Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 5
færri sem féllu. Því eins og mál- tækið segir „þá leiðir eitt af öðru“ og við erum víst ekki all- ar jafn tilfinningalausar. Ef svo væri þá mynduð þið ekki sækj- ast eftir samveru við okkur meyjarnar. Kveðja frá einni sem féll! P. S. Ég held að við hrífumst mest af heiðvirðum strákum, en ekki af svokölluðum bullum. Mín reynsla er sú. Sú sama. Hugleiðing ... Kæri Póstur. í þessu landi hvassviðranna, varð okkur landsbúum kærkom- ið það fjaðrafok, sem þið orsök- uðuð á skáldskaparsviðinu. Vegna offramleiðslu andans verka hef- ur þar hangið yfir geispandi drungi að undanförnu. Kemur nú til álita, hvort 10% af ís- lendingum vilji ganga í flokk hinna 90% landa sem hlotið hafa náðargáfu skáldanna, og hylla þá sem slíka. Ég myndi segja að enginn má við margnum — eða er það ein- hver ný bóla á íslandi, að lands- menn séu skáld. Heldur fer þá hrörnandi ef upp skýtur allt í einu 10% þjóðarinnar sem and- lega snauðum. Annars þarf ekki þessa fá- 'dæma fordæmingu (hinna 10% andlega snauðu?) á ritdómunum. Ég trúi að hver okkar um sig sfandi ábyrgur gagnvart sjálfum sér um sinn eiginn innblástur — og þurfi ekki góðkenningu rit- dómara á afkvæmum hans; enda eiga allir sinn þroskaferil fram- undan. Jón Kári er bara efnileg- ur; enda tvíefldur! Ein af hinum 90%. Hvor var í rétti ... ? Pöstur kær. Ég var að aka eftir fáfarinni götu í gær, og á eftir mér ók lítill bíll. Þá þurfti ég að nema staðar, en hef víst gert það full snögglega, því að bíllinn fyrir aftan mig danglaði örlítið í minn bíl, en þó var ekki að sjá neina áverka á bílunum, og þess vegna var lögreglan ekki kvödd á vett- vang". En þegar ég steig út úr bíln- um, til þess að kanna, hvort ein- hverjar skemmdir hefðu orðið á bílunum, kom hinn bílstjórinn askvaðandi og jós yfir mig óbóta- skömmum, sagði, að það væri vítavert að stanza svona snögg- lega, að ég ætti ekki skilið að hafa bílpróf og þar fram eftir götunum, var sem sagt hinn dónalegasti í alla staði. Ég þóttist nú samt vera í mín- um rétti, og sagði ég karli, að hvernig sem á stæði, ætti hann að geta stanzað bíl sinn, hversu snögglega sem ég hemlaði, -en karl vildi ekki fallast á það. Ég hef ekki getað náð í um- ferðarlögin, en ég þykist þó full- viss um, að ég hafi haft á réttu að standa. Ég skrifa þetta í þeirri von, að bréf mitt verði birt og bílstjórinn ósvífni (vona ég) lesi úrskurðinn. Ef ég hef hins vegar ekki verið í fullum rétti, þá gæti þetta bréf og góðfúslegt svar þitt, Póstur góður, orðið til þess að leiða sannleikann í ljós, því að ég er sannfærður um, að margir eru engan veginn vissir um rétt sinn í slíkum tilfellum. Þökk fyrir. Ökuþór. -----—- Sá, sem ekur aftan á næsta bíl, hversu snögglega sem sá bill hemlar, er alltaf í órétti. Bílstjórar verða ávallt að vera viðbúnir hinu versta. Ég vona, að þessi önugi bílstjóri lesi þessi skrif og skammist sín. Frjálsræði ... Kæra Vika. Ég tók eftir því í þessum við- tölum, sem þið höfðuð við út- lendinga, sem búsettir eru á íslandi (prýðisgóð viðtöl), að allir þeir, sem minntust á drykkjusiði okkar fslendinga, sögðu, að allt ófremdarástandið stafaði einungis af of litlu frjáls- ræði í þessum málum, of miklum og ströngum höftum. Ég hef alltaf verið þessarar skoðunar og er það enn. Ég held, að bindindispostular þessa lands ættu að hugsa þetta mál vand- lega. Úr því að þeir geta ekki losnað við brennivínið fyrir fullt og allt -— en auðvitað er það fjarstæðukennd hugsjón — ættu þeir þó að reyna að berjast fyrir bættri brennivínsmenningu í landinu í stað þess að verða bein- línis til þess að auka drykkju- skap — t. d. með því að banna bjór og vínbúðir og þar fram eft- ir götunum. Ég held, að þetta sé staðreynd, sem hver meðalþöng- ulhaus ætti að gera sér grein fyrir. Bakk Uss. Rí-'w.í — krefst daglegrar umönnunar Créme á l’orangt Verndar og mýkir þurrt, viðkvæmt hörund og lætur liinum þurru og þyrstu húðfrumum næringarvökva í té. Inniheldur fjörcfnablöndu (A -j- C) úr appelsínum, auk annarra lífrænna efna. ) Crcmc Asiralc Þetta næringarmikla næturcrem inniheldur lífræn efni og fjörefni (A -j- B). Síast djúpt inn í hörundið, og vcitir því þegar i stað nauðsynlega næringu. Cacla Crcmc —■ crem-mjólk með orkídeu-fjörva. Hreinsar viðkvæm- ustu húð og hefur um leið fegrunaráhrif. Skapar hið rétta rakajafnvægi og heldur húðinni mjúkri. Fullkomin ORLANE PARIS húð Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella — Gyðjan Laugavegi 25. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, Isafirði — Kf. Borg- firðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum — Kyndill, Keflavík — Drangey, Akranesi —t Verzlunin Perlan, Húsavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.