Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 16
TiunmiF Sagan hefst á því að Sigtryggur er að fylgja Ástu heim, en hann er á biðilsbuxunum. Það eru fleiri á biðilsbuxunum, t. d. er Herjólfur, sálfræðistúdent, að fara á fjörurnar við Lóu, vinkonu Ástu. Þau hittast öll heima hjá Guðríði spákonu, en þar fer Sigtryggur að stríða Herjólfi, sem tekur því ekki vel. Guðríður fær bréf frá syni sínum, sem dvalið hefur lengi erlendis, en hann segir henni að nú sé hann að selja uppfinningu sína og muni fá mikið fé fyrir hana og komi sennilega heim. Guðríður verður þess- um fréttum fegin, en hana hefur ætíð dreymt um að verða vel efnuð kona. Kanski var hún alltof krítisk? En hvert sinn, er hún hugleiddi þetta mál rólega og öfgalaust, fannst henni, að hún hlyti að geta fundið þann mann, er hún þráði. Það var ekki svo mikið, sem hún óskaði sér: hún var ósköp venjuleg stúlka og ekki á höttunum eftir neinum ævin- týrariddara, hann þurfti hvorki að vera ríkur né frægur, hvorki auðugur né voldugur, heldur að- eins maður, sem gat veitti henni það öryggi og unað, sem hana dreymdi um. Sigtryggur Háfells var að hennar viti allra bezti ná- ungi, þótt hann hugsaði mikið um peninga og væri heldur lítið rómantískur. En einhvern veginn gat hún samt sem áður ekki fellt sig við hann, þegar hún hugsaði um, að þau ættu að vera saman nótt og dag ævina á enda. Og Herjólfur B. Hanson — vafa- laust var hann bæði lærður og gáfaður, en heldur ekki hann líktist draumaprinsinum hennar. Hún var leið á verzluninni henn- ar mömmu sinnar, sem hún hafði unnið í frá barnæsku; það sem henni þótti mest gaman að, var að vinna í garðinum á vorin, sjá um blómin í beðunum og vaka yfir vexti trjánna. í rauninni hefði hún vel getað hugsað sér að vera bóndakona — það var bara svo erfitt og lítið upp úr því að hafa. Hana langaði til að hafa það gott, eiga tvö — þrjú börn, búa til góðan mat fyrir manninn sinn og elska hann í ró og næði. Hún hafði engan á- huga á því að verða fín frú og ríkidæmið var henni sama um, bara ef hún hefði nóg fyrir sig að leggja. En mamma hennar vildi gjarna, að hún giftist ríkum manni, það hafði alltaf verið hennar áhugamál. Guðríður opnaði allt í einu augun, leit á dóttur sína og brosti. „Nú kemur hann bróðir þinn bráðum heim,“ sagði hún milli svefns og vöku. „Hann verður milljóneri í dollurum —■ þá verður nú einhver munur á því að lifa, dóttir mín.“ VI. „Þegiðu nú, asninn þinn,“ sagði páfagaukurinn frammi í stof- unni. „Kick the cat. Yes Sir.“ Ása vaknaði í herberginu inn- ar af, opnaði augun, rétti úr sér og geispaði. Hún var glöð og hress, eins og venjulega á morgn- ana; þetta var hraust stúlka og lífið ólgaði í æðum hennar. Það var sunnudagur og sólskin og birta úti, vorið komið í algleym- ing — og þau ætluðu í bíltúr út úr bænum. Hún snaraðist fram úr og fór að klæða sig. Páfagaukurinn glápti á hana meðan hún var að fara úr nátt- fötunum, en er hún stóð nakin á gólfinu lagði hann undir flatt og sagði með vandlætingarrómi: „Ekkert svínarí hér! Bið að heilsa mömmu'" „O, haltu þér saman!" svaraði stúlkan hlæjandi og í sama bili hringdi síminn. „Sigtryggur hér — ertu komin á fætur? Ég er tilbúinn með bíl- inn — fékk mér strák til að keyra, vil vera frjáls, skilurðu, ef mann skyldi langa í sopa. — Hvernig er það annars með þenn- an sálfræðing þinn, hann er ekki bindindissamur? “ „Ekki sýndist mér hann vera það í gærkvöldi,“ svaraði Ása. „Hann þáði ginið þitt, og ölið hennar mömmu þambar hann eins og mjólk. Auk þess hef ég fundið brennivínslykt af hon- um.“ „Því skal ég trúa; það lagði af honum fýluna — reyndar var það nú verri lykt en af brenni- víni. — En anzi var þetta huggu- leg stelpa — Lóa hét hún, var það ekki? Hvernig stendur á, að ég hef ekki séð hana fyrr?“ „Við kynntumst alveg nýlega. Jæja, svo að þér lízt vel á Lóu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.