Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 28
KONAN ER HVIKLYND. Framhald af bls. 13. Gil Pryor, lmgsaði ég. Það lilaut að vera leikritahöfundur- inn með þvi nafni, einn sá mesti í allri sögunni. Hann var eins hraustur að sjá og hann var fjörlegur — yfir sex fet á liæð, breiður Og þreklegur. Hinir tveir voru nú komnir upp úr bátnum. „Mr. Delafield." sagði Gil Pryor glaðlega, „tak- ið í höndina á Degi-á-ný og,“ bætti hann við og kynnti hinn, „hér leyfi ég mér að kynna fyrir yður Herðatréð." Ég hló og tók i hendur þeirra. Ég hafði heyrt talað um þennan vana Gils. Það var sagt að hann ynni ekki svo með neinum að hann uppnefndi hann ekki. Þeir söfnuðu saman dótinu sinu og Gil bauð mér upp á drykk. Ég afþakkaði. „Seinna,“ sagði ég. „Við erum sem stend- ur önnum kafinn við að taka lir bilnum og laga til." „Hvenær sem þér óskið,“ sagði Gil um leið og hann lagði af stað upp að húsinu sinu. Ég gerði mér ekki það ómak að aðgæta bílinn, þvi ég vissi að hann hefði þegar verið af- fermdur. Inni var allt i röð og reglu. Fötin höfðu verið hengd inn i skáp og Jenny var að þvo gluggana i svefnherberginu. Ég gekk inn i svefnherbergið og settist á rúmið. Jenny leit upp og spurði mig hvort ég væri svangur. „Mér liggur ekkert á.“ Hún var í gömlum, svörtum kjól og á slitnum inniskóm. Hár- ið var allt i einni bendu og andlitið atað í óhreinindtim. Ég skildi þetta ekki: Hún yrði hér ein vikuna út og hafði því tímann fyrir sér með þessi verk, þurfti ekki að standa i þeim meðan ég var hjá lienni. „Þú þyrftir á þúsundþjala- smið að lialda í gluggana,“ sagði ég fýlulega. „Það er svo litið að gera,“ sagði hún. „Ég myndi þá ekki vita livað ég ætti af mér að gera.“ „Þú ættir að reyna að eignast einhver áhugamál, finna upp á einhverju frístundastarfi —“ en ég sá óttablandið tillit hennar og sagði ekki fleira. „Nú bý ég til matinn," sagði hún. „Þarftu að vera svona subbu- leg?“ spurði ég. Hún hraðaði sér inn í herbergið. Ég vissi hvað hún myndi gera — setja í sig slatta af hárnálum og sletta smávegis af lit á varirnar. Það myndi aldrei hvarfla að henni að hún gæti gert meira. Hún myndi setjast að borðinu i sama gamla kjólnum og slitnu inni- skónum. Ef ég segði eitthvað við þvi, yrði hún hrædd og ryki til að hafa fataskipti, en við næsta borðhald myndi henni ekki koma það til hugar. Ég fór í peysu og settist út á tröppur. Kyrrð og friður hvildu yfir umhverfinu, en ég var eirð- arlaus og óánægður. Ég leit upp til liússins á hæðinni. Ég sá fyrir mér glaðværðina þar efra og ánægjulegar sam- ræður húseigandans og gesta hans, og hugsaði til lilutskiptis míns með beiskju. Ég hefði aldrei átt að kvænast Jenny. En ég vissi hversvégna ég hafði kvænzt henni. Ég hafði verið heldur óviss um sjálfan mig og ekki gengið ýkja vel í viðskipt- um. Vegna starfs mins — ég er meðeigandi að fornmunaverzl- un og sýningarsal fyrir lista- verk — átti ég greiðan aðgang að hinu hrífandi samfélagi auðs og listmenningar. Ég varð hræddur, þegar ég mætti fögrum konum í þá daga og ég hafði heldur ekki efni á að þekkja þær. Jenny tók