Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 9
Svona er tvinnað. Ella hefur sjálf gert tvinningatréð. sögð hún þúsund sinnum. Þess vegna skyldum við láta hana liggja en tala um eitthvað annað. Nú vissi ég', að önnur héti Ella, eða væri kölluð það, og vildi fá að vita, hvað hún héti fullu nafni. Sú í jakkanum hló og svaraði: — Elin Bjarnadóttir. — Og hin? — Kristín Guðrún Bjarnadóttir. Ég skrifaði niður nafnið. — Svona áttu ekki að skrifa það, sagði Kristín. Ég leit fyrst á hana, svo aftur á blaðið, til að gá hvort ég hefði kannski sett ypsilon í Kristín eða hvað. Ég sá þar enga prentvillu svo ég spurði: — Heldur hvernig? — Þú átt að skrifa bara Stína gamla á Heiði. Ég hugleiddi þetta með sjálfum mér og þagði því um stund, en þessi nýja vinkona mín, Stína gamla á Heiði, var enn með hugann við ættfræðina og greip tækifærið: — Sérðu hökuna, Ella? Framhald á bls, 41. — Þetta heitir dopulkeraba, sagði Stína. Ella lætur sig ekki muna um, að grípa í orfið og slá túnið. af því það er dálítið algengt í minni ætt, gall ég við þegar hún nefndi það. Og satt frá að segja, þá minnir mig að ég hafi einhvern tíma heyrt það að ég væri eitthvað skyldur þessari Þórunni, sem var gift — ja — ég man ekki í bili hvað hann hét — að minnsta kosti var ég eitthvað skyldur einhverri Þórunni, sem einu sinni átti heima í Skaftafellssýslum — eða þá ég var skyldur einhverjum, sem þekkti hana — ég man þetta ann- ars ekki. Ekki voru þær ánægðar enn. Við þvældum þarna um ættfræði fram og aftur góða stund, þangað til ég var varla viss um nöfn og fæðingarstaði foreldra minna lengur. Þá hreinlega gafst ég upp og lagði árar í bát. Ég viðurkenndi það hreinlega, að ég kynni ekkert í ættinni minni og mér þýddi ekkert að vera að reyna að rifja hana upp, þótt mér hefði verið VIKAN 37. tbl. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.