Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 39
ENN EIN NYJUNG FRÁ HÍBÝLAPRÝÐI HÍBÝLAPRÝÐI TILVALIÐ ÞAR SEM FLYTJA ÞARF MAT MILLI HERBERGJA EITT BORÐ I STAÐ MARGRA SIMI 38177 HALLARMÚLA í HELGREIPUM SAHARA. Framhald af bls. 7. trjástofna. Þar tjölduðum við með segldúk við bílinn, til að hlífa okkur fyrir mesta hitanum. Erfiðleikarnir liófust, þegar við œtluðum að leggja af stað aftur. Afturhjól bilsins náði ekki neinu viðnámi i sandinum, spól- uðu án afláts og grófu sig stöðugt dýpra niður, unz bíllinn var sokkinn upp að öxlum. Eins og fyrr er getið, höfðum við hvorki skóflur né virnet meðferðis. Við urðum því að róta sandinum frá hjólunum ber- um hönduiri, og það tók okkur fullar þrjár klukkustundir. Alan sýndi það nú, að hann var reyndur ekill við þessar að- stæður. Hann sá nokkurnveginn hvar sandurinn mundi grunsam- lega laus fyrir og krækti þar framhjá, eða hann setti alla þá ferð á bílinn, sem unnt reyndist, í þeirri von að okkur bæri yfir, áður en afturhjóin spóluðu. En þrátt fyrir alla reynslu hans og dugnað fór svo, að við sátum þrivegis föst i lausasandi þetta sama kvöld. I hvert skipti, sem það lcoin fyrir urðum við að leggjast á fjórar fætur og róta sandinum frá með höndunum. Sólargeisl- arnir brunnu á baki okkar og allskonar flugur og skorkvik- indavargur sótti að okkur. Þeg- ar okkur liafði svo loks tekizt að róta frá lijólunum, urðum við ýta bílnum af alefli, þangað til svo fast varð fyrir að við gátum ekið af stað. Þennan dag fórum við ekki nema 25 mílur. Næsti áningar- staður okkar var vinin In-Gues- san, en þangað áttum við enn ófarnar 95 mílur vegar. Okkur leizt að sjálfsögðu elcki á blikuna, og ekki tók betra við, þegar við fórum að athuga vatns- birgðirnar. Okkur til skelfingar áttum við ekki nema þrjá lítra eftir, þar af var einn litri á búnsí'nbrúSa, sem bersýnilega hafði ekki verið nægilega vel þveginn, að minnsta kosti var það vatn liræðilegt á bragðið. Alan var nú ekki lengur eins kátur og spaugsamur, og hann átti að sér. Ilann hafði ekki lengur gamankviðlinga á reið- um höndum, þegar eitthvað gekk úrskeiðis. Við vorum öll úrvinda af þreytu og taugar okkar spenntar. Daginn eftir tók enn verra við. Við hugðuinst aka af stað, en um leið spóluðu afturhjólin og grófust ofan í sandinn á einni svipstundu. Við áttum ekki um annað að velja, en að taka úr honuin allan okkar farangur og bera hann að minnsta kosti hundrað og fimm- tíu metra á leið, þangað sem sandurinn virtist að minnsta kosti fastari undir. Og enn urð- um við að beita berum liönd- unum við að róta sandinum frá hjólunum, ýta siðan bílnum all- langan spöl og ferma hann aftur. Þetta endurtók sig siðan hvað eftir annað. Bíllinn sat fastur, og við urðum að róta frá hjól- unum og ýta honum, og i hvert skipti urðum við að afferma hann, bera farangurinn langar leiðir og ferma bílinn siðan á nýjan leik. Við vorum nú komin á það svæði, sem einna örðugast var yfirferðar þvi að' þar skiptist á laus foksandur, ljósgulur að lit, fíngerð möl og randhvassir steinar. Enn festist bíllinn, og enn hófum við sönni baráttuna, en í þetta skipti fór svo, að við urð- um að gcfast upp af þreytu, hita -—- og þorstá. Loks tjölduðum við nokkrum ábreiðum, þannig að við hefðum af þeim nokkurn skugga. Þar lögðumst við síðan endilöng, alltof þreytt til að við gætum fengið okkur inatarbita, hvað þá meir. Við Alan ræddumst við í liálf- um hljóðum, til að vekja ekki ótta með þeim, konunum. Okkur var það báðum ljóst, að í þetta skiptið sátum við fast- ir fyrir alvöru, og að okkur mundi aldrei takast að losa bíl- inn úr sandinum nema með aðstoð og nauðsynlegum hjálp- artækjum. „Það er einungis um eitt að ræða“, varð mér að orði, „að ég haldi af stað fótgangandi til In- Guezzan og sæki hjálp“. Enn áttum við 65 milur ó- farnar til In-Guezzan yfir sjóð- heitan sandinn. Fyrir reynslu- skort minn og einfaldni sá ég ekki fram á það, að það jafn- gilti þvi að bjóða dauðanum heim, að ætla sér að fara fót- gangandi þcssa leið. Eg geri ráð fyrir að Alan hafi gert sér þetta Ijóst — en okkur var öllum bráður bani bú- inn hvort eð var, ef ekki barst lijálp, svo að í rauninni mátti einu gilda. Það mátti lieita ger- samlega útilokað, að þau hin kæmust lifs af til næstu vinjar, án ökutækis. „Ef annarhvor okkar á að freista að komast til In-Guezzan eftir hjálp", varð Alan að orði, „þá ber mér að gera það“. „Ég cr yngri en þú“, maldaði ég í móinn, „og þessvegna líkara til að mér takizt það“. Þær konurnar heyrðu að við vorum ósammála um eittlivað og vildu fá að vita orsökina. Þegar þær heyrðu hvað um var að vera, snerust þær báðar á sveif með Alan, og töldu ekki annað kotna til mála en að hann færi. Iiann hefði reynsluna, sögðu þær. Alan tók sinn sammt af þvi VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.