Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 39
okkar varla byrjuð. Öðru sinni urðum við að taka hamskiptum, því að okkur var búinn dýrleg- asti fagnaður, eins og hetjum eftir sigraða raun. Þúsundir manna biðu okkar á hafnar- bakkanum, þar á meðal evrópsk- ar þokkagyðjur í bíkiníbaðföt- um. Hygg ég óhætt að fullyrða, að sagnfræðilega séð hafi skotið þar dálítið skökku við móttök- ur þær, sem Kólumbus varð að- njótandi. KINS OG FUGLAHRÆÐUR f TÍZKUVERZLUN. Þegar í land kom varð okkur fyrst fyrir að fá okkur heitt bað, og því næst tólf rétta máltíð á glæsilegum matsölustað. Ekkert virtist of gott fyrir áhöfn „Nínu II“, sem fenginn var bústaður í frægasta gistihúsi borgarinnar, Hotel Metropole, og var þetta í fyrsta skipti, sem sumir af á- höfninni komust í kynni við slík- an munað, og það var því líkast sem við leiðangursfélagarnir níu værum fuglahræður í tízkuverzl- un innan um alla þessa fögru samkvæmisklæðnaði, karla og kvenna. Að veizlufagnaði loknum hlýddum við messu hjá föður Sagaseta í þeirri sömu kirkju, sem sagan segir að Kólumbus hafi hlýtt messu áður en hann lét í haf. Að því búnu tókum við til við undirbúninginn um borð í Nínu. Ég keypti unga geit, sem við skírðum Pinzónu, í höfuðið á ungri og fallegri stúlku, sem við höfum allir kynnzt nokkuð í Palos. Loks tókum við með okkur um borð kettlingsgrey. Matsveinninn Antonio gaf henni nafnið „Linda“, sem kvað þýða falleg á spænskunni. Hún varð þegar í stað yndi og eftirlæti allra fyrir fjör sitt og kæti. Þegar við höfðum skotið há- tíðlega af kanónu skipsins, gerð- um við tilraun til að róa Nínu úr höfn, eins og Kólumbus og menn hans munu hafa gert, en mótvindurinn varð okkur ofur- efli, svo að við urðum að þekkj- ast það góða boð að vera dregnir út fyrir hafnarmynnið. Þegar svo að dráttartaugin hafði loks verið leyst, held ég að við höfum allir verið því fegnastir að vera komn- ir aftur á haf út, úr öllum veizlu- fagnaðinum í landi. Og nú hófst loks hin eiginlega sigling okkar í kjölfar Kólumbusar, austur um haf til hins nýja heims. Okkur grunaði það ekki þá, að sú sigl- ing yrði okkur bæði erfiðari og hættulegri, en hún hafði orðið Kólumbusi. Það voru fyrst og fremst vist- irnar og vatnið. Við höfðum tek- ið með okkur birgðir af hvort- tveggja þó af meiri óskhyggju og bjartsýni en hóflegt gat talizt. Ég hafði grun um að vatns- kaggarnir gömlu, sem við tókum um borð í Las Palmas væru lek- ir, og að ávextirnir mundu fljót- lega rotna og spillast í rökum lestunum. Fyrstu vikuna, sem við vorum á siglingu, var farið ofan í lestina til athugunar, og kom þá í ljós að grunur minn var ekki að ástæðulausu, því að tveir kaggarnir af fimm höfðu lekið svo að ekki var deigur dropi eftir í þeim, en það þýddi að 40% vatnsbirgða okkar voru þrotnar. Carlos fyrirskipaði þeg- ar stranga vatnsskömmtun, og að farið skyldi sparlega með vín- ið. Það seinna reyndist þó ill- framkvæmanlegt; Spánverjarnir um borð voru því vanastir að drekka vínið eins og vatn. Ofan á þetta bættist svo það, að byrð- ingurinn tók enn að leka, þegar við höfðum siglt einar 60 mílur frá Las Palmas, og ekki bætti úr skák þegar ein af dælunum missti allt í einu sogkraftinn. Upphaflega var það áætlun okkar að sigla sem næst vestri, og aldrei suður fyrir 24. breidd- arbaug. En fyrsta hálfa mánuð- inn náði norðaustlægi staðvind- urinn aldrei að verða yfirsterk- ari; þess í stað var ýmist hörð vestanátt og ládeyða annað veif- ið og sterkur suðurstraumur. Ég mældi stöðu okkar hvenær sem færi gafst og komst að raun um að okkur rak stöðugt suður á bóginn; vorum jafnvel lengra frá San Salvador en þegar sigling okkar hófst. Mestar áhyggjur höfðum við þó af því hve ört gekk á vatnið og vistirnar spilltust. Við höfð- um ekki verið nema fimm sólar- hringa á siglingu, þegar helming- urinn af öllum ávaxtabirgðum