Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 14
MjNðlW Smásaga eftir Larry Hague Fyrsti uppskurðurinn þennan dag- inn stóð svo lengi yfir, að klukkan var farin að ganga tólf, þegar ég gat fengið mér eitthvað að borða inni á læknastofunni. Dr. Poole er. van- ur að koma aðvífandi fyrir fullum seglum stundvíslega klukkan hálf átta á hverjum morgni, og ég á ekki annars úrkosta en að velta mér fram úr rúminu undir steypibaðið og út úr því aftur og beina leið inn á skurðdeildina. En þegar Poole birtist í skurðstofunni, er eitthvað það við hann, sem fær alla til að vakna á stundinni. Það er, þó ekki nema sé stærðin á honum. Hann er svo hár að hann verður að beygja sig niður fyrir framan hjúkrunarkonuna, sem klæðir hann í sloppinn. Og svo þeg- ar hann rymur: — Góðan dag, herr- ar mínir, þá er eins gott að vera glaðvakandi, ef einhver, eins og ég, ber þær vonir í brjósti að verða ein- hvern tíma aðstoðarlæknir hans. Poole les fyrir í dagbækurnar á milli uppskurða, svo að þegar fyrsta sjúklingnum er ekið inn í lyftuna, innpökkuðum upp að hálsi, og næsta sjúklingi er ekið inn á skurðstof- una, gefast nokkrar mínútur til að fá sér örlítið í svanginn. Ef maður er vel liðinn af hjúkrunarnemunum, er kannski hægt að fá kökubita með kaffinu. Ég reyni því að vera vin- gjarnlegur og skemmtilegur við nemana. Ég er eins og stóribróðir þeirra, sem sjálfar hafa of marga aðdáendur. Ég er aðdáandi þeirra, sem enga aðdáendur eiga, og leik föðurhlutverk hjá þeim tauga- óstyrku, sem eru að hefja nám sitt. — Já, ég held nú, að ég sé ávallt reiðubúinn að vera öðrum til að- stoðar! Nemarnir eru reglulega glaðvær hópur. Þær geta ekki mikið látið bera á sér, með grímu upp að aug- um og íklæddar kyrtli með fallhlíf- arsniði, sem reirður er saman í mitt- Yflrlæknirlnn hafði horn I síðu hans, og þvi vissi ungí læknirinn, að hann gæti aldrei orðið skurðlæknir y — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.