Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 27
Hann kom til New York, með tuttugu dollara í vasanum, en veitir nú forstöðu bakaríi í stærsta hóteli í Nebraska. Við fréttum að hann væri staddur hér heima í sumarfríi og langaði okkur til að forvitnast dálítið um veru hans þar vestra. Við hringdum þess vegna til hans, þar sem hann var staddur hjá kunningjum sínum hér í bænum og fórum fram á viðtal. Hann kvaðst svo sem ekkert markvert hafa að segja, hann hefði bara farið þarna vestur, væri búinn að vera þar í ellefu ár og búið, en velkomið væri að ræða við okk- ur, já, já, guðvelkomið. Við snöruðum okkur því til hans og hér er árangurinn: — Hvaða ár fórst þú til Bandaríkjanna, Ólafur? — Árið 1952, til New York. Ég hafði þá um skeið unnið hérna á vellinum, en langaði til að freista gæfunnar vestra. Þegar til N. Y. kom, átti ég aðeins tuttugu dollara í vasanum og eyddi auðvitað helmingnum í vitleysu strax fyrsta daginn. — Varstu búinn að fá atvinnu ytra þegar þú fórst? — Nei, nei, það eina sem ég var búinn að gera ráðstafanir með, var húsnæðið, en það var ég búinn að tryggja mér hjá Ingibjörgu Halldórsdóttur, móður Birgis Halldórssonar söngvara. Hún leigir út herbergi og það voru oft íslendingar hjá henni. Ég var svo heppinn að hitta strax fyrsta daginn Ameríkana, sem ég þekkti af vellinum og hann benti mér á ráðningarstofu fyrir bakara, framreiðslumenn o. fl. Þangað fór ég því og fékk strax vinnu og gat byrjað daginn eftir. Þarna var ég svo í 7 mánuði, þá kom konan að heiman með barnið. — Þú ert bakari að iðn? — Já, ég lærði hjá Jóni Guðmundssyni á Hverfisgötunni. Um leið og ég var búinn að læra, keypti ég hluta í bakaríi á móti Ingólfi Guðmundssyni. Þá fór ég beint í meistarafé- lagið, seldi síðan og fór í sveinafélagið. — Þetta mundu sumir kalla afturför. — Hefurðu unnið að faginu öll árin ytra? — Já, ég keypti lítið bakarí í Fremont, sem er lítill bær í Nebraska, með um 19 þúsund íbúa. Bakaríið var í mestu niðurníðslu og kost- aði mig mikla fyrirhöfn að vinna því orð á ný. Þarna gekk mér mjög vel, en einn góðan veður- dag komu menn og sögðu að ég yrði að fara, þeir ættu að rífa húsið. Við þessu gat ég ekk- ert sagt, þar sem leigusamningurinn var út- runninn. Mér kom til hugar að byrja á öðrum stað í bænum, en hætti við það. Bæði var það að ég var orðinn nokkuð þreyttur af mikilli vinnu og svo hitt, að mér höfðu borizt mörg góð tilboð um að veita bakaríum forstöðu. Eitt tilboðanna var frá Cornhusker Hotel í Lincoln, þarna skammt frá, og þar sem ég þekkti til í borginni sló ég til og tók því. Þetta hótel er það stærsta í Nebraska. Það er tíu hæðir, hefur 300 gistiherbergi og marga veizlusali. Enn- fremur eru þar 2 almenningsmatsalir. Þarna dvelur fólk af öllum stéttum. Lincolnborg er höfuðborg Nebraska, hefur u. þ. b. 150 þús. íbúa. Mest ber þarna á Norðurlandabúum, Tékkum og Pólverjum, allt ágætisfólk. — Hvernig er veðurfarið? — Sumrin eru mjög heit og veturnir mjög kaldir. Hitinn kemst upp í 40 stig og frost getur orðið mikið, og iðulega snjóar þarna. — Hvernig er með upphitun? — Við hitum upp með jarðgasi, sem leitt er frá Suðurríkjunum. Sumir elda við jarðgas, það er ódýrara. Rafmagn höfum við frá kjarnaofni, þeim fyrsta, í Bandaríkjunum, sem byggður er til almenningsnota. Það er nokkuð dýrt, þar sem stofnkostnaðinum er skipt niður á fyrstu árin. En það mun ekki verða dýrara með ár- Framhald á bls. 49. Ólafur Jónsson. Myndina tók Kristján Magnússon í sumar. 7116 Fairfax Ave, Lincoln, Nebraska, U.S.A. VIKAN 37. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.