Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 49
enn nokkuð hugsi. „Það gæti orð- ið veruleg skemmtiferð, jafnvel þótt ég hefði nú heldur kosið að vera einn með Ásu.. En ekki allt það fæst sem oss er skapi næst — jaeja, hvað segið þið stúlkur?“ Framhald í næsta blaði. SALT! SAAAALT. Framhald af bls. 21. er ómöguleg.“ „Nei, nei, þessi er ágæt, — hvert þó í hoppandi þarna kem- ur Eyjólfur Einarsson. „Og þú ert hérna líka?“ „Heyrðu,“ segir Baldvin, „þú verður með á myndinni, hann ætlar að taka mynd.“ Svo stilla þeir sér upjj þarna á planinu fyrir framan sildar- tunnurnar og við tökum af þeim mynd, siðan eru þeir farnir að vinna. Við ráfum um plássið og bíð- um eftir lionum Jóni Jónssyni, sem væntanlegur er á hverri stundu. Og svo kemur hann og þá færist líf í tuskurnar. Báturinn er varla lagztur að, þegar þeir eru farnir að landa síldinni og stúlkurnar farnar að salla. Það væri synd að segja, að þær láti ekki hendur standa fram úr ermum, stúlkurnar þær arna, ja þvílík vinnubrögð. Á söltunarplaninu er allt á ferð og flugi, karlarnir keyra tunn- urnar í stafla og koma með tóm- ar í staðinn. Þeir flytja lika saltið til stúlknanna. Það er eins gott fyrir þá sem flytja saltið að liafa undan, þvi ann- ars fá þeir að heyra hljóð úr horni. „Salt,“ hrópa þær „Saa- aaaaaaaaaaalt!!!“ Stúlkurnr skera rúmlega haus- inn af hverri síld og talca innan úr þeim um leið, allt í einu hnífsbragði. Þegar þær hafa skorið fullan kassa, taka þær til við að salta og svo koll af kolli. Síldinni er landað í kerrur, sem ganga á spori umhverfis planið og rennur sildin fyrir- hafnarlaust úr kerrunum niður i stokka sem liggja allt í kring. Út frá þessum stokkum ganga svo söltunarborðin með vissu millibili og mynda þannig hása sem stúlkurnar standa í. Við snúum okkur að einni stúlkunni sem okkur finnst vera áberandi fljót. „Þú ert fljót að salta.“ „Ojæja, læt ég það nú vera.“ Hún er að byrja á tunnu og hverfur liálf ofan i hana þegar hún raðar síldinni á botninn. „Hvað heitir þú?“ „Þrúða, Arnþrúður Kristjáns- dóttir.“ „Og ert hvaðan?“ „Úr Kópavoginum.“ Stúlkan keppist við að salta, svo við tefjum hana ekki með fleiri spurningum. Fuglar himinsins fara ekki varhluta af síldinni, þeir flögra umhverfis planið með liáværu gargi. Þegar svona stendur á, er nokkurnveginn víst að þeir eru ekki að fara með ljóta kvæð- ið um Raufarhöfn. R. í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. fyrir að gera hana léttari. Svo undarlegt, sem það kann að virðast lítur út fyrir að ó- hamingja annarra hafi sérstakt aðdráttarafl fyrir sumt fólk. Svo virðist sem þeir njóti vitneskj- unnar um ólán einhvers, eins og að ógæfa annarra feli í sér vinn- ing fyrir þá. Þeir finnast til dæmis á áheyrendabekkjum rétt- arsalarins, þar sem þeir af mikl- um áhuga fylgjast með gangi málanna, en fyrst og fremst rann- saka af nákvæmni hina ákærðu og viðbrögð þeirra meðan á yfir- heyrslu stendur. Þeir hafa óneit- anlega rétt til nærveru sinnar, á meðan á opinberum réttarhöld- um stendur. En maður verður að spyrja sjálfan sig vegna hvers þeir komi. Sennilega er ekki rannsókn á ætlunarverki dóm- stólsins, sem liggur að baki á- huga þeirra. Orsökin til þess að ég hefi val- ið þetta umræðuefni er sú, að ég hefi hitt persónu, sem hefur ekki eingöngu orðið fyrir óham- ingju og sorg heldur einnig til- litsleysi og ónærgætni fólks. Beri maður svíðandi sár örvæntingar- innar, þá er maður sérstaklega viðkvæmur fyrir öllu, sem sagt er við mann, já, jafnvel fyrir augnatillitinu, sem maður mætir. Vissulega þarfnast maður þá stuðnings og samúðar. Nærgætni fólks er eins og hlýjir sólargeislar fyrir þann, sem er hlaðinn áhyggjum og sorgum. Hún er umgengnisdyggð, sem er þess virði að iðka, og lýs- ir kærleika vorum til allra, með því að vilja aldrei særa heldur eingöngu hjálpa. Látum okkur breiða út þeirrar