Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 43
mælti Dmitri. ,,En ég get elcki brugðizt þeim hinum.“ „En þú getur ekki orðið þeim að neinu liði, Dmitri.“ „Ég held þó hópinn. Reyni hvað ég get.“ „Hópnum verður sundrað og þið verðið send sitt í hverja átt- ina, þegar þar að kemur . . .“ „Ég verð þá hjá þeim þangað til.“ Þarna stóð hann, lotinn og lág- vaxinn og horfði yfir til þorpsins úti við hafið. Þarna stóð hann á fjallsbrúninni, sá hinn litli Mós- es, og starði yfir á Fyrirheitna Landið, sem hann vissi að hann mátti einungis augum líta. „Þú hefur lagt á þig mikið erf- iði til einskis,“ hrópaði hún af innstu hjartans sannfæringu. „Kannski. Kannski ekki. Við sjáum til.“ Hann reisti hana á fætur. „Ég ætla að doka hérna við og sjá til ferða þinna niður í þorp- ið,“ sagði hann. „Þú skalt knýja dyra á húsinu þarna, þar sem báturinn liggur fyrir utan. Það virðist vera fiskimaður, sem þar á heima. Ég er viss um, að þar verður tekið vel á móti þér og að þú mátt treysta því fólki.“ Þau horfðu hvort á annað and- artaksstund. Svo kyssti hún hann á vangann. Vafði hann örmum, fast og innilega. „Nú verður þú að koma þér af stað,“ sagði hann. Hann stóð enn á fjallsbrúninni, þgear hún kom að húsinu sem hann hafði bent henni á og knúði þar dyra. Hann sá einhvern koma út og að þau ræddust þar við andartak, og að hún hvarf síðan inn fyrir. Hann tók upp riffilinn sinn, sem hann hafði lagt fró sér, hristi mjöllina vand- lega úr hlaupinu. Því næst sá hann dyrnar á húsinu opnast; hún kom út fyrir og veifaði til hans. Hann veifaði á móti og hún hvarf inn í húsið aftur. Þá sneri hann við og lagði af stað til baka, leiðina, sem þau höfðu komið . .. Þ E G A R hann gekk inn í skrifstofu Arnaldovs fulltrúa, sat fulltrúinn þar við skrifborð sitt og reykti ameríska sígarettu. „Einmitt það, já,“ varð Arn- aldov að orði. „Þú hefur þá af- ráðið að ganga okkur sjálfvilj- ugur á vald.“ „Það er rétt til getið,“ svaraði Dmitri um leið og hann lagði bakpoka sinn upp á skrifborðið. „Og hérna er afgangurinn af birgðunum. Það sem leitarmönn- um þínum sást yfir.“ Fulltrúinn opnaði bakpokann í skyndi. „Ég skil,“ sagði hann. En svo virtist hann verða fyrir vonbrigðum. „Það eru ekki nema fáir pakkar af sígarettum. Og hvað er nú þetta eiginlega?" „Nestisskammtur, sem þeir hafa í björgunarbátunum. Ég var að hugsa um að flýja til Noregs.“ „Hvers vegna gerðir þú það ekki?“ spurði fulltrúinn. „Þú trúir því vafalaust ekki, þó að ég segi þér að það hafi verið vegna þess að ég vildi ekki flýja mitt eigið land,“ svaraði Dmitri. „Nei, því trúi ég ekki. Náung- ar eins og þú eiga sér ekkert föðurland. Þú ert heimsborgari að allri gerð.“ „Ég skal segja þér eins og er. Ég hafði áhyggjur af félögum mínum ...“ „Jæja, svo að þú ert tilfinn- ingasamur eins og hinir, þegar á reynir, ha?“ „Ég býst við því.“ „Þú ert merkilegur náungi. Það er synd og skömm að við skulum verða tilneyddir að svæla allt hið merkilegasta ...“ Arpaldov kallaði á hervörð- inn. „Segðu Gradinkov að koma og tala við mig.“ Gradinkov kom inn að andar- taki liðnu. „Hvernig gengur þér að hand- sama foringja óaldarflokksins? Þennan Dmitri?