Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 40
VINSÆLASTA HEIMAPERMANENTIÐ HÉR A LANDI frá Richard Hudnut með hinum frábæra Clean Curl festi Framkallið eðlilega fegurð hárs yðar með Richard Hudnut heima- permanenti. Clean Curl festir, gerir hárliðunina ánægjulegri, auð- veldari og fljótvirkari vegna þess að Clean Curl festirinn hreinsar hár yðar um leið og hann gefur liðuninni endingu. Clean Curl gerir hár yðar lifandi, eðlilegt og ilmandi. — Stúlkur, sem nota Style- permanent vekja athygli fyrir hársnyrtingu sína. Bleikar umbúðir fyrir mikla liðun. Bláar umbúðir fyrir mjúka, látlausa liðun. — Islenzkar notkunarreglur með hverjum pakka. — Stór pakki. — Lítiil pakki. Framkallið eðlilega fegurð.hárs yðar með FRÁ RICHARD HUDNUT Einkaumboð: Heildverzlun Péturs Péturssonar, Hafnarstræti 4. — Símar: 11219 og 19062. litla vatni, sem eftir var, og Freda bauð honum sinn skammt að auki, en liann vildi ekki þiggja liann. „Þú hefur alla þörf fyrir hann sjálf, og þótt meira væri,“ sagði hann. 'Barbara bauð honum að láni barðastóran hatt, sem hún átti, og veitti nokkurt skjól fyrir sól- argeislunum, en hann vildi ekki þiggja hann heldur. Hann batt stórum klút um höfuð sér, og þannig búinn lagði hann af stað út á eyðimörkina, í einhverja þá liættulegustu för, sem hugsazt getur, og nokkur maður hefur nokkurntíma lagt upp í. Mér varð litið á slóð hans. Sporin voru að minnsta kosti tveir þumlungar á dýpt. Þegar rökkva tók og konurnar nutu svefns og hvíldar, gerði ég enn eina tilraun til að losa bíl- inn. Ég notaði samanfelldan tjaldbedda sem undirstöðu, reyndi að lyfta afturhjólunum, öðru i senn, og hugðist skjóta beddanum undir. Hvað eftir annað missti lyftirinn tök, en að lokum hafði mér þó tekizt að skjóta beddum undir bæði afturhjólin, en fyrir framan þá lagði ég svo ábreiður og segl- dúk á lausan sandinn. Að því búnu settist ég aftur upp í bílinn, setti hreyfilinn í gang og ók hægt og gætilega af stað. Tilraun mín tókst jafnvel betur en ég hafði þorað að vona, og konurnar vöknuðu við fagn- aðarhróp mín, þegar bíllinn stóð aftur á sæmilega þéttum sandi. Við hlóðum nú aftur farangri og biðum þess með óþreyju, að birti á ný, svo að við gætum lagt af stað. Þetta var miðvikudaginn, þann 11. maí. Við lögðum af stað um leið og fyrsta dagskíma sást, og ókum í slóð Alans. Þennan dag festist bíllinn alls sjö sinnum, en okkur tókst þó alltaf að losa hann, nema í siðasta skiptið. Þá vorum við orðin svo úrvinda af þreytu að við gátum ekki meir, en létum fyrirberast þar, sem við vorum komin, allt lil sólarlags. Þá tók- um við aftur til óspilltra mál- anna, og eftir fjögurra klukku- stunda þrotlaust erfiði, ókum við enn af stað. DAGINN eftir festum við bílinn ekki nema fjórum sinnum. Þeg- ar okkur hafði tekizt að losa hann í fjórða skiptið og vorum að ýta lionum þangað sem fast- ara var undir, fannst mér sem ég sæi einhverja hreyfingu úti við sjóndeildarhringinn. Ég néri augun og greip til sjónaukans, en hendur mínar titruðu svo mjög, að ég ætlaði ekki að geta stillt hann. Ég óttaðist að þarna kynni að vera eingöngu um hillingar að ræða, en með sjónaukanum sá ég að þarna var vörubíll á ferðinni og stefndi i áttina til okkar. Ég rak upp fagnaðaróp. Vörubíllinn nálgaðist okkur i ótal krókum, framhjá laussand- inum. Nam loks staðar snerti- spöl frá, þar sem bíllinn okkar stóð. Barbara gat ekki gráti varizt þegar við héldum þangað, sem vörubíllinn hafði staðnæmzt. Það mátti ekki seinna vera að okkur bærist lijálp, því að vatn- ið var þrotið; ekki nema einn eða tveir munnsopar eftir. Maður kleif niður á sandinn. Fyrst i stað bar ég alls ekki kennsl á liann. Það var Alan, en svo mjög hafði hann breytzt, að hann mátti heita nær óþekkj- anlegur. Hann minnti mann á beinagrind, það virtist ekki vera nokkur holdtætla eftir á hans skrokk. Augun lágu djúpt inni í liöfð- inu og hvarmarnir voru bólgn- ir, andlitið næstum svart af sól- bruna, en þó með nokkrum skellum, þar sem sandurinn hafði setzt i svitann, svo að sól- argeislarnir komust ekki að hör- undinu. Hann var berlfættur, og varð að styðjast við vörubíl- inn til að verjast falli. Við föðmuðum hann að okk- ur. Hann talaði slitrótt, en þó gátum við nokkuð ráðið það af orðum hans, hvílíka raun hann hafði orðið að þola. Að visu þurfti ekki orð til. Útlit hans talaði sínu máli. Daginn, sem hann skildi við okkur, hafði hann gengið fram í myrkur, en siðan lagzt fyrir, örmagna af jireytu, þangað til tunglið kom upp. Þá hélt hann ferðinni áfram, og rakti leiðina eftir benzíntunnunum svörtu, yfir sandauðnina. VIÐ og við fékk hann sér svo- lítinn sopa af viskýinu, sem hann hafði meðferðis, en geymdi sér vatnið i lengstu lög. Vissi að liann mundi liafa þess enn meiri þörf, þegar sólin kæmi upp og hitinn nálgaðist aftur hámark sitt. Undir dögun varð hann fyrir því óhappi að linjóta um stein, enda örþreyttur orðinn. Við fallið hrotnaði önnur vatns- flaskan, sem hann bar á sér. En áfram hélt hann, eftir að sól var kominn hátt á loft, reik- aði áfram eins og svefngengill og taldi stöðugt benzíntunnurn- ar, sem liann fór framlijá. Þegar líða tók að hádegi, hneig hann örmagna niður. Sól- argeislarnir brunnu á honum, þar sem hann lá, og honum var ljóst, að hans siðasta stund kæmi fyrr en varði, ef hann 4Q — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.