Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 6
ÞAR VAR HLEGIÐ OG VELZT YFIR STOKKA OGSTEINA >> Þessa mynd vill ljós- myndarinn láta heita: íslenzk bjart- sýni. Það er lagt af stað á yfirhlöðnum bíl til Þórsmerkur — startarinn ekki í lagi. Bíllinn drap á sér við sprænuna og þá átti að ýta honum í gang — ofan í! Allur er varinn góð- > ur. Hér er einn far- arstjórinn að athuga, hvort sprænan sé væð. Þar áttu goðin sér land og kenndu við Þór, svo að síðan heitir á Þórsmörk. Upp á síðkastið hafa goðin vart, komizt þar fyrir nema á vetr- um, vegna þess, að fólk sækir þangað til þess að njóta kyrrðar og náttúrufegurðar. Ein er sú helgi ársins, þegar lítið verður þó úr kyrrðinni, þótt náttúrufegurðin sé að mestu söm við sig; það er sú helgi, sem kennd er við verzlunar- menn, og er að jafnaði sú fyrsta í ágústmánuði. Þá hefur oft verið sumblað og svallað á Mörk- inni, og hefur oft keyrt um þverbak. Um verzlunarmannahelgi þessa árs var reynt að stemma stigu við svallinu, með því að ferða- skrifstofur og Æskulýðsráð stóðu fyrir skemmti- atriðum nokkrum, og þótti sú helgi með allra skársta móti, eftir því, sem um hefur verið að ræða hin síðari ár. Merkurgestir sögðu að vísu, að nokkuð hefði verið svallað þegar fjær dró opinberum skemmtanasvæðum, en allt fór skikkanlega fram nærri þeim, að minnsta kosti ekki verr en á venjulegum sveitaböllum. Að þessu sinni gistu um fimm þúsund manns mörk Þórs, og sagði lögreglan, að sumir hefðu haft með sér fimm til sex lítra af áfengi. Og víst er um það, að margir báru með sér gallóns- brúsa úr plasti, og supu á við og við; létu sér fátt um finnast, þótt á brúsunum stæði, að þeir hefðu inni að halda þvottaklór, enda mun sú áletrun ekki hafa verið í gildi lengur. Farartækin voru mjög mörg og jafn margvís- leg og fólkið, þótt margir tækju sér far með al- menningsvögnum, sem fluttu þá eins og fé á afrétt, eins og Jón Eyþórsson sagði í útvarpi skömmu eftir þessa hátíð. Margir kvörtuðu und- an því, að skipulag þeirra peningsflutninga hefði verið mjög í molum, t. d. komust sumir þeirra bíla, sem áttu að fara úr Reykjavík klukkan tvö áð laugardeginum, ekki af stað fyrr en klukkan fjögur eða jafnvel síðar. Og svipuð vanhöld munu hafa verið á stundvísinni úr Mörkinni til Reykjavíkur. Hér á eftir fara nokkrar svipmyndir frá þessu Þórsmerkurblóti. ★ g — VIKAN 38. tbl. i—......... ' ':

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.