Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 42
Sölustjóri Heklu afhendir Unni lykla að Volkswagenbílnum. „Þetta vissi Það er alltaf hátíðleg stund hér á Vikunni, þegar kemur að því að draga í bílagetraununun- um. Fyrst að telja bréfin og fara svo með þau niður eftir til borgarfógeta til þess að láta draga þar á örugglega löglegan hátt. Eftirvæntingin fylgir með kössunum þangað niður eftir, og meðan verið er að bóka atburðinn færist yfir mann annarleg harð-flibbakennd. Svo fór einnig þann 19. júlí s.l., þegar dregið var úr lausnunum sem bárust við getraunakeppn- inni um Volkswagen og Land-Rover. Svo lá um- slagið á borðinu, og ekkert eftir annað en að gá að því, hver hefði hlotið vinninginn. Nafnið á miðanum í umslaginu var Unnur Berg- sveinsdóttir, og heimilisfangið var Langagerði 56. 42 — VIKAN 34. tbl. Næsti áfangi var að láta Unni vita. Við renndum inn í Langagerði og kvöddum dyra. Ritstjórinn fremstur, eins og vera ber, við hinir svolítið aftar og ég fókusaði myndavélina á dyrnar. Marghljóma dyrabjalla ómaði innan úr húsinu, og þegar við höfðum beðið stundarkorn, var sagt þýðum rómi fyrir aftan mig (þ. e. a. s. fyrir neðan tröppurnar): — Hvem ætluðuð þið að finna? Við snerust allir á hæli, og mynda vélin ruglaði fókusnum. Svo náðum við okkur: — Unni Bergsveinsdóttur. — Já, það er ég. — Hm. Það var nefnilega verið að draga í bílagetraun Vikimnar...... — Þetta vissi ég. Að ég mundi fá bílinn. — ??? Vissuð þér??? Hvernig??? Framhald á bls. 50. Unnur með börnin heima hjá sér í Smáíbúðahverfinu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.