Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 4
brjóstahöld og mjaðmabelti í fjölbre/ttu úrvali. vörur eru þekktar um allan heim f/rir gæði. Viðvörun. Kæri Póstur. Umferð er víst alltaf að auk- ast í henni Reykjavík og með henni slysin. Jafnframt þessari sífelldu aukningu hefur verið komið upp nýjum umferðamerkj- um úti um hvippinn og hvappinn, og er það vel. Á hverjum degi — er mér næst að halda — eru sett upp ný umferðamerki, sem eiga að bæta umferðina og draga úr ákeyrslum og slysum. Eitt af þessum merkjum er biðskyldumerkið, sem táknar, að sá sem kemur að slíku merki verði að víkja fyrir umferð bæði til vinstri og hægri. Þessi merki eru á öllum götuhornum, sem liggja að aðalbrautum, eins og gefur að skilja, en auk þess við hin og þessi hættuleg horn. Nú er smám saman verið að koma þessum merkjum fyrir á stöku hornum, enda þótt ekki sé um aðalbraut að ræða. Ekkert er við þessu að segja, nema gott eitt. En maðurinn er nú einu sinni þræll vanans og áttar sig ekki á því, þegar allt í einu er komið slíkt skilti á hornið, þar sem maður er vanur að aka í þeirri sælu trú, að maður eigi rétt- inn. Ég vil því gera það að tillögu minni, að lögreglan tilkynni það í útvarpi og blöðum, þegar slík skilti eru sett upp á ólíklegum stöðum. Það gæti komið í veg fyrir alls kyns leiðindi. Svo þakka ég áheyrnina. Svaraðu mér nú ekki, að allir bílstjórar eigi að vera vel á verði og taka eftir öllum skiltum — ég veit það mætavel. Það er bara mannlegt að yfirsjást hitt og þetta. Góðir við gæsina. Kæri Póstur. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að við íslendingar erum svona góðir við gæsina, þessa bölvuðu plágu? Ég kem varla svo upp í sveit, þegar líða tekur á sumar, að ég heyri ekki bænd- urna bölva gæsinni og það hressilega. Gæsin kvað gera mikinn usla í öllum gróðri og spilla mjög uppskerunni. Svo erum við að friða gæsina næstum allt árið, bara til þess að Bretar geti feng- ið að gamna sér við að skjóta hana í matinn. Að vísu finnst mér sök sér, að gæsin sé friðuð meðan hún er í sárum — en svo ekki meir. Ég veit það, að hverjum ein- asta bónda er meinilla við gæs- ina, og úr því verið er að skjóta hana á annað borð, því þá ekki að skjóta meira? Henni fer hvort eð er sífjölgandi — sem er allt annað en upplífgandi staðreynd fyrir blessaða bændurna. Svo kvað álftin ekki vera skömminni skárri — og mætti að skaðlausu skjóta nokkrar álftir. Það er stundum skringileg þessi mannúð okkar. Kær kveðja, Byssukarl og bændavinur. Bílpróf. Getur maður fengið bílpróf, ef maður er litblindur, Póstur minn? Gæi. --------Þess munu engin dæmi, að menn hafi ekki fengið bíl- próf hér sakir Iitblindu. Hins vegar gæti slíkt hent sig. Flug. Póstur minn. Mig langar til að leita upplýs- inga hjá þér, af því að þú ert svo margfróður. Hvenær var flugvöllurinn tek- inn í notkun á ísafirði? Hvernig var áður en flugvöll- urinn tók til starfa? Var þá ekk- ert flug þangað? Var aldrei flogið til Siglufjarð- ar á sjóflugvél? Með beztu kveðju og þakklæti. Ófróð. --------Flugvöllurinn var tek- inn í notkun árið 1961 — árið þar áður flaug Tryggvi Helga- son þangað á sjúkraflugvél sinni, en þá hafði flugið legið niðri um tíma, eða frá því að síðustu Katalínu Flugfélags fs’nnds var lagt. Til Siglufjarðar var flogið á Kötlunni meðan hún entist. Fyrirgefðu hvað svarið kemur seint. — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.