Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 48
YOKOHAMA er elzti hjólbarðairamleiðandi Japans og býður því upp á mikla reynslu í gerð hjólbarða. YOKOHAMA framleiðir hjólbarða og slöngur fyrir allar gerðir bifreiða — bifhjóla, landbúnaðarvéla o. s. frv. MARGAR GERÐIR — MÖRG MYNZTUR. YOKOHAMA TRYGGIR GÆÐIN, HAMA Einkaumboð: ASIUFELAGIÐ H.F. Hafnarstræti 11. Reykjavík. Sími 10620 TILHUGALÍF. Frh. aldrei, jafnvel ekki, þegar sonur líkkistusmiðsins tók að venja komur sínar til hennar á kvöld- in. Hann var ósköp indæll, en fór bráðlega að þukla hana og kreista og þá sagði hún blátt áfram við hann: „Til hvers ertu að þessu?“ „Nú, skilurðu það ekki, mann- eskja,“ svaraði hann með undur- furðulegu brosi. „Auðvitað af því að mér lízt vel á þig.“ „Hefurðu þá í hyggju að gift- ast mér?“ spurði hún, frómlega og ákveðið. Hann fór undan í flæmingi og vildi fá að kyssa hana, en hún leit í augun á honum, heldur kuldalega og ýtti honum frá sér. „Mér lízt vel á þig,“ sagði hún. „En ég líð ekkert flangs. Enginn annar en mannsefnið mitt fær að þukla neitt á mér.“ Þá hætti hann að koma til hennar og hún grét svolítið í laumi, því að henni hafði litizt vel á hann. Stuttu síðar hitti hún Sigurlinna steinsmið. Hann var ekki með neitt káf, en gekk beint til verks og bað hennar. Hún hugsaði sig um lengi vel. Sigurlinni var myndarmaður og þótt steinsmiðir gengu ekki með hálstau daglega, og gætu naum- ast talist heldri menn, voru þeir hátt hafnir yfir venjulegt verka- fólk og áttu að geta orðið ríkir, ef vel var á haldið. Hún hefði að vísu heldur kosið verzlunar- mann, einkum þá, sem sátu á skrifstofu, en þrátt fyrir ýmsar tilraunir í þá átt, hafði henni ekki tekizt að kynnast neinum þeirra. Sigurlinni var sterkur og stór- vaxinn og gæddur mikilli þolin- mæði, enda kom það sér vel, því hann varð að bíða eftir svarinu nokkuð á annað ár. Loks leyfði hún honum að kyssa sig eitt kvöld og sagði: „Ég skal giftast þér, þegar þú ert búinn að byggja handa okkur hús.“ Hann varð enn að bíða ár í viðbót og á meðan byggði hann steinbæinn. Það voru að vísu ekki vegleg húsakynni, en hún lét sér þau nægja, gegn loforði hans fyrir því, að hann skyldi bæta stórri stofu við hann seinna. Því næst giftust þau og níu mánuð- um seinna eignaðist hún Hann- es. Upp frá því varð hún eilítið stygglyndari en áður við Sigur- ilnna og þrjú ár liðu, þangað til að hún varð næst barnshafandi. Þá lét hún hann vita, að hún væri ákveðin í því, að hlaða ekki niður ómegð, því að barnmörg hjón yrðu sjaldan rík. Ekki þótti steinsmiðnum það neinn gleði- boðskapur. í þetta sinn fæddi hún and- vana barn, en orð sín stóð hún við, eigi að síður, og varð heldur kalt milli hjónanna upp frá því. Þóttist Sigurlinni illa svikinn að vera kvæntur og þó ekki kvænt- ur, en hún anzaði því til, að strax og efni þeirra væru orðin sæmi- leg, skyldi hún sýna honum meiri tilhliðrunarsemi í þessa átt. Hann benti henni á, að fæst hjón í þeirra stöðu væru betur í vegi stödd efnalega en þau. „Eða hvað viltu, að ég geri, á ég að stela peningum?" spurði hann heldur stygglega. „Við spörum hvern eyri, sem við getum og dembum honum í bankann, en maður verður auðvitað seint burgeis á laununum mínum einum saman.“ „Byggðu svolitla viðbót við kofann og sæktu um borgara- bréf,“ sagði hún og hafði hugsað þetta mál lengi. „Við getum haft dálitla verzlun, til að létta undir með okkur og hana get ég pass- að, núna, þegar drengurinn fer að komast af höndum. Hver veit, nema við getum önglað saman nógu miklu til að geta keypt stærra hús og verzlunarpláss uppi á Laugavegi. Það ætti að geta lánazt með tímanum.“ Sigurlinni var dagfarsprúður maður, en nú blés hann vonzku- lega. „Það held ég, að þú sért orðin vitlaus, kona,“ sagði hann og hafði hærra en hann var van- ur. „Til hvers andskotans eigum við að verða svona rík?“ „Ef allt gengur eins og ég vona,“ anzaði Þorbjörg hóglát- lega, þá ættum við að geta kom- ið vel undir okkur fótunum á svo sem tíu árum, að þú gætir hætt við steinsmíðina og gerzt kaupmaður eingöngu, Það mundi fara þér vel að hafa dálitla ýstru, svo myndarlegum manni og auð- vitað munur að þurfa ekki að böðlast í erfiðisvinnu daglega.“ Hún brosti til hans, en hann var, aldrei þessu vant, kominn í versta skap: „Kaupmaður, þvuh!“ sagði hann skrækróma. „Ja, fjandinn fjarri mér, ég segi bara það!“ Því næst steðjaði hann á dyr og kom ekki heim, fyrr en seint um kvöldið og var þá talsvert kennd- ur. Raunar var hann þá orðinn skapbetri og henti góðlátlegt gaman að öllum fyrirætlunum hennar. En allt í einu varð hann hugsi og eftir nokkra þögn sagði hann: „Andskoti væri það nú annars notalegt!" „Notalegt, hvað?“ hreytti Guð- ríður út úr sér. Þetta var í fyrsta sinn, að hún sá hann undir áhrif- um víns. Hann var annars mesti reglumaður. „Nú, hvað heldurðu — auð- vitað að vera kaupmaður, mann- eskja — og með ýstru í þokka- bót!“ Sigurlinni hló tröllslega. „Hvað ætli þú verðir!“ tautaði hún og bætti við í hálfum hljóð- um: „Mér kæmi ekki á óvart, þó að það yrði stutt í öllu hjá þér.“ Henni hnykkti við, er hún heyrði sín eigin orð og síðan varð hún beinlínis hrædd við þau, þegar þeir komu heim með hann slasaðan, nokkrum dögum seinna. Það var í fyrsta skipti, — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.