Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 45
legur á mig. Getum við ekki setzt snöggvast? Það er svo fal- legt hér. Þá kom læknirinn. Hann ók hægt í átt til okkar í bílnum sín- um og þegar hann sá okkur, stanzaði hann. — Þorðuð þér ekki að koma? sagði hann og brosti föðurlega. — Þær sögðu, að þér væruð farinn, svaraði ég. Hermaðurinn var staðinn á fætur. Hann stóð þétt hjá mér og ég fann hönd hans á minni, og svo sagði hann: - Ég er bróðir hennar. Ég er á förum í kvöld. Ég verð að tala við yður áður. Þannig tók hann kvíða minn og angist. — Hafið engar óþarfa áhyggj- ur, sagði læknirinn hátíðlega. Við skulum hugsa vel um systur yðar. Þetta verður kannski nokk- uð þreytandi aðgerð, en hún tek- ur ekki nema nokkra mánuði. Skrifið mér bara og þá skal ég láta yður vita hvernig þetta gengur ... Við mig sagði hann: — Komið á morgun klukkan ellefu, þá skal ég skýra allt fyrir yður. Svipur hans var eins og allra lækna. Óræður og rólegur. Ég vissi ekki hvað ég fengi að vita. Bak við mig stóð bróðir minn. Litli bróðir minn úr stríðinu. - Ég vil ekki fara, sagði hann. Ég vil vera hjá þér. — Ég leit á hann og fann, að ég var ekki hrædd. — Þú ert hjá mér, sagði ég. Ég er ekki vitund hrædd lengur. Ég er hamingjusöm. * TILHUGALÍF. Framhald af bls. 17. „Óáfengt vín,“ sagði Herjólfur B. Hansson. „Hver skrattinn sjálfur er það?“ Sigtrvggur Háfells gaut til hars augunum, opnaði munninn, en hristi því næst höfuðið. „Lof- aðu mér að kynna þetta fólk fyr- ir þér,“ sagði hann við garð- yrkjubóndann. „Þetta er hún Ása, konan, sem ég ætla að giftast, ef hún skyldi einhvern- tíma fást til þess; þetta er vin- kona hennar, skrambi veraldar- vön, skilst mér, hugsanlegt að hún gseti orðið þér að einhverju liði vinurinn, þó held ég það ekki. Og þetta,“ hann gretti sig lítið eitt, „þetta ku vera sálfræð- ingur — undarleg manntegund, sem ég kann engin skil á, en gestur minn í dag og þess vegna friðhelgur. — Komdu annars sæll og blessaður gamli vinur!“ Ása Sigurlinnadóttir trúði vart sínum eigin augum er hún sá biðil sinn faðma að sér garð- yrkjubóndann, sem var klæddur í ermalausan nærbol og gráar nankinsbuxur. Hún virti piltinn fyrir sér og henni varð starsýnt á bjart yfirlit hans, ógreitt hár- ið, sem féll í bylgjum um höfuð hans niður á hnakka, og rjóðan, festulegan munninn. Hún virti einnig fyrir sér dökkbrúna, kraftalega handleggi hans og digran svíra, er minnti á sjálfan Tarzan. í brjósti hennar bærði sér eitthvað hlýtt og værðar- kennt: þetta var geðfelldur strákur. „Hérna er sterkt handa þeim sem það vilja,“ sagði Sigtrygg- ur Háfells, er þau voru komin inn í stofuna, og sgtti stóra flösku á borðið. „Þið getið blandað því í vínið hans Bergs, ef ykkur þyk- ir það helzt til þunnt. Sjálfur er ég stranglega mótfallinn ofnautn áfengis fyrri Lluta dagsins, og mér þykir leiðinlegt að sjá fulla menn.“ Hann leit til Herjólfs og glotti eilítið meinfýsilega, „Litlir og rindilslegir náungar þurfa náttúrulega sérstaklega að gæta sín að drekka ekki of mikið.“ „Vertu ekki með neinar dylgj- ur, maður,“ sagði Lóa Dalberg brosandi. „Ef þú heldur til dæm- is að prófessorinn okkar þoli ekki áfengi, þá tekurðu feil. Svona litlir og ljóshærðir menn geta sötrað allan sólarhringinn — og byrjað að rétta sig af með hreinum spíritus á morgnana." Herjólfur B. Hansson ætlaði að segja eitthvað, en Lóa bandaði til hans hendi. „Auðvitað vill hann ekki við það kannast sjálf- ur; þetta er auðsjáanlega maður lítillátur, en þú skalt vera viss um það, Sigtryggur, að honum er ekki fisjað saman.