Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 48
Þetta er BUCHTAU keramikflísar á svo fagran, ódýran og hagkvæman hátt get- ið þér gætt heimili yðar varanlegri fegurð. BUCHTAL-keramikplöturnar eru fáanlegar í fjölmörgum litum og stærðum, þær eru fallegar, sterkar og endingargóðar - viShaldskostnaSur er enginn. Buchtal keramikplötur hafa aflaS sér fádæma vinsælda og meS góSum árangri veriS notaSar bæSi innanhúss og utan. Allar upplýsingar gefur einkaumboðsmaður á Islandi. MflGNÚS HflRflLDSSON Skipholti 5. Símar 16401 og 18758. Símnefni Árvakur. Pósthólf 1066. Reykjavík. TILHUGALÍF. Frh. þetta samtal hafi ekki farið fram, en lofa engu um að ég minnist þess ekki þegar við mæt- umst undir öðrum kringumstæð- um. Á hinn bóginn ef þér eruð eitthvað að káfa á henni Ásu — jæja, ég þótti sæmilega vel að manni í sveitinni hérna forðum daga; það er alveg rétt, að þér gerið yður það ljóst, sálfræðing- ur góður.“ Hurðin opnaðist og Ása gægð- ist inn. „Er sem mér heyrist, að þið séuð farnir að kýta?“ spurði hún ósköp elskulega, en leit hvasst á þá, hvorn fyrir sig. „Ég kann betur við að þið haldið friðinn, meðan við erum hér í skemmtiferð og á heimili ókunn- ugs manns. Að minnsta kosti treysti ég þér til þess, Herjólfur, að vera ekki með neinar mein- ingar við fólk, sem þú þekkir ekki neitt. Þið þurfið hvorugur að vera afbrýðisamur út í hinn, því að ég hef ekkert gefið ykk- ur undir fótinn. — Jæja, matur- inn er að verða tilbúinn og reyn- ið þið að haga ykkur skikkan- lega þangað til ég kalla í ykkur að borða!“ VII. Borðhaldið í húsi garðyrkju- bóndans var mjög skemmtilegt. Ungu stúlkurnar komu rjóðar og heitar frá matseldinni, og hentu gaman að piltunum, sem höfðu verið að hnotbitast meðan þeir biðu eftir matnum. Og nú brá svo við að Sigtryggur Háfells 48 - og Herjólfur B. Hansson gerðust ósjálfrátt samherjar, sökum þess að brátt fór svo að báðar stúlk- urnar virtust hvorugan þeirra sjá, en flirtuðu alveg feimnis- laust við húsbóndann, Berg Þor- steinsson, og virtust keppast um hylli hans. í fyrstu var stórkaup- maðurinn dálítið fúll út af þessu, en allt í einu skellti hann upp úr, og er hann loks mátti mæla, sagði hann: „Þetta þýðir ekkert, stúlkur mínar; hann Bergur karl- inn er nú orðinn þrjátíu og tveggja ára og ég hef þekkt hann frá því að við byrjuðum að skríða, en aldrei hefur hann svo mikið sem litið á konu í því skyni að girnast hana. Ef þið haldið að þið getið gert okkur Herjólf afbrýðisama, með því að flirta við hann, þá takið þið hreinlega feil. Það getur svo sem vel verið að hann Bergur minn giftist einhvern tíma, en það verður þá kvenmaður sem elskar þá iðju að gresja tómata og reita illgresi — og ég er skratti hrædd- ur um, að hvorug ykkar sé vel til þess fallin!" „Treystu því nú varlega," sagði Lóa Dalberg og leit aðdá- unaraugum á garðyrkjubóndann. „Ég er löngu orðin leið á bæpi menntamönnum og kaupsýslu- mönnum, að ég tali nú ekki um skrifstofublækur — þetta eru allt getulausir menn. Mig hefur alltaf langað til að hitta veru- lega hraustan karlmann, sem er ekki með nein heilabrot og þvætting en gengur hreint til verks og kann sína hluti. Ja, hvað segir þú, Ása mín?“ Ása Sigurlinnadóttir roðnaði eilítið, en brosti og kinkaði kolli. „Ætli ég sé ekki sammála," anz- aði hún. „Annars hef ég ekkert vit á þessu." Heildsalinn leit til hennar at- hugulum augum, svo hóf hann glas sitt og mælti: „Skál! Þið hafið rétt fyrir ykkur, stúlkur,“ sagði hann. „Konur eiga að var- ast eins og heitan eldinn alla þá sem ekki eru örugglega karl- kyns.“ Hann glotti og leit út- undan sér á Herjólf B. Hansson, sem hafði nú hellt gini Ú1; í glas- ið sitt og var búinn að fá rauða díla í kinnar. „Mikill draumur er þetta salat þitt, Bergur," sagði Ása. „Hver hefur kennt þér að búa það til?“ Garðyrkjubóndinn roðnaði og brosti feimnislega. „Svo sem eng- inn,“ sagði hann. „Æ, draumur — þá man ég það,“ sagði Lóa Dalberg. „Mikið dreymdi mig undarlega í nótt.“ Herjólfur B. Hansson leit upp frá matnum. „Jæja, hvað var það, gæzkan?" spurði hann með ákafa í röddinni. Lóa leit á hann með stórum dreymandi augum. „Mig dreymdi að ég var stödd í fögrum skógi. Við vorum þar reyndar öll fjög- ur — og kannski eitthvað fleira fólk, ég man það ekki svo greini- lega. En skógurinn var dæma- laust fallegur, hávaxið birki, ljósgrænt og indælt, eins og það er fallegast á vorin — og við vorum á einhverju ferðalagi; það var dæmalaust gaman.“ „O, þetta er nú auðráðið,“ sagði sálfræðingurinn drýginda- lega. „Birkiskógur — auðvitað löngun eftir karlmanni með mik- ið stinnt hár á brjóstinu! Ég ætla bara að segja að þú þarft ekki langt að leita hans.“ „Þvílíkt bölvað kjaftæði!“ sagði kaupsýslumaðurinn og hristi höfuðið. „Nei, þá er ég nú betri að ráða drauma: þetta er auðvitað fyrir því að við förum langa ferð saman — líklega alla leið norður í Vaglaskóg." Hann laut höfði og hugsaði sig um stundarkorn, síðan leit hann glottandi á Ásu. „Hvernig líst þér annars á það, væna mín? Eigum við að taka sumarfríið saman öll fjögur?“ Hann leit útundan sér með háðslegu augnaráði á Her- jólf B. Hansson. „Ja, við neyð- umst líklega til að hafa þennan bókabéus með okkur, úr því að hún vinkona þín er svo hrifin af honum. En væri það ekki gaman: bíltúr norður í land.“ — Hann leit til bílstjórans er sat við hinn enda borðsins. „Heldurðu ekki að þú gætir keyrt okkur Árni — svona í byrjun júlí eða eitthvað þess háttar?“ Bílstjórinn leit upp, það var ungur maður búlduleitur og rið- vaxinn, rjóður í kinnum með rautt hár. „Ekki ætti mér að verða skotaskuld úr því,“ sagði hann drýgindalega. „Og ætli þú ráðir því ekki húsbóndi góður, ég er hvort eð er í þínu brauði." „Satt segirðu tötrið mitt,“ sagði Sigtryggur Háfells og var VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.