Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 11
Datsun Bluebird er Fólksvagn Japana. Þó er hann sniðinn eftir brezkum fyrirmyndum og' minnir talsvert á suma brezka smábíla. Þessi bíll er með 55 hestafla vél og hámarkshraðinn er 120 km. Hann er fjögurra dyra og í alla staði mjög þokkalegur bíll. Hér kemur Ameríkaninn í hópi japanskra bíla og það má segja, að þar sé Ramblcr lifandi kominn. Þetta er vandaour og dýr vagn, sem heitir Prince Skyline 1900. Hann er með 1.9 lítra vél, 94 hest- afla og hámarkshraðinn er 145 km. Fáanlegur bæði með fjögurra og sex strokka vél. Sex manna. Þétta er Ford Anglia þeirra Japana, eða svo segja Bretar. Hann heitir UP 10 Publica. Hann er aðeins stærri en Datsun, fjögurra manna, tveggja dyra. Undir vélarhlífinni eiga að vera 28 hestöfl og með benzíngjöfina í botni á UP 10 Publica að ná 110 km hraða. Þeir gera flestum jafn hátt undir höfði: Hér kemur Fransmað- urinn, stælingin á Renault Dauphine og Reunult Caravelle. Ilann heitir Contessa, er f jögurra dyra, fjögurra manna. Vélin er heldur í slakara lagi, orkar 35 hestöflum og hámarkshraðinn er 110 km. 9 9, ,'„ú,ý/ý, / ' km ■ . Þetta er nú því sem næst að vera Opel Record, nokkurra ára gam- all. Hann heitir Toyopet Corona og er mjög svipaður að stærð og Datsun og Up 10 Publica. En vélin er 1.5 Iíters og 62 hestafla. Hámarkshraði 130 km. Hann er seldur undir nafninu Tiara úti á heimsbyggðinni. Hér er einn, sem er svolitið sér á parti. Hann heitir Cedric 1900, sex manna bíll, sex strokka. Hann er á flestan máta nýtízku- legur, en með „panorama“ framrúðu, sem mikið var notuð kring- um 1960, og síðan hefur verið fallið frá. Hámarkshraði Cedric 1900 er 140 km. VIKAN 38. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.