“ Sigtrvggur Háfells leit á þau til skiptis, en gaut síðan augun- um til Ásu Sigurlinnadóttur og hristi höfuðið: „Ég vona að þið haldið ekki að ég sé að sprog- setja neinn,“ sagði hann vand- ræðalega. „Herjólfur B. Hansson er gestur minn í dag og vitanlega velkominn gestur, eins og þið öll. Ef mér skyldi verða á að vera eitthvað dónalegur við hann, þá er það eingöngu vegna þess að ég er afbrýðisamur. Eins og þið vitið, þá elska ég hana Ásu, og ætla að kvænast henni — og auðvitað þoli ég ekki að neinir aðrir séu að bera víurnar í hana. Nú — þið afsakið — en farið þið nú stelpur og hjálpið honum Bergi að búa til mat. Við Herjólfur röbbum saman á með- an.“ Garðyrkjubóndinn hafði brugð- ið sér frá og kom nú í þessum svifum með stóra könnu fulla af víni sínu og nokkur glös. Skenkti hann á fyrir þau öll, lyfti síðan glasi sínu og bauð þau velkom- in. Sigtryggur slokaði í botn úr sínu glasi og andvarpaði af vel- þóknun; hin smökkuðu fyrst var- lega á miðinum, en þóku síðan teyg. Þetta var sætbeizkur og svalur drykkur, með ákaflega þægilegu bragði, sem ekki var þó gott að gera sér grein fyrir. — Ég læt í hann alls konar jurtir héðan úr fjallinu," sagði Bergur. „Þetta er hollt og hreins- ar blóðið; ég vona að ykkur verði gott af því, þó það sé ekki áfengt." - Þegar stúlkurnar voru farnar fram í eldhús með garðyrkju- bóndanum lyfti Sigtryggur glasi sínu og skálaði við Herjólf. ,,Ég vona að þú takir mér það ekki illa upp þó að ég sé dálítið skrít- inn með köflum,“ sagði hann. „Ég er enginn draumóramaður, en geng beint til verks í hverju sem er. Gamall sveitamaður, skilurðu, sveitamaður sem hefur unnið sig upp og þénað peninga, raunsær náungi, sem trúir ekki á neinn skáldskap eða andleg- heit. Á hinn bóginn er ég gamal- dags í háttum og hef mínar skoð- anir á því, hvað manni sé fyrir beztu. Og þegar ég segi, að ég ætli mér að giftast Ásu, þá er það vegna þess að ég veit að hún er hrein og ósnert af öðrum — og þess vegna er ég algjörlega mótfallinn því að hún sé að flirta við einhverja aðra skarfa, einkum og sér í lagi náunga eins og þig, sem eruð með allskonar grillur, sem ekkert koma lífinu við, kjaftæði úr bókum og svo- leiðis.“ Sálfræðingurinn horfði á hann með óduldri fyrirlitningu og um tíma leit út fyrir að hann ætlaði alls ekki að svara honum, en loks mælti hann: „Það er vitanlega undir minni virðingu að anza svona þvættingi. Menn sem ekk- ert hafa til brunns að bera ann- að en það að geta platað náung- ann í vafasömum viðskiptum, ættu alls ekki að fá að koma fram í hópi siðaðra manna. Ef menntamenn og sósíalistar réðu þessum heimi kæmi það heldur ekki til mála, en meðan svo er ekki, og vegna sívaxandi áhrifa kvenfólksins, verður ekki hjá því komizt, að svona peyjar eins og þér fáið að fljóta með. Það ætla ég að segja yður í eitt skipti fyr- ir öll, að þó að þér eigið eitt- hvað af peningum, og getið sleg- ið um yður með vínflöskum og matarbirgðum, bílferðum og þess háttar, þá megið þér ekki ætlast til að þér ávinnið yður virðingu siðmenntaðra manna — enda þótt þeir sætti sig við að þola hina svokölluðu gestrisni yðar um stundarsakir. Þér kallið yður stórkaupmann eða heildsala, en auðvitað eruð þér ekkert annað en bölvaður braskari, sem allir heiðarlegir menn hafa fyrirlitn- ingu á — og þegar sósíalisminn er kominn til valda í þessu landi, sem auðvitað verður innan skamms, verðið þér og yðar líkar umsvifalaust teknir úr umferð,“ Sigtryggur Háfells hallaði sér aftur á bak í stólnum og Ivgndi augunum. „Hm,“ sagði hann leti- lega. „Þér eruð sem sagt gestur minn, Herjólfur B. Hansson. Og þótt þér kunnið enga mannasiði þá er ég ekki alveg gersneyddur þeim. Ég kýs því að láta, sem Framhald á bls. 48. NÝKOMIÐ: Skólapeysur Sportpeysur Peysujakkar Peysur fyrir alla við öil tækifæri Hvergi meira úrval Ullarvöruverzlun Laugaveg 45 VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.