Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 45
þar var vinur minn oft með al- rangar hugmyndir. Allar fóru þessar stælur fram í góðu, og slógu strákarnir vanalegast und- an, ef eitthvert snillyrði kom ó- viljandi hjá Gvendi. Síðasta haustið, sem Gvendur var hjá mér í vegavinnu, gekk hann að lokum burtu seint á hausti. — Astæðan var sú, að strákarnir töldu honum trú um það, að ég léti vinna lengur en 10 klukkutíma eins og almennt var siður þá. Töldu þeir honum trú um það, að Ríkissjóður eða ég högnuðust á þessu. Sannfærðu strákarnir Gvend aðallega um þetta með því að færa klukkur sínar, og eins skjótast að hans klukku sama erindis. Líka jók það á tortryggni hans, að það varð að hætta í rökkri á kvöldin og byrja í rökkri á morgnana. •— Misjafn- lega dimmdi fljótt á kvöldin eft- ir veðurfari. Allt þetta var ærið nóg til að sannfæra Gvend um pretti mína. Sumarið eftir fór Gvendur til Kristjáns Hansen verkstjóra og var hjá honum að mestu leyti eftir það, eða þar til hann drap sig við Borgarsand 8. sept. 1936. Verður seinna sagt frá tildrögum þess. Áður hefur verið minnzt á það þrek, er Gvendur sýndi, þá hann gekk fyrir upptök allra vatns- falla, er renna um Laxárdal og Gönguskörð í verstu færð. Hann var og líka afreksmaður á því sviði að geta étið manna mest í einu. — Eru margar sögur um þá íþrótt hans, er ýmsar hús- mæður hafa sagt mér. Samt munu þær ekki standast sam- keppni við át þeirra kumpána Loga og Loka í Útgörðum forð- um. Hér er ein, sem ég var sjón- arvottur að: Kvöld eitt í versta veðri og færð er knúð dyra á Illugastöð- um. Er til hurðar var gengið, var þar mættur Gvendur „allra bezti“ og beiddist gistingar, sem fúslega var látin í té. Hann kom þá vestan af Blönduósi með þyngsla æki á skíðagrind, er hann dró á sjálfum sér. Ég var þá fyrir stuttu kominn heim með nýjan fisk vestan af Skaga- strönd. Var nú tekin talsvert stór ýsa, hlutuð í tvennt og annar parturinn soðinn handa Gvendi, og var það stærri parturinn. Hef- ur víst verið álitin nægileg mál- tíð handa einum manni. Gekk fljótt að sjóða og afgreiða þetta á borðið fyrir framan Gvend, enda tók hann snarlega til við ýsuna. Fljótlega gekk á þennan bút hjá vini mínum, þótt nægi- legt væri með af brauði og kart- öflum. Þegar sjáanlegt var, að þessi skammtur ætlaði ekki að hrökkva honum, var hitt ýsu- stykkið látið í pottinn, soðið og síðan borið fram fyrir gestinn. Lauk þeim viðskiptum svo, að Gvendur lauk þessum skammti líka. — Nægju sína af skyrhrær- Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið5 sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðfórum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikum:— Super (Sterkt) ef liðaáhárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef Uða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIGLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið Með nýja Toni bindivök- spissinn af flöskunni og vanum leggið pír hvem bindivökvinn er tilbúinn sérstakan lokk jafnt og til notkunar. rcglulega og tryggið um leið betri og varanlegd hátliðun. ing og mjólk fékk hann á eftir. Kvaðst hann þá vera saddur og neitaði að éta meira, þótt honum væri boðið það. — Þess skal get- ið, að í þetta skipti hefur hann hlotið að vera morðhungraður, því að ekki hafði hann komið við um daginn nema á einum bæ í Norðurárdal og þegið þar kaffi. Ekki býst ég við, að Náttúru- lækningafélagið álíti heilsusam- legt að borða svona mikið í einu, en hitt er aftur víst, að aldrei bilaði rnagi Gvendar. Gistihús- stjórar þyrftu að gera meiri matarinnkaup, ef þeir hefðu marga slíka kostgangara sem Gvend, og jafnframt hækka að mun fæði. — Eina bótin var, að hann var ekki matvandur. Niðurlag í næsta blaði. FEIGÐARFLAN. Framhald af bls. 8. korna í veg fyrir skyrbjúg, harð- hnoðaðar kökur úp þurrkuðu og niöluðu kjöti, feiti og súkkulaði, 25 kg — og tvær flöskur af göf- ugasta portvíni, sem Svíajöfur skcnkti leiðangursmönnum. Þá voru og um borð 36 bréf- dúfur í virbúrum, sem sérstaklega höfðu verið þjálfaðar til flugs á norðurslóðum og talið var að gætu flogið með skilaboð til Svalbarða í éinum áfanga, hvaðan sem væri af hinni fyrirhuguðu leið. Andrée, sem var maður hug- kvæmur og lagði á margt gjörva hönd, hafði látið smiða sleða af nýrri gerð og gera segldúksbát, sem leggja mátti saman, og margt var það fleira í útbúnaði þeirra, sem var nýtt og hentugra en áð- ur hafði þekkzt. Þar á meðal var eins konar „sjálfvirk“ kjölfesta, sem gerði óþarft bæði að hleypa út gasi og varpa sandpokum fyrir borð. Þessi kjölfesta var gerð úr þrem þungum strengjum úr sam- undnum kókostrefjaköðlum, og var hver strengur rúmlega 300 m á lengd. 1 neðri endann voru strengir þessir vandlega vaxborn- ir með tilliti til þess að þeir drægjust léttilega eftir ísnum og um yfirborð sjávar, en saman- lagður þungi strengjanna nægði til þess að hver tuttugu fet, sem dregin voru inn í körfuna, lækk- uðu belginn í lofti um tíu fet. VIKAN 34. tbl. — 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.