Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 30
Nivea inniheldur Eucerlt — efni skylt húfflitunnj — frá þvi stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núlð Nivea á andlltið að kvelðl: 1*6 verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrlf. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látlð NIVEA fullkomna raksturinn. -9 C Það var ástæðulaust að koma henni í frekari skilning um þetta svo ég sagði aðeins: „Gil er mikill maður. Og ágætur gest- gjafi.“ Ég dró ábreiðuna upp undir höku. Jenny sat á rúmstokknum og huldi andlitið í liöndum sér. „Drottinn minn,“ sagði ég æst- ur og hálfgramur, „ég sagði ekki að þú hefðir haft rangt fyrir þér. Ég var aðeins að vara þig við, upp á framtíðina að gera.“ Daginn eftir var dásamlegt veður, hiti og sólskin. Ég fór strax árla morguns niður að vatninu til að synda. Þegar Jenny kom niðureftir, klædd baðfötum og með gamlan strá- hatt, var ég að sóla mig á flek- anum. Að skammri stund lið- inni komu Loðfeldur og Hræði- lega Konan til okkar, og um nónbil var Gil þar og allir vin- ir hans, buslandi í vatninu. Gil sagði við mig: „Ég hef verið að kenna Fuglastúlkunni að synda. Hún er fljót að koma til.“ „Svo?“ Ég brosti. „Ég er hræddur um að tilpaunin sé dæmd til að mistakast. Hún er meira að segja hrædd við að bleyta á sér andlitið.“ „Alls ekki,“ sagði Gil ákveð- 2Q — VIKAN 38. tbl. inn. „Komdu,“ sagði hann við Jenny, „það er að koma tími.“ Eins og ég bjóst við, færð- ist hún undan, en hann lét sig ekki, svo að um síðir setti hún á sig sundhettu og fór út i. Gil sat á flekanum með fætur- na í vatninu og sagði henni til. Fyrst gerði hún ekki annað en dýfa sér og blotna. Síðan sagði hann henni að leggjast endilang- ri á vatnsflötinn, teygja úr hand- leggjunum, slappa af og fljóta. Jcnny fylgdi fyrirmælum Gils, og eftir að hafa flotið um stund, tók hún nokkur sundtök, unz hann sagði að nóg væri komið að sinni. Ég var steinhissa. Ég hafði gert nokkrar tilraunir til að kenna Jenny að synda, en án árangurs. Gil virtist lesa liugsanir mínar, ])ví að hann sagði: „Listin að kenna sund eða hvað sem er, er að vekja traust.“ Mér fannst hann vera að sneiða að mér og sneri mér hvatlega að honum, en hann starði á mölina á vatnsbotn- inum og virtist ekki beina máli sínu til eins eða neins. „Ef nem- andi þinn heldur að þér geti ekki mistekizt," hélt hann áfram, „þá veit hann að lionum, sem nemanda þínum, getur ekki mis- tekizt heldur.“ Jenny kom til okkar og nam staðar í vatninu rétt hjá okkur. Gil brosti til hennar og sagði að hún hefði staðið sig prýði- lega. Hún tók af sér hettuna og hárið féll niður um herðarn- ar og glóði í sólskininu. Hún starði annarshugar á spegil- mynd sína í vatninu. Gil vitnaði i sígilt Ijóð, þar sem vikið er að Venusi og fæðingu hennar úr djúpinu. Daginn eftir brá Gil sér á hest- bak ásamt nokkrum vina sinna. Hann lagði fast að okkur Jenny að koma með þeim. Ég hafði nýlega lært að sitja hest og var dável fær i listinni, en Jenny hafði aðeins einstaka sinnum komið á bak áður en við geng- um í hjónaband. í hesthúsinu var töluvert af gæðingum og auk þeirra nokkrir aflóga jálk- ar, er notaðir voru handa byrj- endum. Gil aðgætti þá i von um að finna einhvern handa Jenny, en leizt ekki á neinn. Hestasveinninn mælti: „Hérna höfum við ágæta hryssu, sterka en góðlynda. En það var einu sinni ekið á hana og síðan er lnin hrædd við bila. Ef þið haldið ykkur uppi í hæðunum; er allt i lagi með hana, en ná- lægt vegunum megið þið ekki koma.“ ,,Gott,“ sagði Gil. „Þetta bjarg- ar málinu.