Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 49
'þann 20. september 1897: „Hvítabjörninn er bezti vinur heimskautafarans“. ENDURMINNINGAR CHRISTINE KEELER. Framhald af bls. 27. fyrir í ibúðinni, ókum við í bilnum svo timum skipti. ÞaS var indælt og fullt öryggis aS aka um í litlum, þægilegum bilnum. Skiljanlega var þaS allsendis ómögulegt að halda samfundum okkar algerlega leyndum. ÞaS skeði til dæmis eitt kvöldið, er Jack kom í heimsókn, að vel þekktur höfuSsmaður úr hernum kom i heimsókn, og ætlaði að hitta Stephen. Ég neyddist til að bjóða honum innfyrir, og kynnti hann fyrir varnarmálaráðherran- um. Höfuðsmaðurinn trúði vart sínum eigin augum. Jack óskaði þess helzt að hann væri dauður og grafinn. Svo einkennilegt sem það má virðast, hugsaði ég aldrei til Jack sem ráðherra. Ég gat ekki hugsað mér að umgangast mann aðeins vegna peninga hans eða þjóð- fél'agsstöðu. Mér verður að þykja vænt um manninn. Og mér þótti vænt um Jack sem mann. Nú, þegar ég lít til baka, geri ég mér grein fyrir andstæðun- um milli þessara þriggja mauna, sem mestu máli skiptu i li-fi minu um þetta leyti. Fyrst var það Stephen Ward, opinn og hrifandi maður, sem alltaf gerði allt sem hann gat til þess að beina athygl- inni að mér og sér. Hann hafði sérstaka kimnigáfu, og var alltaf að reyna að gera eitthvað, sem myndi vekja athygli. Einu sinni batt hann hundshálsbandi um hálsinn á mér, og dró mig þannig með sér á skemmtistaS. Ivanov heimsótti okkur oft, og það kom fyrir, að við fórum saman út á nærliggjandi bar og fengum okkur drykk saman. Einu sinni fórum við öll saman á bar. Ég var með hundhálsbandið um hálsinn, sat við hliðina á Stephen, og vorum við búin að ákveða fyrir fram, að láta ekki sjá á okk- ur svipbrigði, hvernig sem viS- brögð fólksins kynnu að verða. Ivanov fékk nærri því krampa af hlátri á eftir yfir öllu saman. ÞaS verður að fylgja sögunni, að Ivanov var það sem maður getur katlað bargarpur. Andstætt við Jack, var það unun Ivanovs að fara með mig út í skemmtanalíf- ið, í veizlur, vín og gleðskap. Jack bauð mér aldrei út, fyrir utan langar bilferðir, og hann var alltaf hálfhræddur um, að við myndum sjást saman, Þess vegna fengum við oft lánaðan stóran, svartan bfl, sem Jolin Hare, at- vinnumálaráðherra átti. En þrátt fyrir alla varúð, var fólk farið að stinga saman nefjum út af sambandi okkar, sem nú var orðið mjög náið. ÞaS hlaut að koma að því, vegna hinnar opin- beru, háu stöðu, sem Jack var í. Dag einn fékk Stephen heim- sókn frá leyniþjónustunni. Ég man eftir manninum, sem kom, því ég fór til dyra. Ég átti von á að sjá myndarlegan mann með uppbrettan rykfrakkakragann og leitandi augu. Þess í stað birtist lítill karlfauskur með legghlífar og regnhlíf. Ég veit ekki hvað hann sagði við Stephen, því ég dró mig í lilé. Einhvern veginn fannst mér eins og þeir vildu ekki, að ég heyrði livað fram fór þeirra í milli. En þegar hann var farinn, sagði Stephen mér, að allt væri í lagi. Þeir voru aðeins að spyrja um liver ég væri, vegna þess, að Ivanov heimsótti okkur titt. Upp úr þessu töluSum við Stephen rósamál í simann. Okkur grunaði nefnilega, að það væri hlustaS á símtöl okkar. ViS hringdum livort i annað, og sögð- um eitthvað á þessa leið: „Er altt eins og það á að vera? Er allt planlagt og tilbúið? Fínt.