Vikan


Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 22.08.1963, Blaðsíða 51
tíma. Og nú verðum við að taka endanlega ákvörðun um það, hvort við viljum heldur láta taka okkur höndum — því að þeim heppnast það áður en lýkur — eða flýja land.“ „Hvernig skyldi vistin eigin- lega vera í þessum betrunarskól- um,“ varð Mikhail að orði. „Ég geri ráð fyrir að okkur þætti hún óþolandi," sagði Dmitri umsvifalaust. „Sennilega yrðu ráðamennirnir þar þó ekki eins harðir ykkur og mér. En spurn- ingin er ekki fyrst og fremst sú, hvort ykkur fellur vistin í betr- unarskólunum eða ekki. Þið verðið fyrst og fremst að gera ykkur það ljóst, að þið verðið stimplaðir ævilangt, um leið og þið gefið ykkur fram, eða verðið teknir.“ „En hvernig getum við verið vissir um að okkar bíði betri og öruggari framtíð erlendis en hér heima?" „Þið getið ekki verið vissir um það. Ef þið flýið land, er fram- tíðni undir ykkur sjálfum kom- in. Ef þið verðið kyrrir, ráðið þið engu um hana sjálfir.“ Daginn eftir skrapp hann þangað, sem hann hafði falið þær birgðir, sem hann hugðist hafa með sér á flóttanum til Noregs. Hann fór eins gætilega og hon- um var frekast unnt. Þegar hann hafði sannfærzt um að allt væri með kyrrum kjörum í hellisskútanum, hélt hann til baka. Um leið og hann kom fyrir leiti, sá hann hermennina. Hann nam staðar, lá hreyfingarlaus bak við stein. Eftir nokkra stund tók hann að hörfa undan, út fyr- ir hringinn, sem þeir höfðu slegið um dvalarsvæði hellisbúanna og þrengdu stöðugt. Þrívegis lá við sjálft að hann hlypi í flasið á þeim. Það var krökkt af her- mönnum í klettaásunum. Hann átti þess ekki nokkurn kost að vara félaga sína við, enda þótt hann væri þess fullviss, að hermennirnir hlytu að finna hið nýja fylgsni þeirra, svo nákvæm- lega virtist leit þeirra skipulögð. Næstu þrjá sólarhringana hélt hann sig fjarri hellunum. Hafði ekki annað til matar en nesti, sem hann náði af föllnum her- manni og fugl, sem honum heppnaðist að snara. Á fjórða degi sneri hann aftur til hellis- ins, þar sem hann geymdi birgð- irnar til flóttans. Hann gætti þess að kveikja ekki eld. Hann snerti ekki birgðirnar. Beið og hafði gát á öllu, því að hann varð að vita hvort nokkurt þeirra í hópnum hefði sloppið undan her- mönnunum og héldi sig einhvers staðar í hellisskútunum. Þegar hann þóttist viss um að ekki væru neinir hermenn þarna á hnotskóg laumaðist hann þang- að, sem hópurinn hafði síðast fylgsni. Þegar hann kom inn í skútann, sá hann þess þegar merki að hermennirnir höfðu lát- ið þar greipar sópa og að enginn úr hópnum hefði komizt undan. Andartaksstund stóð hann á hell- isgólfinu gripinn þeirri kennd að nú færi hann einn enn frjáls ferða sinna. Loks hélt hann á brott þaðan. Honum var nú ljóst að hann mátti engan tíma missa. En end- urminningarnar um þau hin, sem hann hafði haldið hóp með svo lengi, létu hann ekki í friði, hvernig sem hann reyndi að verj- ast ásókn þeirra. Hver yrðu nú örlög þeirra? Hvernig mundi þeim líða? Hann minntist þeirrar stundar, þegar þau Nadya rædd- ust síðast við. Þeirra orða, sem þeim hafði farið á milli. Hins nána sambands þeirra, þegar hún hafði komið að honum í hellis- skútanum, þar sem hann var að fela birgðir sínar til flóttans. Loforðsins, sem hann hafði gefið henni um að taka hana með sér. GAT hann kennt sér um það, að hún hafði verið tekin með þeim hinum? Hann stofnaði sér í hættu með því að vera um kyrrt stundinni lengur. Það var ekki að vita nema Nadya væri þegar á leiðinni með sveit her- manna, að vísa þeim á fylgsni hans, sem hún ein vissi um. Nei, það mundi hún aldrei gera. Það var hann viss um. En hvaða meðferð mundi hún og fé- lagar hans sæta? Hvaða ráðum mundu þeir, sem tekið höfðu þau til fanga, beita hana og drengina til að láta uppskátt um fylgsni hans? Það er tilgangslaust að vera að brjóta heilann um það, sagði hann við sjálfan sig. Gangi mál- anna verður ekki breytt. Yfir- gefðu fylgsni þitt og haltu tafar- laust af stað til Noregs. Þeim tekst aldrei að hafa hendur í hári þínu. Hann bjó mal sinn, brá hon- um um öxl sér og hugðist halda af stað. En hann gat það ekki. Loforðið, sem hann hafði gefið Nadyu um að taka hana með sér, hélt honum föstum. Hann varð að komast að raun um hvað orðið hefði um hana. GRANT hafði fengið í hendur brottfararskilríki sín. Hann var skráður um borð á „Kvöldstjörn- una“ þegar hún léti úr höfn. Um leið og hann kom inn fyr- ir þröskuldinn í herbergi Katyu þetta kvöld, fann hún að eitt- hvað óþægilegt hafði gerzt. „Hvað er að?“ spurði hún. „Hef- urðu frétt af unglingunum okk- ar?“ „Hvaða unglingum?“ spurði hann undrandi. „Um hvað ertu að tala?“ „Yeiztu ekki að unglingarnir, sem lögðu stund á ólöglegt mang, hafa verið teknir höndum?“ Hann leit á hana, fast og snöggt. „Dmitri líka?“ spurði hann. Framhald í næsta blaði. Gerð 4403-4 faanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN Hafnarfirfii - Siinar:. 50022, ~>002:> <xj 50X22. - Rqykjavik - Slmi 10322 - Vcsturvci VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.