mark á mér og vakti mér sjálfstraust. Ég minn- ist hinna kyrrlátu, ánægjuríku daga, sem við áttum fyrst eftir hjónavigsluna, þegar ég var á uppleið i viðskiptunum og hún hlustaði lirifin á frásagnir min- ar úr hinum litbrigðula heimi, sem þau veittu mér aðgang að. Við vorum hamingjusöm, hvild- umst og höfðum ánægju af fé- lagsskap hvors annars. Hún var óbrotin og aðlaðandi stúlka, á- gæt fyrir mig, en þvi miður þró- aðist hún ekki jafnt mér. Skömmu eftir að við gengum í hjónaband tók mér að græð- ast fé og við gátum því náð okkur i vandaða íbúð á Park Avenue. Ég minnist ennþá heim- boðsins, sem við höfðum af þvi tilefni, þá byrjuðu vandræði okkar. Áður en gestirnir komu, var Jenny taugaóstyrk og i mik- illi geðshræringu. Hún var eins og yndislegt barn i óbrotna, gula kjólnum sinum. Kvöldið byrjaði ágætlega. Ég var i fjör- ugum viðræðum við nokkra gestanna um listræn málefni, sem ég þekkti dável, þegar ég tók eftir því, að Jenny hafði setzt við pianóið. Sem píanisti var hún aðeins i meðallagi, enda þótt hún gæti samið frem- ur skemmtileg smálög. En með- al gesta okkar voru menn, sem töldust í hópi mestu tónsnill- inga veraldar. Ég varð gripinn kviða um að hún kynni að gera okkur hlægileg. Ég reyndi að halda viðræð- unum áfram, en ég heyrði að Jenny var farin að leika smá- lögin sin fyrir tvær eða þrjár manneskjur, sem sýnilega höfðu hvatt hana til þess. Ég bað við- ræðendur mína að hafa mig afsakaðan og flýtti mér til henn- ar. Ég reyndi að vera nærgætinn, tók hönd hennar i mína og reisti hana á fætur. Jenny leit upp og ég sá, að henni var brugðið. Gestirnir litu einnig á mig og ég sagði: „Þið hafið okkur af- sökuð?“ Svo leiddi ég hana af- síðis og hvíslaði: ,,í guðanna bænum elskan, mundu hvaða fólk ])etta er. Þú getur ekki ver- ið þekkt fyrir að þreyta það mcð þessari áhugamannslist þinni.“ Ég var aðeins að reyna að forða henni frá fyrirlitningu gestanna. Viðbrögð hennar komu mér því mjög á óvart. Hún ná- fölnaði, flýði til svefnherbergis- ins og lét ekki sjá sig það sem eftir var kvöldsins, ekki einu s'inni til aðí bjóða gestunum góða nótt. Hún tók ekki þátt i neinu hófi framar. Hún undirbjó þau af ítrustu nákvæmni, en var svo hrædd við að hitta fólkið, að hún faldi sig sífellt i svefn- herberginu. Ég kenndi í brjósti um hana og fór sjálfur alls gam- ans á mis. Ég þrábað hana að vera með okkur, leiddi henni fyrir sjónir að ef hún gætti þess að hafa hægt um sig, væri óliugsandi að hún gerði nokkuð ólviðeigandi, en hún sat við sinn keip. En það hætti fljótlega að vera mér nokkur ánægja að fara með henni út á meðal fólks. Þegar við hittumst fyrst, var hún yndislegt barn, litil og grönn, með stór og stillileg blá augu og aðlaðandi framkomu. Hið síða, gullna og silkimjúka hár hennar var bundið upp i hnút. Klæðnaður hennar var óbrot- inn og þó smekklegur. En nú var öldin önnur. Hún liafði ekki keypt sér föt svo misserum skipti og þegar ég i örvæntingu keypti á hana og sendi heim, þá fékk sá fatnaður að hanga ónotaður inni í slcáp. Jenny kaus að vera stöðugt í sömu tveimur-þremur subbulegu