tegundar sól- skin! Enginn okkar veit hvaða dag við munum sjálf hafa þörf fyrir auðsýnda nærgætni. Y. K. ALLS KONAR GÓÐUR MATUR. Framhald af bls. 22. leggið á volgt fat. Stráið papriku á pönnuna og hellið í 1 dl af þykkum (má vera súrum) rjóma og látið malla litla stund. Krydd- ið með salti og nokkrum sítrónu- dropum og 1—2 matsk. af vel sterkum osti. Síðast eru settir kaldir smjörbitar í sósuna og henni hellt yfir kjötið. KARTÖFLUSÚPA MEÐ RIFNUM OSTI. Flysjið 6—7 stórar kartöflur hróar og sjóðið í ca. 5 dl kjöt- soði, helzt ljósu soði af kálfi eða hænsnum. Þegar kartöflurnar eru meyrar eru vÞser marðar gegnum sigti og Vi—% 1 kjötsoði bætt í aftur. Suðan látin koma vel upp og látið sjóða litla stund með persilju, púrrusneiðum, múskati og e. t. v. fleira grænu kryddi. 1 dl rifinn ostur settur í og gott er að hella svolitlu af þykkum rjóma i síðast. FORRÉTTUR ÚR BRAUÐI MEÐ OSTI OG RÆKJUM. Gerið litlar kringlóttar brauð- sneiðar úr hvaða brauði sem er. Merjið sterkan ost eða rífið og blandið með svolitlu smjöri, hell- ið nokkrum konjaksdropum í og stráið papriku yfir og hrærið vel. Smyrjið brauðið með ostinum og raðið fallegum rækjum í hring með brúnunum. SVEPPAFARS. 4 hg hakkað nautakjöt er blandað 3 köldum stöppuðum kartöflum, 1 egg, 1% tsk. salt, nýmalaður pipar og 1 fínhakk- aður laukur sett í. Hrært út með sveppasúpu (má vera úr pakka) ca. 2 dl og setjið svo nokkrar baconsneiðar í, sem skornar hafa verið í lengjur eða bita. Allt hrært vel og sett í slétta hrúgu á smurt eldfast fat. Smurt að ut- an með matarolíu og steikt við 250 gr. hita í 15—20 mín. Svo- litlu vatni má bæta í ef farsið virðist ætla að verða of fljótt brúnt. ★ BABY JANE. Framhald af bls. 47. Þegar þær voru litlar telpur, liafði Jane livað eftir annað tekið gullin hennar og haldið þeim fyrir henni — alveg eins og hún liafði nú svipt hana símanum með hót- unum. Hún var bara að leyfa sér að verða uppnæm fyrir engu. Og hún vissi, hvað hún ætti að gera — hún ætti að biða stutta stund, þegar hún væri orðin róleg, mundi lnin liringja til Berts og segja honum frá því, sem fyrir hafði komið. Og Jane — nú, liún mátti láta eins og' hún vildi. Hún sneri stólnum fram að glugganum, en stöðvaði hann svo i miðjum hring, þegar hún kom auga á hádeigisverðarbakkann á borðinu. Hádegisverðurinn var þarna. Já, það var rétt að borða snöggvast. Hún ætlaði að byrja á að fá sér að borða. Hún ætl- aði að borða liægt og rólega og gleyma atvikinu með simann — og árangurslausri tilraun hennar til að „skýra“ sölu hússins fyrir Jane. Og þegar hæfilegur tími hafði liðið fyrir meltinguna, ætl- aði hún að fara beint að siman- um og hringja. Hún óskaði sjálfri sér til liam- ingju, um leið og hún renndi stólnum að skrifborðinu. Hún ætlaði að vera skynsöm og liygg- in, hafa aðdáu.narverða stjórn á tilfinningum sinum. Og því meira, sem hún hugleiddi þetta, því bet- ur gerði hún sér grein fyrir því, að jicssi árekstur um morguninn, var að verulegu leyti að kenna samtali hennar við frú Stitt dag- inn áður. Framvegis mundi hún ekki leggja við hlustirnar, þegar aðrir voru að koma með kviða- sögur sínar til hennar. Hún ætl- aði algerlega að neita að hlýða á slíkar sögur. Bros var að færast á varir Blanche, þegar hún seildist til bakkans, tók í pentudúkinn, sem lagður hafði verið yfir hann og kippti honum frá. Samtímis hvarf ÚNGFRU yndisfrið býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? l»að cr alltaf sami lcikurinn í hcnni Ynd- isfríð oltkar. Ilún hefur falið örkina hans Nóa cinhvers staðar í blaðinu op heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Ver^launin cru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nóio Nafn Ileimili Orkin cr á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: SIGVALDI JÓNSSON, Vífilsstöðum. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.