Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 35
hún mig. Og ég sag'ði, að auðvitað vissi ég það. Ég hafði svo oft séð svo- leiðis i bió. Og Anna sagði við mig, að hún skyldi gefa mér fiinm dollara ef ég vildi ná skammbyssunni upp úr vasa pabba míns alveg eins og ég náði armbandinu upp úr vasa Jóa frænda. Ég sagðist skyldi reyna. Ég beið framini i forstofu með Frank frænda. Stuttu seinna kom pabbi upp tröpp- urnar, og ég bljóp í fangið á honum og sagði: — Ertu með eitthvað handa mér, pabbi minn? Og um leið stakkéghend- inni i vasa hans og tók skamm- byssuna, sem var bara iiinulítil og alls ekkert þung, alveg eins og ég hafði náð armbandinu af Jóa frænda. Pabbi tók ekki eft- ir neinu, en talaði allan tímann við Frank frænda. Svo hljóp ég út í eldhús og lét Onnu hafa skammbyssuna. Hún signdi sig, og setti hana niður i skúffu i eldhúsborðinu. Þegar hún lokaði skúffunni, tók ég eftir, að einliver stóð í dyr- unum, en þegar ég sneri mér við, var þar enginn. Og Anna gaf mér fimm dollarana, og sagði mér að fara inn í svefn- herbergi. En ég skildi eftir rifu á dyrunum, svo ég gæti heyrt, livað þau öll sögðu. Ég heyrði pabba ganga inn í stofuna, og mamma æpti, og sagði: — Ég hélt að þú værir dáinn, George, ég sver. Ég hélt þú værir dáinn. — Svo heyrði ég, að einhver fékk duglega á hann, og Frank frændi sagði: — Láttu mig held- ur eiga við liann, George. En svo kom aftur svona liljóð, eins og einhver fengi aftur duglega á lcjammann. Og inamma æpti, og Anna kom þjótandi framan úr eldhúsi, og hrópaði: — Þú hefur drepið hann, Georg. Við verðum að liringja i lækni. — Stuttu seinna sá ég Frank og Önnu bera Jóa frænda inn i herbergi mömmu, og hann var alveg máttlaus, og voða mikið blóð framan i honum. Þegar þau voru farin þaðan út, læddist ég inn, þvi ég hafði aldrei séð hvernig reglulega dauður maður lítur út, ekki einu sinni í bió. En liann var bara ekki dauð- ur. Þegar liann sá mig, byrjaði hann að skamma mig. — Ert það þú, litli rumm- ungurinn þinn. Ég skal aldeilis sjá til þess að þú verðir sett í fangelsi með mömmu þinni og þeim öllum hinum. Og hann var svo hræðilegur, með allt þetta blóð framan í sér. Svo hljóp ég í burtu. Og ég er búin að segja lög- reglumanninum, herra Pratt, að ég' viti ekki, hvað skeði á eftir. Það kom bara hár hvellur. Frank frændi kom æðandi inn til mín. Anna var með hónum, Nýtt með tilbúnum Toni bindivökva liðar hárið á íegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- ^íisösfn*u^fvefl1í;k^1n?PÍg kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bíndjvökvmn cr úibúínn liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Með nýja Toni bindivök- vanura leggið pér hvem sérstakan lokk jafnt og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. Toni bindivökvinn Ufgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUðSYNLEGT — ENGIN ÁGIZKUN—ENGIR ERFIGLEIKAR og hann sagði: — Við verSum að koma barninu burtu áður en lögreglan kemur. Gcorg hefur skotið liann. Anna fór með mig upp á hótel Franks frænda, og svo fór hún til baka til hinna. Stuttu seinna kom Frank frændi til mín, og sagði: — Það hefur svolítið hræðilegt skeð. Jói föðurbróðir þinn hefur verið skotinn og er dauður. Og svo sagði hann mér, að brátt myndi koma lögreglumað- ur og spyrja mig spjörunum úr, og lögreglan sagði, að pabbi hefði gert það, en pabbi sagði nei. Og svo ltom herra Pratt, sóm var ungur og laglegur og vin- gjarnlegur. Og liann lieilsaði mér með handabandi, og byrj- aði að spyrja mig um allt mögu- legt, um skólann, um Jóa frænda, og i.hvaða lierbergi ég svæfi. Svo sagði ég honum frá kvefinu liennar mömmu, og a'ð bæði Frank frændi og Jói frændi elskuðu mömmu, og vildu giftast henni. Og ég gat lika séð, að Frank frænda lik- aði ekkert mjög vel, þegar ég sagði lierra Pratt, að Frank frændi væri miki'ð sætari en Jói frændi, og elskaði mömmu mikið meira. Og herra Pratt sagði hmm, hmmm. Svo spurði herra Pratt mig hvort nokkur hefði staðið i dyrunum, þegar Anna lagði skammbyssuna í skúffuna, og ég sagði honum, að það væri ég viss um, en gæti samt ekki sagt hver. — Gæti það hafa verið pabbi þinn? spurði hann, og sagði, að ég skyldi liugsa mig vel um þangað til á morgun, en þá ætlaði hann að tala við mig aftur. Þegar herra Pratt og Frank frændi voru farnir, kom Anna aftur út á hótelið. Hún sag'ði mér að fara að sofa, en ég var ekkert syfju'ð. Þess i stað bað ég hana að segja mér hvað hefði skeð heima i ibúðinni. Og hún sagði mér, að þeir hefðu tekið pabba með sér á lögreglu- stöðina, þvi hann sagðist hafa verið i baðherberginu, þegar skotið reið af, og þvi trúðu þeir ekki. Hann sagði, að hann hefði VIKAN 38. tbl. — gfj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.