“ þrumaði Arn- aldov. „Við erum komnir á slóð hans. Ég þori að ábyrgjast, að við verð- um búnir að klófesta hann áður en tveir sólarhringar eru liðnir.“ „Þið getið hætt eltingarleikn- um. Hann situr hérna. Þið hefð- uð ekki klófest hann næstu tutt- ugu—þrjátíu órin.“ Gradinkov starði á Dmitri. „Er þetta hann?“ spurði hann undrandi. „Ertu viss um það?“ „Það er hann. Ég er viss um <það.“ „Þessi drengur? Er það hann, sem gert hefur okkur allt þetta erfiði?' „Hann og enginn annar.“ „Síðasti auðvaldssinninn. Ekki verður það nú á honum séð.“ „Síðasti auðvaldssinninn. Jú, þetta er hann.“ „Það skal ekki taka okkur langan tíma að skafa þann ósóma úr hugarfari hans.“ „Þú heldur það,“ mælti Arn- aldov kuldalega. „Láttu okkur um það,“ varð Gradinkov að orði. „Komdu, þinn auðvaldsseggur.“ LESTARVAGNARNIR voru gamlir og úr sér gengnir, eim- vagninn smíðaður einhverntíma fyrir fyrri heimsstyrjöldina og kynntur viði. Klefarnir voru kaldir, en enginn kvartaði, enda hefði það ekki þýtt neitt. Börn- in hjúfruðu sig hvert að öðru til að halda á sér hita. Nadya, Dmitri og Vladimir lágu saman úti í horni. Þau voru þau einu af félögunum, sem tek- izt hafði að halda hópinn og komast í sama vagninn. Vladimir varð litið þangað sem vörðurinn sat. Hann hafði matarskammtinn þeirra allra í körfu hjá sér, en sparaði hann við þau sem hann mátti. Sjálfur stýfði hann rúgbrauðshleif úr hnefa og tuggði græðgislega. „Ég er banhungraður,“ varð Vladimir að orði. „Við fáum ekki matarbita fyrr en í kvöld,“ svaraði Nadya. „Við verðum að reyna að festa hug- ann við eitthvað annað.“ „Ég er líka orðinn svangur,“ sagði Dmitri. „Leggizt þið fast að mér. Kannski finn ég einhver ráð.“ Þau Vladimir og Nadya skýldu honum, svo að samferðafangarn- ir sæu ekki til. Dmitri stakk hendinni inn undir barminn á loðfóðraðri úlpu sinni og dró loks fram annað armbandsúrið, sem hann hafði fólgið þar milli laga. Síðan reis hann á fætur og slangraði þangað, sem vörðurinn sat. Vörðurinn hafði bitið af brauðhleifnum. „Hvað vantar þig?“ tuldraði hann illskulega með munninn fullan. „Viltu eiga viðskipti við mig?“ spurði Dmitri. „Viðskipti við þig?“ „Já. Tvo brauðhleifa fyrir eitt armbandsúr?“ „Komdu með úrið, eða ég tek það af þér með valdi.“ „Ef þú gerir það, segi ég lið- þjálfanum að þú sért með það á þér, og þá tekur hann það af þér með valdi, eins og þú af mér.“ Vörðurinn virti hann fyrir sér og það kom hik á hann. „Þrjá hleifa af brauði, og þú færð úrið.“ „Þú sagðir tvo áðan!“ „Já, en nú vil ég fá þrjá. Viltu ganga að kaupunum, áður en ég hækka það upp í fjóra?“ „Hvar ertu með úrið?“ Dmitri sýndi honum það. Hann teygði fram höndina og augun loguðu af ágirnd. „Brauðhleifana fyrst. Svo færðu úrið,“ sagði Dmitri. Vörðurinn seildist ofan í körf- una, dró upp þaðan tvo brauð- hleifa og rétti honum. „Þrjá, eða þú færð ekki úrið,“ sagði Dmitri. „Ég veit að þú hefur dregið af okkur brauð, sem þú selur síðan á brautarstöðvunum," sagði Dmitri við vörðinn. „Héð- VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.