“ Við skemmtum okkur vel við þetta. En þótt við hefðuni þessa hluti í flimtingum, þá vildi Jack aldrei líta Stephen auga. Hann hafði lika stöðugar áliyggjur út af því, að blöðin fengju pata af sam- bandi okkar. Og svo var hann skiljanlega hræddur um að Val- eerie fengi vitneskju um okkur. Endirinn á sambandi okkar kom eins skyndilega og byrjun- in. Það var ósköp venjulegt kvöld. Jack náði í mig í bílnum sinum, og við fórum í bíltúr í kring um London. Þá sagði liann mér, að kona hans væri á ferðalagi i Ir- landi, og „ég vildi kannski sjá hvernig hann byggi?“ Við ókurn til heimilis hans ná- tægt liegent Park. HúsiS var mjög fallegt, enda liafði frægur liúsateiknari byggt það fyrir sjálfan sig á sinum tíma. Það var mjög áliðið. Dyravörð- urinn og þjónustuliðið voru gengnir til náða. Jack tauk sjálf- ur upp dyrunum. Við gengum inn í viðhafnarmikla forstofu. Þessa stundina þráði ég Jack meira en nokkru sinni fyrr. Þið getið kannski ekki skilið það, en nú elskaði ég hann heitar en nokkru sinni fyrr . . . Á eftir ókum við vítt og breitt, og heilsuðum meðal annars upp á háttsettan mann hjá flughernum, George Ward. George var ósköp venjulegur maður, og ég daðraði svolítið við hann, og eiginlega mest til að bjarga Jack undan grunsemdum. Nú færðist endirinn nær og nær. Hann ók mér heim. Við sátum i bílnum og röbbuSum sam- an. Hann bað mig að flytja úr íbúðinni, vegna þess að hann hélt það vera orÖið of hættulegt fyrir sig að heimsækja mig þang- aS. En það vildi ég alls ekki fallast á. Og svo væri Steph- en Ward mér allt of kær jafn- vel þótt við hefðum aldrei elskazt. Jack sagði, að liann mundi hætta að heimsækja mig ef ég ekki flytti. Ég sagði lionum, að það væri hans ákvörSun en ekki mín, hljóp út úr bílnum og skellti á eftir mér hurðinni. Ég hef ekki séð hann síðan. En ég fékk þrjú bréf frá hon- um Hann skrifaði: „Ástin min! Ég næ ekki símasambandi við þig. Ég get ekki beðið lengur eftir að fá að halda þér í örm- um mínum. Elskan min, ekki hverfa úr lífi mínu ...“ Þegar mér bárust fréttir af uppgjöf Jacks, varð ég ekki hið minnsta undrandi. En mér leidd- ist það óhemju mikið. Það er aldrei gaman að fá fréttir af því, að einhver, sem manni hefur þótt rnjög vænt um, lendi í erfiðleikum; ekki sízt þeg- ar hægt er að kenna sjálfum sér um það. Framti. i næsta blaði. HN APPURINN. Framhald af bls. 23. gat fengið með henni. Engir raf- magnsreikningar, sem þurfti að hafa áhyggjur af, réttir litir, réttir penslar. Málaralistin er mitt líf. Allt annað veldur mér sorg.“ „Af hverju giftist þú Dolly?“ „Ég hafði mínar ástæður fyrir því. Hún vildi það endilega, og hún átti peninga, en ég var 1 skuldum. Það getur verið að þetta hljómi einkennilega, en barnið hafði líka sitt að segja. Ég elska börn, en mig langar samt ekki til þess að vera faðir. Mér fannst — og finnst •— ég ekki hafa eiginleika til þess.