Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 2
Alltaf fjölgar Volkswagen i>>> Heildverzlnnin Hekla h.f. Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. í fullri alvöru: Nærgætni Orðið „nærgætni“ finnst ekki neins staðar í Biblíunni. Okkur virðist það undarlegt, þar sem þetta er svo þýðingarmikið at- riði í öllu því, sem viðvíkur um- gengnisvenjum samfélagsins. Að sýna öðrum nærgætni er álitin mjög lofsverð dygð, jafn augljós- lega og ónærgætni er fyrirlitleg og illmannleg. Vegna hvers minn- ist Ritningin ekkert á þetta? Eða skilgreinir hún þetta á annan hátt og með öðrum orðum? Auðvitað j er hin mannlega dygð nærgætnin innifalin í öllu því, sem guð- spjöllin segja um kærleikann til náungans. Hugsunarháttur, sem í raun og veru byggist á kærleiks- kröfu kristninnar felur einnig í sér nærgætni við náungann. Maður vill ekki gera þeim illt heldur hjálpa þeim. Maður vill ekki gera byrði þyngri heldur léttari að þola. Maður samgleðst náunganum vegna velgengni hans og ham- ingju svo að hún megi verða enn meiri, sorgum og áhyggjum hans tekur maður þátt í, sem væru þær okkar sjálfra til þess að á þann hátt geta veitt hugg- un og hjálp. í vissu og sérstaklega við- kvmæu atriði, höfum við prestar oft ástæðu til að íhuga mikilvægi og þýðingu pærgætninnar. Það er viðvíkjandi framkomu við fólk, sem ber byrði þungrar sorgar. Hversu oft hefur maður ekki fundið þörf til þess að ganga fram og stöðva ræðumann, sem af hugsunarleysi kvelur hina syrgjandi með orðgnótt, sem er eins og salt í opið sár. Hvenær mun þeim skiljast, að rósemi og þögn hefur miklu meiri þýðingu heldur en þessi orða- flaumur, sem sagður er af vel- vilja, en er oft sorglega innihalds- laus og þýðingarlaus. Og hvers vegna álíta svo margir nauðsyn- legt að ganga til hinna syrgj- andi og taka í hönd þeirra á meðan kveðjustund þeirra stend- ur enn yfir við hinn látna? Þá sér maður oft mismuninn milli nærgætins fólks og þeirra sem ekki hafa þann hæfileika. Sá, sem syrgir af einlægni og heilum hug, vill helzt vera lát- inn í friði. Samúð vina getur ver- ið til huggunar og hjálpar, en hún má ekki lýsa sér í því, að leggja stein á byrðina í staðinn Framhald á bls. 49. 2 — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.