) 2 loftl. * heklið 2 stuðla yfir 2 loftlykkjur fyrri umferðar milli stuðla *. Endur- takið frá * til # umferðina á enda. 4 tvöfaldir stuðlar mæla um 5 sm. Inniskór: Byrjið að ofan. Fitj- ið upp 34 loftlykkjur, og hekl- ið mynztur (17 tvöfalda stuðla). í 3ju umf. er byrjað að auka út fyrir tánni: heklið 8 tvöfalda stuðla, og aukið út þannig: hekl- ið 2 stuðla, 1 loftl. 2 stuðla yfir 2 loftlykkjur milli stuðla. Þetta verður miðja að framan. Heklið áfram mynztur og aukið út á sama hátt í hverri umferð. Eftir 10 umf. eru heklaðar keðjulykkjur: dragið upp 1 1., þá eru 2 1. á nálinni, og dragið síð- an fremri 1. í gegn um þá síðari, án þess að draga garnið í gegn. Endurtakið þetta yfir 12 lykkjur, 1 fastal. og venjulegt mynztur með aukningu á tánni, þar til 13 1. eru eftir, þá 1 fastal. Snúið við og heklið 3 keðjulykkjur, 1 fastal., mynztur með aukningu eins og áður, 1 fastal. Snúið við á þennan hátt, þar til æskilegri skólengd er náð. Endið með 2 tvöfalda stuðla á tánni. Saumið skóinn saman að aftan. Gjarnan má skilja eftir dálitla klauf, um 3 sm, og hekla þá fastahekl í hana og um skóinn að ofan. Sólinn. Fitjið upp 24 loftlykkj- ur, og heklið 1 loftl., 23 fastal (út loftlykkjuröðina), aukið út 5 fastal. í 24 1. (miðja að aftan), og heklið síðan fastah. hinum megin á loftlykkjuröðina á sama hátt, og aukið út 5 1. við miðju að framan. Heklið nú í hring, og farið 3 sinnum í endalykkjurnar til út- aukningar. Eftir 5 umferðir heklast frá miðju að framan: 18 fastal., 1 keðjul. Snúið við og heklið 36 fastal. (teljið útauknu lykkjurnar ekki með), 1 keðjul., snúið við og heklið 25 fastal., 1 keðjul., 13 fastal. Saumið nú sólann við efri hlut- ann. Byrjið á að næla saman miðjur að aftan og miðjur að framan og þræða sólann fastan. Saumið með varpspori frá réttu. HÁRBAND. Fitjið upp 3 loftlykkjur, og heklið síðan fastahekl. Byrjið hverja umf. með 1 loftl. Eftir 8 umf. er heklað stuðlahekl og 2 stuðlar auknir út. Heklið síð- an sama mynztur og er á skón- um, um 38 sm (mátið hæfilega lengd). Heklið þá að lokum á sama hátt og byrjað var. Búið til hneppslu á annan endann, og festið tölu gagnstætt á hinn endann. ★ HUGSIÐ VEL UM FÆTURNA. Framhald af bls. 21. húðin virðist hörð og þykk á sumum stöðum, er ekki langt inn í mjúka húð og hún getur særzt illa ef harkalega er að far- ið. Ef harða húðin er ekki því meiri er ágætt að nota krem, sem kom á markaðinn fyrir nokkrum árum, en það er borið á staðinn með hörðu húðinni og nuddað þar þangað til allar ójöfnur rúlla burt. Þetta krem er sér- staklega gott á ójafna húð á hæl- um, sem oft vill myndast af sandölum og þó einkum af tá- skóm, þar sem hælarnir á skón- um nuddast stanzlaust upp í hæl- inn á fætinum, þar sem ekkert aðhald er af hælkappa. Nagla- bandskrem er svo borið á nagla- böndin á tánöglunum og þeim ýtt upp, svo að neglurnar geti „andað“. Sé hörð húð til hliðar við neglurnar, er gott að nota pimpstein þar og e. t. v. væta hann í sápu fyrst. Neglurnar á venjulega að klippa beint fyrir, og sé nögl að byrja að vaxa inn á við til hliðanna, má reyna að setja þunna bómull undir end- ann, til þess að reyna að beina vextinum upp á við aftur. Sé einhver bólga við nöglina, verð- ur að bera sótthreinsandi á hana. Eftir baðið á að smyrja fæt- urna með nærandi fótkremi, sem heldur húðinni mjúkri og kemur í veg fyrir að hörð húð myndist. Sé húðin mjög þurr má bera kremið á bæði kvölds og morgna. Sérstök krem eru til fyrir þá sem svitna á fótum og sömuleiðis púður, sem þurrkar og tekur burt óþægilega lykt. Fótsviti getur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.