okkar, melþnum, appelsínum, banönum og tómötum, var orðið svo skemmt, að við (urðum að varpa þeim fyrir borð. Carlos drakk jafnvel til reynslu sopa af sjó við og við til reynslu, ef til kæmi. Michael, sem kveið því versta, reið háfnet til að veiða í átu og svif. Bedoya gamli kom upp um kvíða sinn, þegar hann minnti mig á að hirða skinnið af geitinni, þegar við neyddumst til að slátra henni; það væri líka matur. Þetta varð til þess, að ég fór að bera saman aðstæður okkar og Kólumbusar. Hvort mundi verra — að vita eins og við gerðum, að 3000 mílna sigling var að áfangastað, og hafa ekki nægar vistir til að ná þangað, eða hitt að hafa nóg af vistum, en ekki hugmynd um hve löng sigling var framundan. Þetta var einskonar heimspekileg hugleið- ing um takmark og líkurnar til að ná því, og ekkert svar við spurningunni. Þannig gerir haf- ið einfalda menn að heimspek- ingum — og gagnkvæmt. Auk þess áttum við um borð í Nínu II við ýmis þau vandamál að stríða, sem Kólumbus og menn hans hafa eflaust látið lönd og leið. Það er til dæmis dálítið erfitt fyrst í stað fyrir nútíma- menn að láta sér lynda að hafa ekkert salerni annað en sjóinn, en öðrum ráðstöfunum varð að sjálfsögðu ekki viðkomið í ekki stærra skipi. Dag nokkurn, þeg- ar einn af áhöfninni sat með beran bossann út fyrir borð- stokkinn, varð honum litið aftur fyrir sig, og sá þá stærðar há- karl gægjast upp úr sjónum með gapandi kjaftinn. Það var því skiljanlegt að hræðslan við há- karlana gripi um sig um borð, sem meðal annars varð til þess að við Michael hættum að baða okkur í sjónum þegar lygnt var. Þetta kom sér illa fyrir okkur, því að rakinn og ódaunninn í vistarverum okkar var illþol- andi. Bedoya gamli hafði til dæmis hvorki farið í bað né skipt um föt mánuðum saman. Loks tókst mér þó að fá áhöfnina til að fá sér bað í sjónum, eftir að ég hafði sjálfur kafað undir kjöl til að sannfæra hina um að ekki væru neinir hákarlar í grennd- inni. Það var að vísu nokkur áhætta, en vel þess virði. Fiskiveiðin brást okkur fyrst í stað. Einu sinni sáum við nokkra hvalkálfa, og iðuglega sáum við hnýsuvöður, hákarla og flugfiska, en gátum ekki náð neinu ætilegu um borð. Á níunda degi veiddi Antonio þriggja punda fisk. Og á tólfta degi kall- aði presturinn allt í einu, að það væri heldur en ekki fiskur, sem kominn væri á hjá sér. Það var líka orð að sönnu — tíu feta há- karl og hinn harðasti viðureign- ar. Varð nú mörgum illa á í messunni hjá föður Sagaseta; Bedoya gamli reyndi árangurs- laust að slöngva lykkju um sporð illfisksins, Antonio reyndi að skutla hann og Carlos að höggva hann öxi. Geitin kumr- aði hátt af skelfingu, en Linda forðaði sér upp í reiðann, þar sem hún mjálmaði hástöfum. Því fór fjarri að viðureigninni væri lokið, þegar okkur tókst seint um síðir að innbyrða há- karlinn, því að hann barðist um á þiljum eins og óður væri. Það var furðuleg sjón að sjá þarna fimm eða sex karlmenn berjast við ófreskjuna vopnaða öxum, 15. aldar spjótum, skutlum og jafnvel sleggjum. Þegar minnst varði brá hákarlinn kjafti að fæti eins af fjandmönnum sínum, og flýðu þá allir, en Linda gerði sér lítið fyrir og stökk ofan á skrokk hákarlsins og fram á hausinn, á meðan hann var enn ekki dauður og brá kjafti að hverju, sem fyrir varð. Loks var hákarlinn dauð- ur, en við hresstum okkur á rommi eftir afrekið og hlýddum harmonikkuleik — og gátum ekki sofnað lengi nætur, svo æstir höfðum við orðið í viður- eigninni. FRAMLEIÐUM: INNIHURÐIR ÚR: Eik Mahogany Tekki Oliveraski Hvítaski Frado Rósaviði (indverskum. Avodire ÚTIHURÐIR ÚR: Tekki Afromosia Afzelia Oregon Pine Þyljur með álímdum spæni á harðplötur og striga. Tökum að okkur innréttingar íbúða, stórverk og minni framkvæmdir. BYGGIR h.f. Sími 34069. •— Reykjavík. _______________________I VIKAN 37. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.