“ Landið var vaxið þéttum skógi og stígurinn lá i krókum milli trjánna. Gil fór á undan og Jenny við lilið hans. Við höfðum riðið í klukkustund þegar við allt i einu rákumst á jeppa liand- an liæðar nokkurrar. Hvernig hann hafði komizt jiangað varð aldrei upplýst. Hestur Jennyar tók jafnskjótt að prjóna. Gil ætlaði að grípa um tauminn i þvi, en varð of seinn. Hesturinn æddi inn milli trjánna. Gil hrópaði: „Haltu um hálsinn á henni, Fuglastúlka, haltu þér!“ og keyrði hest sinn sporum á eftir henni. Hryssa hennar sneri við og kom aftur til okkar. Annar fótur Jennyar liafði losnað úr istaðinu, en hún hélt traustataki um háls skepn- unnar. Hryssan rak sig illilega uppundir lága grein, hnaut og liafði nærri oltið um kóll. Gil stökk af baki, cn áður en hann næði taumnum var hryssan sprottin upp á ný. Ég gat hvorki lireyft legg né lið, en horfði á skelfingu lostinn. „Haltu þér, Fuglastúlka!“ hróp- aði Gil og stökk á bak að nýju. Hryssan geystist beint af aug- um næstum því til okkar, en tók síðan aðra stefnu. Jenny leit til min stjörfu augnaráði, en í sömu svipan sá ég tak henn- ar á hálsi hestsins losna. í næsta sinn þegar hesturinn prjónaði steyptist hún til jarðar. Allir viðstaddir þustu til henii- ar. Jenny var lömuð af hræðslu og dösuð, en ómeidd að því er séð varð. Þegar hún hafði jafn- að sig að nokkru, hjálpaði Gil lienni á bak hesti sínum, en gekk sjálfur og teymdi. Auðvitað mótmælti ég og vildi sjálfur ganga úr söðli fyrir Jenny, en Gil mátti ekki heyra á það minnzt. Hann var óvenju- lega æstur. Þó að ég liti svo á, að mér bæri öðrum fremur að vera við hlið konu minnar, kærði ég mig ekki um að halda þvi til streitu. Jafnframt því sem Gil teymdi undir Jenny, gaut hann oftlega augunum til hennar áhyggjufullur. Ég skildi ekkert í hegðun Gils gagnvart Jenny, Gil hafði ver- ið kvæntur stórglæsilegri leik- konu, er var gædd miklum hæfileikum. Hann umgekkst fagrar og hrifandi konur. Hvers- vegna gaf hann Jenny, sem var óbrotin og heldur óaðlaðandi, svona mikinn gaum? Þaðan af síður skildi ég nokk- uð i þeirri breytingu, sem orðið hafði á Jenny á undanförnum tveimur vikum. Ég hafði haldið mig skilja konu mina fyllilega, en nú gat ég hvorki komið auga á ástæðuna til fatakaupa henn- ar, ræðunnar, sem hún liafði haldið við miðdegisverðinn né auðsveipni hennar við sund- kennsluna. Næsti dagur var mánudagur og þá lágu fyrir mér ýmis verk- efni, sem gerðu jiað að verkum að ég varð að fara til borgar- innar. Jenny hafði sýnilega náð sér fullkomlega eftir byltuna, en mér var ekki um að skilja hana eftir lijá Gil. Ég sagði við sjálfan mig að Gil vissi ekki um ýmislegt í sambandi við Jenny, til dæmis ótta hennar við að umgangast fólk og við það að verða eitt- hvað á. Þessi ókunnugleiki hans gæti leitt til þess, að hann særði hana óafvitandi. Ég vissi allt um lietta og vegna þess að ég elsk- aði hana, reyndi ég alltaf að vernda hana. Ég hringdi nokkrum sinnum uin daginn til smáhýsisins, en þar var aldrei tekið undir. Að lokum, snemma um kvöldið, hringdi ég upp liús Gils og náði henni jiar. Hún sagðist liafa það gott. Herðatréð hafði komið fram með eitthvað svo dásam- legt að hún var önnum kafin jrið að vélrita. „Farðu snemma að sofa og reyndu að hvíla þig svolítið,“ ráðlagði ég henni. Gil kom inn á línuna og sagði: „I-Iugsaðu um forngripina þína Meginlend- ingur og hafðu engar áhyggjur af konunni þinni.“ Ég lagði tólið á. Ég var enn- þá á skrifstofunni, liafði beðið þar eftir símtalinu. Ég laut áfram og kældi vangann á borðplöt- unni. Hvernig var lijónaband mitt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.