Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 15
höfðu gert á spænsku galleón- unum í gamla daga. Ég fann brátt aðallekastaðinn, þar sem trénagli hafði losnað úr gati sínu alldjúpt fyrir neðan sjólínu. Á meðan þeir Antonio og Bedoya gamli tegldu til nýjan nagla, fór ég að eins og hollenzki drengur- inn í sögunni, sem stakk fingri inn í holuna á sjóvarnargarðin- um. Þetta varð mér þó enn örð- ugara en honum, því að í hvert skipti sem skipið valt á þá hlið- ina, fór ég í kaf, og varð að sæta færi að draga andann, þegar það rétti sig aftur. Allt í einu færði veltan mig svo djúpt í kaf, að við lá að mig þryti andrá; hugð- ist ég þá kippa fingrinum úr gat- inu, en mátti hann hvergi hreyfa, greip þá til hnífs míns og datt ekki annað í hug en að ég mundi tilneyddur að sníða fingurinn af. í sömu svifum valt Nína yfir á hina súðina, ég náði andanum og tókst að stækka svo gatið með hnífnum að ég gat losað fingur- inn, sem var mjög bólginn orð- inn, og loks tókst mér að reka nýja naglann í það, og koma þannig í veg fyrir mesta lek- ann. En stormurinn hafði hrakið okkur enn lengra suður á bóg- inn, af leið. Og þegar lygndi aft- ur, var okkur ljóst hvílík of- dirfska það' var að ætla að halda ferðinni áfram, eins og ástatt var með vatnsforðann og vistirnar. Fyrst í stað fórum við Carlos að dæmi Kólumbusar og héldum því leyndu fyrir áhöfninni hvern- ig siglingin sóttist. Loks sáum við okkur það ekki fært lengur, með tilliti til þess hve gengið hafði á vistirnar. Á seytjánda degi, þegar Kólumbus hafði ver- ið kominn hálfa leiðina til San Salvador, en við vorum enn skammt undan Afríkuströndum, komum við allir saman á þiljum. Við tókum tappann úr romm- flösku, og var þó tilgangur sam- komunnar sízt fagnaðarefni. Okkur var fyllilega ljóst hve viðurhlutamikil sú ákvörðun var, sem við urðum nú að taka. Við vissum vel, að um líf og dauða var að tefia, og hver um sig átti því fullan rétt á að greiða atkvæði um hvað gera skyldi. Áttum við að halda til næstu hafnar eftir vatni og vistum, eða halda siglingunni áfram og freista að ná til San Salvador? Hverjum manni um borð var fenginn lítill viðarkubbur af ná- kvæmlega sömu stærð. Sá sem vildi halda áfram siglingunni til San Salvador, átti að kasta kubbi sínum fyrir borð, en ef hann vildi að haldið yrði til næstu hafnar átti hann að leggja kubbinn í tómt vatnsílát geitar- innar. Það var niðamyrkt, svo að atkvæðagreiðslan var að öllu leyti leynileg. Ég heyrði lágan skvett, þegar fyrsta kubbinum var varpað fyrir borð, síðan hvern af öðrum ,og þegar lokið var atkvæðagreiðslunni var vatnsílátið tómt. Öldungis eins og ég hafði búizt við. Allir kusu að halda áfram siglingunni í kjölfar Kólumbusar. San Salva- dor, eða ... *■ Hvort sem úrslitin báru trausti eða brjálsemi frekar vitni, þá vildi svo vel til, að nú rann á norðaustan vindur og bar okkur í áttina til San Salvador. Einn daginn sigldum við 117 mílur og 80 annan daginn, en yfirleitt 45 mílur. Hin sameiginlega ákvörð- un jók áhöfninni kjark og þrek og samheldni, öll störf urðu reglubundnari og betur af hendi leyst. Væri skaplegt veður var tekið til við að þrífa vistarver- urnar og allt skipið klukkan tíu að morgni; sængurdýnurnar, sem troðnar voru maishálmi og grasi, voru viðraðar og hreinsuð bæli þeirra, Lindu og Pinzónu. Okkur tókst að koma dælunum í lag, og á hverjum morgni var það fast rítúal að dæla af kappi. Smám saman féll lífið um borð í fast og ákveðið form. Vistirnar voru okkar erfiðasta