kjólunum. Hárið hirti hún held- ur ekki um, enda var það i sífelldri óreiðu. Andlit hennar hafði þó tekið mestum breytingum. Hið hör- undsslétta, aðlaðandi andlit ungu stúlkunnar, sem ég kvænt- ist, var horfið. Það var tekið og þreytulegt og augun full tor- tryggni og örvæntingar. En þótt hjónaband mitt hefði ekki heppnazt sérlega vel, þá var enginn vafi á því að ég þarfnaðist Jennyar, elskaði liana og lagði mig stöðugt fram um að vernda hana. Meðan við borðuðum, sagði ég henni frá að ég hefði hitt Gil Pryor og öllu, sem ég vissi um hann. Hann hafði verið kvæntur frægri leikkonu, sem farizt hafði i flugslysi fyrir nokkrum árum. „Það er leiðinlegt,“ sagði ég, „ að nábúar okkar skuli ekki tilheyra þeirri manngerð, sem þú mundir kæra þig um að um- gangast. Ég vildi óska, að ein- hver venjuleg og viðfeldin fjöl- skylda byggi hér í nálægð.“ „Það gerir ekkert til,“ svaraði hún. „Ég vil bara fara að sofa. Ég er uppgefin.“ Næsta morgun var farið að rigna, og ég ákvað að leggja snemma af stað til borgarinnar. Um næstu lielgi átti ég heim- boð úti á Long Island, svo ég kæmi ekki aftur fyrr en eftir hálfan mánuð. Á föstudaginn í síðari vik- unni fékk ég kort frá Jenny, þar sem hún bað mig að færa sér ferðaritvélina sina, sem hún hafði ekki notað síðan við geng- um í hjónaband. Mig furðaði á að hún skyldi þarfnast lienn- ar nú. Ég kom til smáhýsisins siðla dags. Móttökurnar komu mér á óvart. Jenny kom niður eftir gang- stígnum til að heilsa mér. Hún hafði tekið breytingum svo að furðulegt var. Hún var í hvítri blússu og pilsi í stíl við liana, gekk á ilskóm og ég veitti því athygli, að hún hafði litað á sér táneglurnar. Hár hennar var snyrtilega frágengið og andlit og handleggir brúnir af sól. Ég starði á hana. Hún leit á mig i kviðafullri spurn. Mér fannst ég allt í einu vera eins og illa gerður hlutur. „Þú hefur sólbrunnið of mikið á nefinu," sagði ég hikandi. „Ég veit það,“ sagði hún af- sakandi. „Það skeði í síðustu viku.“ Við gengum upp að húsinu og ég sagði: „Þessi skrúði fer vel.“ Hún brosti. „Gil kom mér til að kaupa hann.“ ,,Gil?“ spurði ég furðu lost- inn. „Já. Hann bauð okkur í mat í kvöld og ég afþakkaði til að byrja með. En hann gafst ekki upp og að lokum kom ég með þá afsökun að ég ætti ekkert til hentugt að vera í.“ Hún hló. „Og hvað lieldurðu að hann hafi gert? Ilann keyrði mig til Dan- bury svo ég gæti keypt þetta.“ Það varð löng þögn. Við stóð- um i anddyrinu og ég horfði út á vatnið. „Auðvitað sagði ég honum,“ sagði hún, „að ég vissi ekki nema þú ætlaðir eitthvað annað, svo að ef þú villt heldur sleppa þessu, þá er það allt i lagi.“ „Alls ekki. Það hlýtur að verða mjög ánægjulegt." Ég snerist á hæli til að ganga inn, en nam staðar i dyrunum og sagði vingjarnlega: „Ég vil að þú vitir að ég er ánægður yfir að þú skulir vilja fara. Það bendir til þess að þér líði betur. Nú, ég þekki fólk að þessu tagi og veit að þú hefur ekkert að óttast. Það er hræði- lega gáfað, en ákaflega frjáls- legt. Láttu mig bara verða fyrir 2g — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.