Vikan


Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 26.09.1963, Blaðsíða 3
Útgefandi Hihnir h. f. Riistjór!: | Gísli Sigurðsson (ábm.>. Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónstlótíir. BlaSamenn: Gnðmundur Karlsson og Sigurður Hreiðai'. titlitsíeikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35S2Ö, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 148. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð 1 lausasölu kr. 20. Áskriftarv'erð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda- mót: Rnfgraf h. f. VIKAHI í NÆSTA BLAÐI FLOGIÐ VESTUR MEÐ FJÖRÐUM. Blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar brugðu sér í landhelgisgæzluflug vest- ur með Vestfjörðum og ljósmyndari Vikunnar tók frábærar myndir af hrikalegri ströndinni og hafísnum. DEMANTAR f PARADÍS. Óvenjuleg og ótrúleg frásögn af ævintýramanni, sem var í demantaleit í frumskógum Suður-Ameríku og fór að lifa með frumstæðum Indíánaflokki. DAGBÓK FRÁ RÚSSLANDI. Eyvind- ur Eriendsson hefur verið við nám í leiklist í Moskvu. Hann skrifaði dag- bók og Vikan hefur fengiö að birta glefsur úr henni. Birtist í tveim blöðum. HAUSTDÆGUR. Smásaga eftir ungan Strandamann: Franklín Þórðarson. SÖLUBÖRN í SUMARFERÐ. Mynda- frásögn af verðlaunaferð duglegustu sölubarna Vikunnar upp á Skaga. HANN MÁLAR f ÁSASKÓLA Á SUMRIN. Viðtal við Jóhann Briem, listmálara. I ÞESSARIVIKU LÍFIÐ ER LEIKUR. Á Selfossi var í sumar rekinn leik- skóli fyrir lítil börn í fyrsta sinn á þeim stað. En í haust þurfti að rýma húsnæðið, og þá var börn- unum boðið til fagnaðar, og þar var VIKAN með. BILUÐ FLUGVÉL, BRUNNINN BÁTUR OG EINBÚINN Á ARNGERÐAREYRI. í srnnar sendi VIKAN mann í efnis- Ieit til Vcstfjarða. Sú fcrð gekk ekki sem skyldi og varð úr hálfgerð hrakningasaga. Jafnvel flug- ferðin vestur tókst ekki fyrr en í annarri tilraun, og annað var eftir l>ví. Þetta cr fyrsta greinin, sem birtist úr þessari för, og greinir hún frá því sem miður fór. UNDRIN TÓLF í SOVÉT. Þeir þarna í Sovét iðka fleiri vís- indi en þau, að búa til kjarna- bombur og senda mönnuð geimför á loít. Þeir hafa einnig á döfinni margar merkar nýjungar í læknavísindum, hafa fundið upp aðferð til þess að leiða sól- skinið í leiðslum hvert sem er og svona er margt eftir þessu. BOÐFLENNA í BRÚÐKAUPI. Glettin smásaga eftir Joseph Judge — þó með alvarlegum undirtón. Hún fjallar um mann, sem hefur ekki réttan skófatnað til þess að mæta í brúðkaupi fyrrverandi elskunnar sinnar. FORSIÐAN Valbjörn Þorlaksson, stángarstökkvari og tugþrautar- maður, bindur skóþveng sinn eins og Skarphéðinn forðum þá er hann hóf sig upp meðal höfuðísa og vó Þráin. Valbjörn hefur sig þó enn hærra í líaft upp en líklegt má telja að Skarphéðinn hafi gert, enda hafði hann ekki nýtízku stöng úr trefjaplasti. Nú má heita svo komið, að Valbjörn sé — ásamt Jóni Ólafssyni, hástökkvara — okkar einasti frjálsíþróttamaður, sem eitthvað getur og megum við sannarlega muna okkar fífil fegri í þeim cfnum. SKÓGARELDUR. Dálítið ógnvekjandi smásaga af afbrotamanni, sem slapp úr haldi. VIKAN 39. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.