Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 44
Olymp 0 Hér er hin vinsæla OLYMPUS S ... 35 mm. • Framúrskarandi myndavél á hóflegu verði. © Útbúin öllum tæknilegnm nýjungum. 0 Mjög ljósnæm, Olympus Zuiko, linsa, F I. 8 = 42 mm, sem gefur eggskarpar myndir við allar aðstæður! © Innbyggður ljósmælir! ® Sjálfvirlc á allar hraðastillingar! INNFLYTJENDUR: LJÓSOP: 1.8 = 42 mm. • Vegna hinnar ljósnæmu linsu, þá getið þér tek- ið innimyndir, litmynd- ir eða svart-hvítar myndir, án þess að nota leifturljós (flash). VERÐ AÐEINS SÖLUUMBOÐ f REYKJAVÍK: ÍSALDA Sf. Pósthólf 1075, Reykjavík. HANS PETERSEII Bankastræti 4, sími 20313. an í frá lætur þú okkur fá þann skammt refjalaust, sem okkur ber, en þessa þrjá hleifa dreg- urðu af þínum eigin skammti. Annars segi ég liðþjálfanum allt af viðskiptum okkar í sambandi við úrið.“ Þegar hann hélt aftur til þeirra Nadyu og Vladimirs, sá hann að öll hin börnin mændu löngunaraugum á brauðin. „Þrír hleifar er meir en nóg handa okkur öllum,“ sagði hann og hélt hátt brauðunum. Og börnin brostu. Dmitri rétti Nadyu brauðin, sem deildi þeim meðal barnanna. Dmitri hallaði sér aftur út af í klefahorninu. Jæja, hugsaði hann, ætli það verði ekki eitthvað þessu líkt í betrunarskólanum. Það er aðeins þetta, hugsaði hann enn, hvað skyldi maður geta verzlað með þar? Hverju mundi fólk þar hafa ágirnd á? En eitt vissi hann. Ef maður hugði á viðskipti, hvort heldur sem var í betrunarskóla eða ann- ars staðar, varð maður að vita hvað fólk girntist, og hafa það á boðstólum ... LYSTARLAUSA STÚLKAN. Framhald af bls. 17. seiða mig ekki lengur. Þér vitið það bezt sem læknir, hvernig þessi heitu, unaðslegu lönd lama þrótt manns smám saman." „Ég veit það,“ svaraði læknir- inn. „Ég hef sjálfur dvalizt í San Cristobal — líka í Haiti, að vísu ekki nema skamman tíma hérna megin í eynni, en lengst- an tímann fyrir handan, í San Domingo.“ Þau ræddu síðan margt um Haiti, og vitnuðu í bækur, sem ritaðar höfðu verið um eyna, sem eitt sinni hafði verið frönsk ný- lenda, en síðan blökkumanna- lýðveldi í meira en öld.“ „Þér hafið vafalaust heyrt zombianna getið,“ varð ungfrú Hugo að orði. „Jú, ég hef heyrt þær heimsku- legu þjóðsögur," svaraði læknir- inn. „En ég hef líka sjálfur séð furðuleg, líkamsfræðileg af- brigði, þróunarbreytingar . . .“ „Já, einmitt," mælti ungfrú Hugo áköf. „Það er margt sér- stætt, hér í Haiti. Zombisagnirn- ar eiga sér mannfræðileg rök.“ Samræður þeirru urðu nú svo fræðilegar, að ég gat ekki fylgzt með , þeim, nema að litlu leyti. Ég veitti því athygli, að ungfrú Hugo spurði dr. Langton lækni hvort að hann hefði nokkurn- tíma heyrt zombia getið, annars staðar en í Haiti.“ „Einhvern tíma heyrði ég sagt frá mönnum, sem komu til eyj- arinnar, urðu fyrir þessum ó- skiljanlegu áhrifum — og breytt- ust í zombiur. Og það voru hvít- ir menn,“ bætti hún við og brosti. „Þvaður,“ hreytti læknirinn út úr sér. „Ég er maður ófróður,“ varð mér að orði. „En hvers konar fyrirbæri eru þessar zombiur eiginlega?" „Það er hald eyjarskeggja,“ svaraði ungfrú Hugo, „að þetta séu dánar manneskjur, sem gengið hafa aftur og verði ekki annað en svipur af sjálfum sér — án blóðs eða vitundar, ein- ungis skorpið og skinið hylk- ið ...“ „Heldur trúlegt það, eða hitt þó heldur,“ varð mér að orði. Læknirinn brosti. „Og þó er þetta ekki uppspuni einn,“ sagði hann. „Það hafa fyrirfundizt eitthvað svipuð fyrirbæri hérna í Haití, en aldrei hef ég þó heyrt að þær væru útflutningsvara. Ungfrú Hugo brosti svo sá í perluhvítar tennurnar. Djúp og seiðmjúk rödd hennar lét þægi- elga í eyrum. „Ég vona,“ sagði hún, ,,að þér takið orð mín eins og þau eru töluð. Mér hefur oft fundizt, að það væri margt, sem við fáum hvorki skilið né skýrt, sem læknar varast að minnast á, og aldrei sést getið í læknis- fræðilegum tímaritum. Það er eins og læknar hafi órjúfandi samtök um það, að þegja um allt það, sem skilningi þeirra og vís- indalegri þekkingu er ofvaxið. Er ekki eitthvað til í þessu, dr. Langton?“ „Þér vitið of mikið,“ tuldraði læknirinn. „Allt of mikið.“ Hún varð allt í einu alvarleg. „Satt bezt að segja, læknir góð- ur, þá er þekking min ákaflega takmörkuð. Ég leik mér að alls konar heilabrotum, og hef yfir- borðskynni af ýmsu. Ég hef mjög gott minni, skal ég segja yður, og sýg í mig alls konar stað- reyndir, á svipaðan hátt og þerripappírinn sýgur í sig skrift- ina. En ef þér reynduð að prófa þekkingu mína, læknir góður, munduð þér brátt verða þess vísari, að það er með hana eins og skriftina á þerripappírnum, Hún er gloppótt og óskýr á köfl- um, svo að maður verður að grípa til ímyndunaraflsins, þegar lesa skal í eyðurnar.“ „Þér þurfið ekki að reyna að telja okkur trú um að þér séuð gæddar sterku ímyndunarafli,“ varð mér að orði, „því að það dylst ekki neinum.“ „Þér eigið við það, sem ég sagði um zombíurnar, býst ég við?“ mælti ungfrú Hugo. „Jú, einmitt,“ viðurkenndi ég. „Ég vona, að þar sé eingöngu um ímyndun mína að ræða,“ svaraði hún. „Mér þætti sjálfri mjög fyrir því, ef för farþeganna í land yrði til þess, að við fengj- um zombíur að ferðafélögum hér um borð.“ Það var tveim dögum síðar, að læknirinn minnti mig á þetta 44 — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.