Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 44
drauga þá, er sífellt væru á sveimi hér um nætur, vera valda að grautarhvarfinu, því að ein- mitt þessa nótt kvað hann þá hafa verið einna aðsópsmesta. Tekizt hefði hann á við einn þeirra, og kvað hann það ábyggi- lega hafa verið siódraug, því að allt hefði það verið kafloðið, sem komið hefði í fang sér um nótt- ina, enda hefði hann heyrt bæði pústra og hviss og jafnframt séð eldglæringar, þegar draugurinn hefði hlaupið eftir fjörunni og steypzt í Héraðsvötnin. Ekki bárum við á móti því við Gvend, að þetta hefði verið draugur, sem olli grautarhvarf- inu, en hinu héldum við stíft fram, að það hefði verið land- draugur. Um þetta urðu miklar stælur á milli vinnufélaga Gvendar og hans, en hvorugur aðili lét sannfærast. Ólafur á Hellulandi hafði lof- að okkur að loka tíkina inni á nóttunr.i. Þetta vissi Gvendur. En þessa nótt mun hún hafa ver- ið á ferli þarna ytra, en um það reyndist mér ógerningur að sann- færa Gvend vin minn. Að lokum kvað Gvendur upp úr með það, að grauturinn mundi vart vera eitraður, þótt helvítis draugurinn hefði slafrað í hon- um. Fór hann jafnframt fram á það við vinnufélaga sína, að hann mætti eiga grautinn, og var slíkt fúslega veitt. Hafði Gvend- ur hann sér til ábætis í aukabita, setti skyr eða sykur saman við hann og át með beztu lyst. Entist honum þessi skammtur lengi. Stuttu fyrir réttir 1929 var ég að láta taka upp grjót í Hegra- nesinu að austanverðu. Meining- in var að keyra því um veturinn á ísum austur á eylendið og nota það við Vaðlabrýrnar, sem þá var í ráði að byggja árið eftir. Þar var Gvendur „allra bezti“ einn þeirra félaga. Bjó hann sér í tjaldi að vanda. Fast hjá tjaldi Gvendar stóð annað tjald. í því voru fjórir menn. Sneri það stafni að hliðinni á Gvendar tjaldi. Eins og vant var, átti Gvendur flestar nætur í brösum við drauga, að hann sagði, og bar þá ætíð hærra hlut, sem þó var mjög óvanalegt. Þegar hann ekki sá þá um nætur, þá dreymdi hann þá. Oft heyrðist til Gvend- ar yfir í hitt tjaldið á nóttinni, að þá ræskti hann sig, spýtti í allar áttir og bölvaði ógurlega öllu dauðu og lifandi. Nótt eina, er ég var ekki þarna staddur, fundu strákarnir upp á því að reyna nú kjark Gvendar til hlítar. Bundu þeir um kvöldið sterkt snæri í rúmstuðul Gvend- ar og höfðu það margfalt. Létu svo endana liggja út undan skör- inni á tjaldi hans og inn undir skörina á sínu tjaldi. Um nóttina, þegar strákarnir voru vissir um, að Gvendur væri sofnaður, fóru þeir að kippa í snæraendana. Gekk svo um hríð, þar til Gvsndur vaknaði og hast- aði á drauginn með fremur ver- aldlegum orðum. Hertu nú strákarnir róðurinn, eftir því sem hærra lét í Gvendi. Fóru nú að heyrast til hans for- mælingar, og jafnframt hrækti hann í ýmsar áttir, en ekki kall- aði hann á hjálp. Gekk þetta um stund, þar til hann rekur upp skaðræðisöskur og hendist fram úr rúminu. Eftir fáar sekúndur kemur hann inn í tjald til strák- anna á nærfötum einum og ber- fættur, með stóran matarhníf, hárbeittan, í annarri hendinni, en í vinstra handarkrika sínum hafði hann nýjan olíustakk, sam- anbrotinn, er hann átti. Hann var sjáanlega ofsahræddur, því að ekki hafði hann gefið sér tírna til að opna tjöldin, heldur rekið hnífinn beint fram undan sér í gegnum hliðina á sínu tjaldi og rist þar niður úr nægilega stórt op til að komast út. -— En þar sem stafninn á tjaldi strákanna var þá fram undan Gvendi, þeg- ar hann kom í gegnum hliðina á sínu tjaldi, hafði hann þar sömu aðferð og risti þar einnig niður úr gegn með hnífnum meðfram tjaldsúlunni og hentist inn. — Létust þá strákarnir sofa, en gáfu sig fljótt fram, því að ekki var annað að sjá en Gvend- ur væri þá orðinn bandvitlaus. Gvendur fékk