Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 2
I fullri alvöru: C a t a I i n a skyrtur tala sínu eigin máli. Fallegir nýtízku litir, sem smekkmenn einir kunna að meta. Ný snið, þrengri um mittið, víðari um brjóstið. Góðar skyrtur þurfa ekki að kosta meira-, það sýna C a t a I i n a skyrtur og allur sá fjöldi smekkmanna, sem kjósa sér C a t a I i n a skyrtur. FATAVERKSMIÐ3AN FÍFA HREIIM PERLA I' HUSVERKUINIUM Þepr þér hafií einu sinni þwegið með PERLU komizt þér að raun um, hve þvotturinn getur orðið hvitur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvitan og gelur honum nýjan. skýnandi hlæ sem hvergi á sinn lika. PERLA er mjbg notadrjúg. PERLAIer sérstaklega vel meí þvottinn og PERLA léttir jínr störlin. KaupiS PERLU i dag og gleymið ekki, aS meí PERLll láið þér hvitari þvott, með minna erfiði. Pl 1 Rifizt á Raufarhöfn Það voru furðulegar móttökur sem ég og kunningi minn urðum fyrir í verzluninni Bræðurnir Einarsson, á Raufarhöfn í sumar. Við komum þarna inn til að kaupa okkur kók. Ung stúlka afgreiddi okkur og var hún hin kurteisasta. Slangur af ungu fólki var þarna inni, enda margt um manninn á Raufarhöfn á þessum árstíma. Er við vorum að drekka okkar kókir, kemur stormandi fram í búðina miðaldra kona, með nótu- bók á lofti og fer að skamma afgreiðslustúlkuna fyrir lélegan frágang á nótunum, og trassa- skap í því sambandi. Má vera að konan hafi haft rétt fyrir sér, en ósköp vorkenndi ég stúlkunni. Þar kemur að í ræðu konunnar, að hún skammar stúlkuna fyrir að safna um sig þessum skríl í búðina. Mér hafði hitnað í hamsi yfir tillitsleysi konunnar við stúlkutetrið og gat nú ekki orða bundizt er hún nefndi viðskipta- vinina slíku sorpyrði. Ég spurði hana því hvort þetta orð hennar hafi átt við alla þá, sem staddir væru í búðinni. Hún kvað það vera, undantekningarlaust. Ég sagði henni að ég hefði aldrei orðið fyrir sliku áður og kynni illa að meta. Hún kvað allt að- komufólk hinn mesta skríl og ég skyldi hypja mig út annars hringdi hún á lögregluna. Ég bað hana gera það strax og standa fyrir máli sínu. Ekki vildi hún gera það en leizt sýnilega ekki á blikuna og fór inn fyrir. Mér var sagt að slíkar móttök- ur væru ekkert einsdæmi frá hendi þessarar konu. Svona fólk finnst mér að ætti að sleppa því að standa fyrir verzlun og þaðan af síður telja sig hafa efni á að svívirða fólk sem kemur til að verzla við það, þó ekki sé það aldið að árum eða gangi með harðan hatt. Ragnar Lárusson. 2 — VIICAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.