Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 14
Þeim reyndist erfitt að geyma matvælin og jafnvel ferskustu ávextir skemmdust á fyrstu viku ferðarinnar. Ávextirnir voru sömu tegundar og þeir er Kólumbus hafði með í sína ferð. Hér sést skipverji af Nínu 2 taka við nýjum ávöxtum af innbyggjurum á Kanarí-eyjum. í KiÖLFAR KÓLUMBUSAR Sfðarl lilutl STORMUR SKELLUR Á UM SÓLARLAG. Þetta var rólegt líf ... dálítið þreytandi þegar til lengdar lét og ekki að öllu leyti geðslegt, en óneitanlega rólegt. Hinir tröllauknu kraftar Atlantshafsins rumskuðu þó öðru hverju. Þegar við höfðum siglt í sextán sólarhringa suður af Kanaríeyjum, skall á okkur fyrsti stormurinn, sem að kvað. Þetta var undir sólarlagið, og slíkur var ofsinn að stórsiglan hrökk úr festingu sinni en sjóirnir gengu án afláts yfir þiljur. Ég stóð við stýrið, og þar hófst æðisgengin hólmganga mannsins og trylltra höfuðskepnanna. Átökin urðu bæði stýrisvið- unum og mér um megn; eftir klukkustundarlanga, vonlausa baráttu hneig ég niður örmagna af þreytu. Mig dreymdi að ég ætti í reip- drætti við múg manns, sem togaði sitt á hvað, en ég barðist í örvæntingu gegn því að verða slitinn sundur. Loks hrökk ég upp af dval- anum við það, að Nína hallaðist á súð, og hilla, hlaðin bókum um siglingafræði, féll ofan á höfuð mér. Morguninn eftir dró til muna úr veðurofsanum, en stýrið var óvirkt og Nína lá flöt við sjóunum. Pepe leit ofan í lestina og tilkynnti eins og ekkert væri um að vera, að sjór streymdi inn um súðina. Og nú reyndust báðar kjalsogsdælurnar bilaðar. Stöðug notkun hafði mæt svo á þeim, að þær höfðu ekki neinn sogkraft á þeim, og við urðum að ausa með byttum, sem við réttum hvor til annars svo að skipið sykki ekki. Þannig gekk í tvo sólarhringa. Byttuausturinn var ákaflega lýjandi og jók mjög á matarþörfina og þorstann. Þetta var þolraun, og um líf og dauða að tefla. Loks ákvað ég að fara sjálfur fyrir borð og reyna að koma í veg fyrir lekann með því að reka viðarfleyga í rifurnar, eins og þeir EN STORMURINN HAFÐI HRAKIÐ_____ OKKUR ENN LENGRA SUÐUR Á BÓGINN, AF LEIÐ. OG ÞEGAR LYGNDI AFTUR, VAR OKKUR LJÓ8T HVÍLfK OFDIRFSKA ÞAÐ VAR AÐ ÆTLA AÐ HALDA_______ FERÐINNI ÁFRAM. Káetan er þröng, enda var ekki gert of mikið fyrir skipverja á tímum Kólumbusar hvað aðbúnað snerti. Þessi ljósmynd cr tekin inni í káetu á Nínu II og sést cinn skipverja vera að fást við rcipi. — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.