nú að skríða upp í eitt rúmið fyrir ofan annan mann, var svo rækilega hlúð að honurn og farið að spyrja hann frétta og jafnframt, hvernig stæði á komu hans þangað um miðja nótt. Fyrst var ekkert upp úr honum að hafa nema bölv og formælingar, en eftir hann fór að vitkast, sagðist honum þannig frá: Fyrst þegar hann vaknaði, hafði draugurinn verið undir rúminu og allt tjaldið leikið á reiðiskjálfi. Þaðan hefði svo draugprinn flúið undan særingum sínum út í eitt hornið á tjaldinu. Stóð þá aðeins höfuð hans upp úr gólfinu. En eftir því sem hast- að var á hann meira, hækkaði hann. — Þetta þótti Gvendi ekki einleikið, sem von var. Hann kvaðst hafa átt nýja keytu í kollu undir rúmi sínu, og hugð- ist nú nota þetta þrautaráð á hel- vítis drauginn, að skvetta keyt- unni framan í hann, því að nú var hann orðinn það hár, að kviðurinn var farinn að sjást. (Orðrétt eftir Gvendi haft). Rís hann þá upp í rúmi sínu og seil- ist til kollunnar, en þá fór rúmið á hvolf, og Gvendur varð undir öllu saman. Varð þá fyrst fyrir honum í myrkrinu hnífurinn og þar næst olíustakkurinn. Þetta hvort tveggja átti að vera undir kodda hans. Bylti hann nú ofan af sér rúmfatadraslinu í hvelli og hugðist síðan kafreka hnífinn í kvið draugnum, sem enn þá stóð glottandi úti í horni, en brast þá kjark og flúði til félaga sinna. Að Gvendur hafi séð mann í tjaldinu hjá sér, var vitanlega ímyndun ein, því að þar var ekki um nokkurn mann að ræða, strákarnir voru allir í sínu tjaldi. Að rúm hans hvolfdist svona skyndilega, var vitanlega eðli- legt, þegar hann reis upp í því, þar sem líkamsþungi hans var þá á minni punkti en á meðan hann lá endilangur, en strákarn- ir kipptu hvað frekast í snæra- endana, þegar þeir fundu að létti á sér. Fljótlega náði Gvendur sér eftir þessa reimleikanótt og fór að sofa í sínu eigin tjaldi strax nóttina eftir. En félagar hans sögðu mér, að frekar hefðu þær bænir verið veraldlegar, sem hann sofnaði út frá þessa nótt, er hann gisti hjá þeim, sem ekki varð nú fyrr en undir morgun. Vart mátti heita, að Gvendur væri læs, og alls ekki skrifandi. Varð því jafnan að láta einhvern verkamanninn, félaga hans, kvitta fyrir hann á kaupskrán- um. Gekk það misjafnlega, því að Gvendur tortryggði alla, er til lengdar lét, og fyrrt- ust menn yfirleitt við slíku vanþakklæti. — Reikningi var hann mjög svo ófróður í og hafði litlar hugmyndir um gildi peninga og allar rangar. Alltaf var hægt að fá hann til að stæla við sig, og spöruðu vinnufélagar hans það ekki. Gengu stælurnar oftast nær út ó það, hvernig þessi og þessi draugur liti út, hvort það væri sjódraugur eða landdraugur. Gvendur kvað sjó- draugana vera ýmist loðna eða blauta og hreistraða og miklu svifaseinni en landdraugana. Huldufólk og álfa var honum ekki beint illa við, en þó voru talsverð ágreiningsefni með þeim. Þótti honum verur þær illskiptnar, ef gert var á hluta þeirra. Hann ræddi oft um Víti og húsbóndann þar, bæði við sjálfan sig og aðra, jafnframt braut hann heilann mikið um híbýlaskipun þar alla, innrétting- ar og viðbótabyggingar, sem eft- ir hans hugsunarhætti hlutu að vera árlega geysimiklar, þar sem hann var alsannfærður um, að afskaplegur fólksstraumur sækti þangað á hverri mínútu. Virð- ingu ótakmarkaða bar hann fyrir djöflinum og hefði vafalaust þérað hann, eins og sagt er, að Bjarni heitinn í Ásgarði hafi gert, hefði hann kunnað slíkt tungutak. Vinnufélagar hans stældu oft við hann um ýmsa reiknings- færslu og kaupgjald, báru upp fyrir hann dæmi, eða þráttuðu um við hann, hvað klukkan væri í það og það skiptið, — því að STÓRAR MYNDIR FLJÓT AFGREIÐSLA VÖNDUÐ VINNJ^^fcóDAK PAPPÍR Hans Petersen h.f. Sfmi 2-03-13 Bankastræti 4. — VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.