vandamál, því að matarskammt- urinn var nú orðinn svo naum- ur að lá við svelti. Á hverjum degi reyndum við að fiska til að bæta úr brýnustu þörf, og not- uðum við það ýmsar aðferðir. Meðal annars þá breyttum við fimmtándu aldar spjótunum og lensunum og gerðum úr þeim skutla, og reyndum klukkustund- um saman að skutla marsvín og höfrunga. Ég reyndi meira að segja að skutla hnýsu, enda þótt ég hefði margsinnis áður sagt þeim félögum mínum, að hnýsan væri sannur vinur sjómannsins, og algerlega friðheig á hverju sem gengi. Ég fékk þannig sjálf- ur að sanna, að tómur magi er ekki lengi að breyta siðalögmál- unum — eða að fá mann til að gleyma þeim. Loks reyndum við að leggja okkur svif til munns - eða það sem við hugðum vera svif. Sú tilraun fór hörmulega. Við sökktum fínriðnum háfum í sjó- inn, og þegar við drógum þá upp aftur, fundum við eitthvert mauk á botninum. Við Michael og José fengum okkur hvor um sig hóflega munnfylli, reyndum að láta sem bragðið minnti okkur á ljúffengustu styrjuhrogn, en gátum þó ekki varizt því að gretta okkur heiftarlega, þegar við renndum þessu niður. Eftir nokkur andartök tók José að svíða ákaflega í munninn, rétt eins og tungan væri að brenna; Michael hafði sáran verk í koki og hraðaði sér fram í stafn, þar sem hann seldi upp allt hvað af tók. f sama mund logsveið mig í munn og kok, rétt eins og ég hefði látið upp í mig spænsk- an pipar. Það sem við höfðum haldið að væri svif, reyndist vera örsmáar brunamarglyttur. Þær stöllurnar, Linda og Pinzona, áttu líka erfiða daga. Raunar veit ég ekki hvort Linda varð þess vör, að hákarlsmatan varð bragðrammari með hverjum um degi, sem leið — það fór að minnsta kosti ekki fram hjá mér. Og hungrið svarf stöðugt sárara að vesalings Pinzónu, sem át nú allt, sem að kjafti kom, sér til lítilla vinsælda — meðal annars reitti hún í sig tróðið milli borð- anna í súð léttibátsins. En okkur þótti í rauninni jafnvænt um hana samt, en gerðum okkur það engu að síður ljóst að þess yrði varla langt að bíða, að við gætum ekki látið hana njóta þess. Áður en sá dagur rann upp, varð hún og við þó að þola það versta fárviðri, sem við lentum í á allri okkar siglingu. Það skall á okkur á 23. degi, en þá vorum við staddri 300 mílur undan Af- ríkuströndum. Það hófst að kvöldi, í ljósaskiptunum; þá leiftruðu eldingar við sjóndeild- arhring, en austanbyrinn breytt- ist í allsnarpan storm, sem stöð- ugt færðist í aukana og að sama skapi jók sjóina. Innan stundar sigldum við með hvorki meira né minna en sjö hnúta hraða og síð- ar náðum við átta eða jafnvel níu hnútum. Þetta ofsarok var eins og kafli úr sjóferðasögum Josephs Conrad- Stormurinn hvein og öskraði í reiðanum og sveigði siglurnar, en skútan stóð ýmist á stefni eða skut. Manolo hrópaði til okkar gegnum storminn og myrkrið, að hann hefði ekkert vald á stýrinu; við börðumst við að rifa seglin Framhald á bls. 39. Þann 12. október 1492, kom Kólumbus til Bahama-eyja. Þetta er samtímateikning af landtöku hans á eyjunum og sést hann hér hitta eyjaskeggja sem bjóða honum ýmsa gripi, úr skíragulli, til sölu. í baksýn sjást skipin sem voru í þessari frægu för þau „Santa MaríaV, „Pinta/‘ og „Nína‘. 25. desember 1962 lentu svo menn frá Nínu II á sama stað og hin fræga landtaka átti sér stað. Það voru ólíkir menn sem tóku við áhöfninni af Nínu II, og buðu ekkert gull til sölu. Þessir menn voru klyfjaðir myndavéium í bak og fyrir, í stað gulls. VIKAN 38. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.