“ „Vissirðu, að Blackwell var faðir barnsins?" „Harriet sagði eitthvað um það einu sinni, en ég hélt, að hún væri bara að gera að gamni sínu. Hún kallaði barnið litla bróður. Eftir að Dolly var myrt, minntist ég þessa atburðar, ásamt ann- arra, til dæmis hins óskiljanlega áhuga Harriet á barninu, og hins einkennilega sambands á milli Dolly og Harriet. Þær virt- ust beztu vinkonur á yfirborðinu, en undir niðri ólgaði einhver ó- vinátta, sem ég gat ekki skilið.“ „Óvináttan var skiljanleg," sagði ég. „Harriet vissi hver fað- ir barnsins var, og Dolly vissi um þessa vitneskju. Þetta var hættulegt samband, hvernig sem á það var litið. Þú hefur ekki hugsað þetta mál rétt, Bruce, annars hefðirðu ekki látið þetta halda svona áfram.“ „Ég var að mála,“ sagði hann, eins og það útskýrði allt. „Ég hafði engan tíma til þess að hugsa.“ „Eftir morð Dolly varst þú handtekinn, og sleppt lausum vegna sannanaskorts. Af hverju stakkstu af?“ „Það var hugmynd Harriet. Hún sagði, að þetta myndi allt fyrnast, ef ég hyrfi af sjónar- sviðinu. Hún var bersýnilega að halda hlífiskildi yfir föður sín- um, þó að ég hafi þá haldið, að hún væri að vernda rnig. Henn- ar uppástunga var, að við skyld- um hittast í Mexico, og þykjast hittast þar í fyrsta sinn, og taka þar upp þráðinn, sem við hætt- um síðast. Hvar svo sem það var,“ bætti hann biturlega við. „Ég er að brjóta heilann um tilgang Harriet. Þú heldur, að hún hafi verið að hjálpa föður sínum. Vissi hún þá, að hann hafði myrt Dolly?“ „Ég get ekki skilið þetta.“ Hann fitlaði við skrámurnar á andliti sér. „Sjáðu bara hvern- ig henni varð við, þegar ég sagði henni frá grunsemdum mínum um daginn.“ „Hvenær fékkst þú fyrst þess- ar grunsemdir?" Það tók eiginlega langan tíma. Ralp Simpson kom með nafn hans áður en ég fór héðan. Hann hafði séð Dolly með Blackwell sumarið áður. Ralph hélt sig vera mikinn leynilögreglumann. Aumingja Ralph.“ Champion sat góða stund og starði tómum augum fram fyrir sig. „Hann hafði aldrei átt að kynnast mér. Ég er andlegur taugaveikiberi." „Það er mikið til í því,“ sagði ég. „Hvenær komstu fyrst að því, að Blackwell var viðriðinn morð Dolly?“ „Kvöld eitt í Mexico, eftir að Harriet kom. Við vorum að tala saman í vinnustofu minni, og bústað föður hennar við Tahoe vatnið bar á góma. Hún var þá í innilegum giftingarhugleiðing- um, jafnvel þó ég væri eftir- lýstur morðingi. Hana langaði til að fara til baka til Banda- ríkjanna og setjast að í bústaðn- um fyrir tíma og eilífð. Hún kom með skáldlegar lýsingar á staðn- um. Það sem einkennilegast var, ég hafði heyrt þetta allt saman áður.“ „Hjá Harriet?" „Hjá Dolly. Dolly sagði mér frá indælli frú, sem hún kynnt- ist síðastliðið sumar. Hún gaf mér nákvæmar lýsingar á húsi frúarinnar — bitunum í loftinu, útsýninu yfir vatnið, herbergja- skipaninni. Ég komst allt í einu að raun um, að þetta var Black- well húsið, og að Blackwell var þessi indæla frú, og senni- lega faðir barns míns •—“ hann kyngdi — „barns Dolly. Ég sagði Harriet ekki af grun mínum þá, en fór með henni til baka til þess að fá að vita meira um frúna indælu. Nú hafði ég líka fengið það.“ Framliald i næsta blaði VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.